Vikan

Tölublað

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 12
3MITTER EOURHGE SÖLUVAGNABLÖÐ- VELLINUM Nú á dögum er ekki fátítt að sjá óhrjálega unglinga í skítugum úlp- um velta sér um hrygg í skemmti- görðum stórborga, vaxna hári að sið kvenna og skeggi að sið karl- manna, á bakinu gjarnan nokkur flaustursleg krítarstrik sem minna á kynferðissymból frá bronsöld eða nýnazistamerki; innan um kannski einn og einn masokkisti sem kveik- ir í sjálfum sér til að komast í blöð- in, þetta er eina fólkið nú til dags sem maður verður var við að helgi sig andstöðunni við strið og bomb- ur. Hinn saddi borgari velferðar- ríkisins óttast í rauninni kransæða- stíflu miklu meira en vetnissprengj- una,- hann trúir því ekki að feitt fólk og ríkt sé svo vitlaust að hætta velferð sinni út í tortímingarbál ófriðar og sá soltni litaði meiri- hluti mannkynsins, sem engri vel- ferð hefur að tapa, er enn of solt- inn og fátækur til að hann geti farið út í hættuleg stríð, hvað feg- inn sem hann vildi. Öðruvísi var það með Evrópu- Helga Valtýsdóttir, hin íslenzka Mutter Courage. Walter Firner, leikstjóri. menn millistríðsáranna, hrjáða af nýafstaðinni ótrúlegri styrjöld, upp- lausn fornra ríkja, kreppu, bjargar- skorti og ygglibrýndum einræðis- herrum, sem höfðu gaman af þröng- um stígvélum í meginlenzkum her- mannastíl. Niðurstaðan af þesskon- ar ástandi varð eðlilega ný stór- styrjöld. Þetta voru mótunartímar Bertolts Brechts, og hann og jafn- aldrar hans þurftu ekki að kynda upp í sér neina sérvizku til að verða friðardúfur. Það lá beint við þeim. Þeir „átu mat sinn milli tveggja bardaga og lögðu sig til svefns meðal morðingja". Það fór því að líkum, að Brecht skrifaði mikið um stríð og á móti stríði, og hann fór í enga launkofa með skoðanir sínar; fagurkerafras- inn margþvældi, „listin fyrir listina", hefur sjálfsagt ekki átt upp á há- borðið hjá honum. Hann var rót- tækur sósíalisti og list sína skoðaði hann sem framlag til að „byggja réttlátt þjóðfélag"; Mutter Courage er gott dæmi þess. Þótt þetta verk hafi verið hafið til skýjanna sem ein af perlum leikbókmenntanna, þá mun sú hrifning yfir listgildi þess til lítils koma að áliti höfundarins, ef hún ekki jafnframt virkar til að magna þá upp í friðarelsku og stríðshatur og pólitískan byltingar- anda. Sem efnivið í þessa dómsdags- prédikun gegn stríði notaði Brecht eðlilega það stríð, sem fór líklega hroðalegar með þjóð hans en tvær nefndar heimsstyrjaldir til samans: þrjátíu ára stríðið. Sumir segja að í því hafi látizt helmingur allra þá- lifandi Þjóðverja; í Ágsborg, sem fræg er af játningu prótestanta og er þar á ofan fæðingarborg Brechts sjálfs, lifði aðeins fjórðungur borg- arbúa af ósköpin. Þetta stríð var vettvangur allskonar persónuleika, svo sem tiltölulega heiðarlegra trú- manna á borð við Gústaf Adólf og Tillý, sem auðvitað féllu báðir, og purkunarlausra stjórnmálaskúma á borð við Richelieu kardínála, sem auðvitað lifðu það af. í því gerðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.