Vikan

Tölublað

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 49
0 FYRSTIDRATTUR IO.JAN. ^ADALVINNINGUR 1.5 MltllON 1 16280 VINNINGAR FJORÐIHVER MIÐIVINNUR ODREGIÐ 5.HVERS MANAÐAR átti engan son, svo að hann gerði Hverhlýt að erfðaprinsi. Og erfða- prinsinn lifði vel og lengi með fjölskyldu sinni og naut gæða lífs- ins í ríkum mæli. Og í 111 bók þessi skemmtilega en stutta saga: SMJÖRBLINDl BRAHMANINN. í bæ einum bjó einu sinni brah- man, sem Fórnfús hét. Konan hans var laus á kostunum og hélt fram hjá manni sínum. Hún var stöðugt að baka kökur úr sykri og smjöri handa elskhuga sínum og hafði mann sinn að ginningarfffli. Dag einn kom eiginmaðurinn til hennar og mælti: ,,Hvað ertu eigin- lega alltaf að baka? Og hvert ertu einlægt að fara með allar þessar kökur? Segðu eins og er". En konan var jafn ráðsnjöll og hún var ófyrir- leitin. Hún greip til lyginnar og sagði: ,,Þú veizt um musteri hinnar blessuðu gyðju hérna rétt hjá. Eg fer þangað til að biðjast fyrir, og kökurnar eru mínar fórnargjafir til gyðjunnar". Hún tók kökurnar í nugsýn eiginmannsins og hélt af stað til musterisins. Hún hélt, að maðurinn tryði því statt og stöðugt, að hún væri að búa til allt þetta góðgæti handa gyðjunni. Þegar hún kom að musterinu, fór hún rakleitt niður að ánni til að lauga sig samkvæmt helgisið- unum. Á meðan hún var að lauga sig, kom maður hennar að muster- inu úr annarri átt og faldi sig á bak við gyðjulíkneskið. Þegar kon- an var búin að lauga sig, gekk hún inn í musterið, dýfði fingrum í vatnslaug, smurði sig, kveikti á reykelsi og bar fram fórn: ,,Ó, þú heilaga gyðja, hvaða leið er til að gera manninn minn blindan"? Brahmaninn, sem hafði falið sig á bak við líkneskið, svaraði í kven- legum málróm: „Gefir þú honum smjör og smjörkökur í alla mata, þá verður hann blindur á skömm- um tfma". Hið lausláta kvendi lét blekkj- ast af þessum trúverðugu orðum. Hún lét ekki á sér standa að gefa manni sínum smjör og smjörkökur hvern einasta dag. Dag nokkurn mælti brahmaninn: ,,Góða mín, eg er að tapa sjóninni". Þegar konan heyrði þetta, hugsaði hún: ,,Ham- ingjunni sé lof"! Þegar friðillinn fékk að vita þetta, hugsaði hann: „Karlinn er orðinn blindur. Hvað þarf eg þá að vera hræddur við hann"? Friðillinn heim- sótti því konuna óragur upp á hvern dag. En svo fór að lokum, að brah- maninn stóð dólginn að verki, lumbraði á honum með lurk, svo að hann geispaði kolunni, skar nef- ið af konugálunni sinni og rak hana á dyr. í fimmtu bók segir m.a. frá lærðu mönnunum, sem fóru að skapa Ijón, og vel gæti átt við kjarnorku- glæframenn nútímans: LÆRÐIR MENN FÓRU AÐ SKAPA LJÓN. Einu sinni voru fjórir brahman- ar í þorpi einu og voru þeir tengd- ir sterkum vináttuböndum. Þrír þeirra höfðu náð hátindi alls lær- dóms, en þá skorti dómgreind. Sá fjórði hafði ímugust á lærdómi, en hann hafði meðfædda dómgreind. Dag einn komu þeir saman til skrafs og ráðagerða. Þeir sögðu: ,,Hvað gagnar menntun og lær- dómur, ef menn sitja að staðaldri á sömu hundaþúfunni, ef ekki er reynt að vinna hylli kónga og græða fé? Hvað sem við gerum, þá er það höfuðskilyrðið að fara til annars lands". Þeir lögðu því upp í ferðalag. En þeir höfðu ekki langt farið, þegar hinn elzti þeirra mælti: ,,Einn af okkur fjórum er ómenntaður glóp- ur, sem ekkert hefur til brunns að bera nema skynsemisglætuna. Eng- inn fær unnið hylli konunga með brjóstvitinu einu saman, hafi hann enga menntun hlotið. Við getum þess vegna ekki látið hann fá hlut- deild í því, sem við kunnum að vinna okkur inn. Það er því bezt, að hann snúi við og fari heim". Þá mælti annar þeirra: „Vinur sæll, þú ert algerlega menntunar- snauður. Farðu því bara heim". Þá mælti hinn þriðji: ,,Nei, þetta er illa gert. Við höfum leikið okkur saman frá því að við vorum smá- snáðar. Komdu bara með okkur, vinur minn, og þú skalt fá hlut- deild í því, sem við öflum". Þegar þeir voru orðnir ásáttir um þetta, héldu þeir áfram ferð sinni. Er þeir voru að fara um skóg nokkurn, fundu þeir bein úr Ijóni. Þá mælti einn f jórmenninganna: „Hér gefst okkur ágætt tækifæri til þess að prófa, hverju við fáum áorkað með þekkingu vorri. Hér liggja bein úr dauðu dýri. Við skulum lífga það við með þeirri þekkingu, sem við höfum aflað okk- ur með þrautseigju og erfiði". Og hann bætti við: „Eg veit, hvernig á að setja saman beinin". Annar mælti: „Þetta er Ijón. Ef þið lífgið það við, þá drepur það okkur alla". „Þú ert heimskingi", svöruðu hin- ir, „og okkur kemur ekki til hugar að eyðileggja ávöxt þekkingar okk- ar". Þá mælti maðurinn með brjóst- vitið: „Ur því svo er, þá hinkrið við eitt augnablik, á meðan eg klifra upp í tréð hérna". Þegar hann var komnn upp í tréð, tók Ijónið fjörkipp, þaut upp og drap þremenningana umsvifa- laust. Þegar Ijónið var komið úr augsýn, renndi maðurinn með brjóstvitið sér niður úr trénu og hélt henmleiðis. Og svo er hér síðasta sagan í þess- ari skemmtilegu, sígildu bók, sem VIKAN 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.