Vikan

Tölublað

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 52

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 52
andinn hjólberann og hélt heim ó leið. Hér endar Fimmta bók Panchat- antra, og nefnist hún „Vanhugsuð verk". Fyrsta erindið hljóðar þann- ig: Varastu ætíð vanhugsuð verk, er valda þér kvöl og pínu. I rakarans fótspor fetaðu ei, svo fargir ei lífu þínu. Hér endar PANCHATANTRA. Krishna". Hún var ó dönsku og varð mér ókaflega kær. Þó vakn- aði löngun hjó mér til að lesa hana ó frummólinu, sem er sanskrít. — Það varð svo úr, að ég fór til Péturs Halldórssonar, síðar borgar- stjóra, en hann ótti þó bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar, og bað hann um að panta fyrir mig ein- hverja kennslubók í Sanskrít ó ensku. Þetta gerði Pétur, og nokkru síðar kom svo bókin. — Þú hefur svo lært mólið af henni hjólparlaust? og hjólpaði mér mikið við að kom- ast niður í því. Eftir að ég kom svo heim, þýddi ég BHAGAVAD- GITA úr Sanskrít, og kom hún út 1939. — Það hefur tekizt giftusamlega? — Jó, en ég var samt ekki ó- nægður. Eg þýddi hana ó óbundið mól — treysti mér ekki í Ijóðin, því ég hef aldrei verið sterkur ó því sviði. — Það er ekki að sjó ó þessari þýðingu þinni núna. — Nei, þetta hefur breytzt dólít- urinn sé ekki fullkominn. Hann nær samt tilgangi sínum að mínu áliti. Ég var ákaflega ánægður með að hafa lokið þessu ætlunarverki mínu, ef má segja sem svo, og finnst ég hafa náð því takmarki, sem ég setti mér. — Ertu þá hættur, eða hvað? — Nei, það er víðs fjarri. Það væri þá lítið gaman að lífinu, ef maður hefði ekki eitthvað til að glíma við. En ég ræðst ekki í ann- að eins verk og þetta aftur, það er ég nokkuð viss um. Samt tók x X X X X X X X X ix X X X X X X X X X X 3ðxKMtt**Sa**K2S2K>MMS*KWx53SSSH H O NI » R Ft R WXi EGGERT KRISTJÁNSSON SCO.HF. SflVII 11400 Á það er minnzt lítillega hér að framan, að bókin sé þýdd beint úr Sanskrít, og að þýðandinn sé Sören Sörensson, en hann starfar sem eftirlitsmaður hjá Borgarlækn- isembættinu í Reykjavík. Ég veit ekki um annan íslending, sem er það vel að sér í þessu tungumáli, að hann gæti leyst þetta verk af hendi eða annað svipað. í sann- leika sagt hef ég rökstuddan grun um að Sören sé sá eini, sem hefur lagt stund á þessa fræðimennsku hér á landi, og þótt bókin sé f sjálfu sér nægilegt tilefni til að for- vitnast nokkuð um þýðandann, þá er sú staðreynd það ekki síður, að hann skuli skilja þetta forna ind- verska mál. Þessvegna fór ég fram á það við hann að hann segði mér sitthvað um þetta atriði. — Það er nú orðinn áratími, síð- an ég fékk áhuga fyrir Sanskrít, sagði Sören. — Ég hef þá verið 18 ára gamall, eða þar um bil. — Hver var ástæðan fyrir því að þú valdir einmitt Sanskrít til að læra? — Ástæðurnar voru vafalaust margar, svona undir niðri, en sterk- ust var sú, að ég hafði þá nokkuð kynnzt Guðspekihreyfingunni og jafnframt bókinni BHAGAVAD- GITA, sem kalla mætti „Ljóð — Nei, það var ekki svona ein- falt. Mér féll allur ketill í eld, þeg- ar ég sá bókina fyrst, því Sanskrít- in hefur sína eigin stafagerð, og ég kunni auðvitað ekkert í henni, svo ég gat ekki einu sinni byrjað að læra málið fyrr en ég hafði lært stafina. — Áttu sýnishorn af þessari sér- stöku stafagerð, Sören? — Já, ég á nóg af því. Myndin hérna sýnir stafagerðina, og í raun- inni er þetta upphaf bókarinnar: „Einu sinni var konungur, er Goð- magni hét . . . o.s.frv." Ég þýddi einmitt eftir þessu. Þetta sýnishorn er þó ekki nógu nákvæmt til að sýna Sanskrít eins og hún á í raun- inni að skrifast. Hér eru bil milli orða, en þau hefur þýzki málfræð- ingurinn Johannes Hertel sett í þessa útgáfu, til þess að auðvelda lestur hennar. Málfræði Sanskrítar er þó ströng á því að bil milli orða skuli ekki vera, og eru fyrir því ákveðnar reglur. Þetta auðveldaði svo sem ekki lærdóminn hjá mér, enda fór mér lítið fram lengi vel. — Samt var ég að glugga í þetta öðru hvoru og komst smám saman upp á lagið með að þekkja táknin. Svo fór ég til Bandaríkj- anna og var þar í rúm sjö ár. Á þeim tíma kynntist ég þar prófess- or, sem var sérfræðingur í málinu ið síðan. Ég hef lengi haft áhuga á að þýða Panchatantra, en ekki treyst mér í Ijóðin, sem eru svo mikill þáttur í bókinni. Þessvegna lét ég hana eiga sig, þótt ég væri oft að glíma við það án árangurs. — Samt hef ég alltaf verið að reyna aftur og aftur, þangað til þetta kom allt í einu yfir mig fyrir um þrem árum. — Kom yfir þig . . . ? — Já, ég get eiginlega ekki lýst því öðruvísi. Það skeði bara einu sinni, þegar ég kom heim að loknu dagsverki, að ég settist niður og fór að glíma við kvæðin, að þetta eins og rann upp úr mér, og ég gat hreinlega ekki stoppað. Næsta kvöld, þegar ég settist við aftur, var ég miður mín af hræðslu við að þetta hefði verið aðeins augna- bliksgeta, en ég þurfti ekkert að óttast, því þessu hélt áfram alveg þangað til ég hafði lokð við bók- ina. — Þakkarðu þetta einhverjum yfirnáttúrulegum öflum? — Ég er ekkert að velta vöngum yfir því, og kæri mig hreinlega ekkert um að útskýra það þannig. Um það er ég heldur ekki dóm- bær. Samt verð ég að segja að þetta tókst vonum framar, og ég er ánægður með árangurinn, þótt ég viti að sjálfsögðu að kveðskap- ég mig til og þýddi aftur bókina gömlu BHAGAVAD-GITA — og nú í bundnu máli, eftir að ég fékk þessa getu. Hún kemur líka út núna fyrir jólin. — Mér þykir þú afkastamikill á Sanskrítina . . . ertu kannske með fleira í deiglunni? — Já, ýmislegt fleira hef ég í vinnslu. Hér er t.d. kennslubók ( Sanskrít á ensku, sem ég hef verið að vinna að. Handritið er ekki til- búið, en það er lítið eftir. — Ertu að þakka fyrir síðast, þegar þú fékkst kennslubókina hjá Pétri Halldórssyni, og sýna fram á að hægt sé að gera betur? — Ja, kannske svona í og með. Mér hefur alltaf fundizt að hægt sé að kenna Sanskrít á betri máta en gert hefur verið hingað til, og með þessu reyni ég að leggja fram minn skerf ... G.K. Sölumaður dauSans Framhald af bls. 23. hann. — Hana langar ekki að dansa við þig. Hana langar að dansa við John. Hann sneri sér aftur frá honum. — Á þessum dög- 52 VIKAN 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.