Vikan

Tölublað

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 54

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 54
APPELSÍN SÍTRÖN LIME Svalandi - ómissandi á hver'u heimili SunfiesK stöðu sinn hvorum megin við Craig. Með þeim heiðursverði gekk hann yfir klúbbgólfið, upp kjallaraþrep- in og út ó auða götuna. Jagúar Lishmans var svo sem tuttugu fet í burtu. Craig sneri sér við og ungu mennirnir tveir komu nær honum. — Eg verð að fara núna, sagði Craig. Ungu mennirnir tveir tóku í hand- leggina ó honum. — Reynolds, sagði Lishman. — Þú kemur í partýið til mín. Trúðu mér. Svo gerði Lishman svolítið heimskulegt. Hann sló Craig í and- litið, einu sinni, og svo aftur; föst- um kinnhestum með flötum lófa. Þegar í stað eins og ósjólfrótt sparkaði Craig í klofið ó honum, sparkaði með þessu hræðilega afli og nókvæmni, sem Hakagawa hafði kennt honum af natni. Lishman öskraði, hann beygði sig í keng og um leið sneri Craig sér snöggt í hring. Hann losaði annan hand- legginn og bró fæti fyrir manninn, sem hélt honum. Fyrri maðurinn sló til hans, um leið og hann sneri sér, og kom höggi á öxl hans. Craig riðaði og sló á háls hans með handarjaðrinum, en höggið var mismiðað, svo ungi maðurinn skjögraði en stóð á fótunum. Hinn ungi maðurinn stökk til með kylfu og Craig brá sér undan högginu, þreif um handlegg hans og kast- aði honum ofan á Lishman. Fyrri ungi maðurinn dró nú fram hið skelfilega vopn unglinganna, fjað- urhníf, og lagði aftur til atlögu. í fáeinar sekúndur dönsuðu hann og Craig undir götuljósinu, svo stökk ungi maðurinn og hönd Craigs, ná- kvæm eins og kopraslanga, þreif um úlnliðinn, sem hélt hnífnum, beindi honum niður og kippti í. Að þessu sinni sleppti hann ekki úln- liðnum um leið og hann kastaði, og ungi maðurinn æpti um leið og úlnliðurinn brotnaði; svo lá hann kyrr. Sá fyrri, sem hafði rekið höf- uðið í gangstéttina, lá þversum yfir Lishman. Engin truflun kom frá klúbbnum, engir áhorfendur sjáan- legir á götunni. Craig lagaði föt sin, tók upp hattinn og leit á Tessu, sem hafði staðið grafkyrr síðan orrustan byrjaði. — Þú, sagði hann. — Hvað á ég að gera við þig? Hann tók um handlegg hennar, gekk með hana framhjá Lishman, sem ennþá stundi. Stúlkan hikaði. — Ættirðu ekki að gera eitthvað fyrir hann? spurði hún. Drukkinn hugur Craigs leitaði að skýringu. Að lokum sagði hann: — Það er ekkert að gera. Hann er búinn að vera. Hún fann tak hans á handlegg hennar harðna og hann leiddi hana með sér í áttina að Tottenham Court Road og veifaði leigubíl. Hann hélt stöðugt í hana, þar til hún var komin inn í leigu- bílinn, og settist svo í flýti við hlið hennar. — Ég skal ekki flýja, sagði Tessa og kyssti hann. Framhald í næsta blaði. Kökur fyrir jólin Skeifur. 200 gr. sætar möndlur, flysjaðar og malaðar, 200 gr. smjörlíki, 4 dl. hveiti, iy4 dl. sykur, 1 eggjarauða. Glassúr: 1 eggjahvíta, 2 — 3 dl. flórsykur, hjúp- súkkulaði. Hrærið vel saman smjörl. og sykurinn, bætið möndlunum, eggjarauðunni og dálitlu af hveitinu í. Takið síðan deigið úr fatinu og hnoðið því sem eftir er af hveitinu í. Látið deigið svo standa á svölum stað, gjarnan yfir nóttina. Bakið fyrst eina köku til reynslu og ef deigið er of lint. má bæta svolitlu hveiti í. Rúllið 10 cm. lengjur úr deiginu, búið til skeifulaga kökur úr lengj- unum og leggið á smurða plötu og klappið aðeins ofan á hverja köku, svo að þær verði flatari. Bakið í lítið heitum ofni (175 gr.) þar til kökurnar eru mjög ljósbrúnar. Blandið eggjahvítunni og flórsykrinum saman og þekið kökurnar með því, en setjið litla bletti úr bræddu hjúpsúkkulaðinu, þannig að þeir líti út eins og hóffjaðrirnar. Þetta verða ca. 60 kökur. Rósamunnar. 100 gr. smjör eða smjörlíki, 1 dl. sykur, 1 eggjarauða, 1 tesk. vanillusykur, 1 tesk. rifinn sítrónubörkur, 1 tesk. rifinn appelsínubörkur, matsk. appelsínu- safi, 4 dl. hveiti. Skreyting: eggjahvíta, saxaðar hnetur eða möndlur, rauð kokkteilber. Hnoðið allt saman og látið deigið standa á köldum stað um stund. Rúllið deig- inu í fingurþykkar lengjur og skerið í 2 cm. bita og gerið úr bollur. Dýfið þeim fyrst í lauslega þeytta eggjahvitu og síðan í hneturnar. Þrýstið \'2 rauðu kokkteilberi á hverja köku. Bakið í meðalheitum ofni, 200 gr., þar til þær eru mjög ljósbrúnar. Verða ca. 40 stk. Tvöfaldar hnetukökur. 100 gr. smjör eða smjörlíki, 12 dl. sykur, 100 gr. malaðir heslihnetukjarnar, 2 dl. hveiti. Fylling: vínberjagelé, en ef það fæst ekki, eitthvað annað ljóst gelé eða gott marmelaði. Glassúr: 1 dl. flórsykur, svolítið vatn, grænn ávaxta- litur, saxaðar möndlur. Hrærið smjör og sykur þar til það er ljóst og bætið hnetunum og hveitinu 1. Látið deigið standa á köldum stað nokkurn tíma, e.t.v. yfir nótt. Fletjið það þunnt út milli tveggja arka á smjörpappír og gerið litlar kringlóttar kök- ur. Bakið þær ljósbrúnar í meðalheitum ofni. Leggið tvær og tvær saman og hafið gelé á milli. Litið glassúrinn grænan og berið hann á efri kökuna og stráið möndlunum út á áður en glassúrinn stífnar. Kökur úr kramarhússdcigi. 1 egg, 1 di. sykur, 1 dl. hveiti, 1 dl. kartöflumjöl, 1 dl. þykkur rjómi, \í dl. brætt smjör eða smjörlíki (50 gr.), 1 matsk. vanillusykur. Þeytið saman egg og sykur, bætið smjörinu í, síðan hveitinu og kartöflu- mjölinu og síðast rjómanum. Hitið kramarhússjárn vel, smyrjið það og breið- ið deigið á það og bakið þar til kökurnar eru ljósbrúnar. Á myndinni eru þær bornar fram sléttar, en auðvitað má rúlla þeim upp meðan þær eru heitar. 30 litlar kökur. % Góðar bollur. 200 gr. smjör eða smjörlíki, 500 gr. hveiti, 50 gr. pressuger, 2 matsk. sykur, 2\í dl. köld mjólk. Fylling: marsipanmassi hrærður út með dálitlu smjöri. Skreyting: Egg, flórsykur. Saxið smjörið í hveitið þar til það er eins og grjón, bætið gerinu í eftir að það hefur verið hrært út með sykrinum í mjólkinni. Hnoðið deigið fljótt og gerið úr ferhyrninga. Setjið eina tesk. af fyllingunni á hvert stykki og takið í hornin og brjótið kökuna utan um fyllinguna og þrýstið vel á svo að brotið haldist. Látið deigið lyfta sér í herbergishita. Penslið með eggi og bakið boll- urnar og þekjið með flórsykursglassúr, þegar þær eru kaldar. Súkkulaðiterta. 4 egg, IV2 dl. sykur, y2 dl. kartöflumjöl, 1 tesk. lyftiduft, 1 matsk. kakó. Fylling: Lítil dós af mandarínum, 2 bananar, 2 dl. þykkur rjómi. Skreyting: 2 dl. þykkur rjómi, mandarínur, hjúpsúkkulaði. Þeytið eggin þar til þau eru létt, bætið sykrinum í og þeytið áfram þar til deigið er þykkt og ljóst. Blandið þá kartöflumjölinu, lyftiduftinu og kakóinu smám saman í. Bakið í vel smurðu formi, stráð brauðmylsnu, i 200 gr. heitum ofni þar til kakan er bökuð. Látið hana kólna og skerið hana í miðju, þannig að þetta verði tvö lög. Leggið mandarinu-lauf á neðri botninn og hellið dálitlu af safanum yfir líka. Þeytið rjómann og breiðið yfir og skerið bananana f bita og stingið þeim ofan í rjómann. Leggið hinn botninn ofan á og þekið með þeyttum rjóma. Skreytið með mandarínum og raspið suðusúkkulaði gróft eða skerið örþunnar, litlar sneiðar og stráið því yfir kökuna. Fallegt er að setja eitthvað annað í miðjuna, t.d. falleg vinber eða önnur ber. VIKAN 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.