Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 9
Steyptisfe til jarðar tvisvar sama daginn en bjarggðlst samt Það skeði í sexhundruðustu og þrettándu flugferð hans, í tvö hundruð metra hæð. Vél þrýsti- loftsvélar.innar stanzaði allt í einu. Flugmaðurinn Jörg Jon- atzke hafði aðeins um eitt að velja, að stökkva. Hægri hönd hans greip ósjálf- rátt um stýrisstöngina. Það heyrðist hár hvellur og flugvélin hristist óskaplega, þakið fauk af stýrisklefanum. Jonatzke liðsforingi strauk blóðdropa af kinninni og kallaði í loftskeytatækið: -—- Ég stekk! Eins og raketta rauk flug- mannssætið upp í loftið en vélin hrapaði til jarðar, þar sem hún sprakk og þeytti frá sér eldi og málmbraki. Flugmaðurinn lenti óskaddað- ur á hveitiakri rétt hjá flugstöð- inni. Klukkan var tvö um eftir- miðdaginn. Heide Jonatzke vissi ekkert um að maður hennar hafði sloppið nauðuglega frá hræðilegum dauð- daga, í fyrsta sinn þennan dag. Um kvöldið, einmitt þegar að hún var að hátta lítinn son sinn, nauðlenti leitarflugvél á Sobern- heim flugvellinum, rétt hjá heim- ili Jonatzke lijónanna. Af ein- hverjum ástæðum gat flugmað- urinn ekki hemlað. Vélin hélt á- fram á fullum hraða eftir lend- ingarbrautinni, út á grasvöll og rakst að lokum á klett. Það var beðið eftir því að vélin stæði í björtu báli. Meðan brunabílarnir óku væl- andi og með ofsahraða út á brautina, skreið flugmaðurinn rólega út úr vélinni. Það var Jörg Jonatzke liðsforingi, alger- Iega óskaddaður. Hann flaug eina ferð ennþá þennan dag, fyrir flugherinn en í það skiptið komu bæði vélin og flugmaðurinn heil til jarðar ... Til öryggis tók hann leigubíl heim um kvöldið ... brióstahöld os miaSmabelti vörur eru þekktar um allan heim fyrir gæSi. Heildsölubirgðir: VERZLUNARFÉLAGIÐ VIKAN 51. tbl. 0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.