Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 10
 Efst: Hænsnunum gefiS á samyrkjubúinu. T.v.: Nazaret. í miðju: Rústir af bænahúsi Gyðinga í Kapernaum. T.h.: Börn á sam- yrkjubúinu, sem talaS er um í greininni. Neðst: ViS Genesaretvatnið, til hægri: Bænd- ur á samyrkjubúi viS uppskeruvinnu. Stóra myndin: Haifa, næst stærsta borgin í ísrael. Gamalt og nýttog fátt þar á milli Minningar frá Tsrael eftir Margréti Indriðadóttur 2it.2lt.2ie.zlf.2ii.2lt- sle.2ie Si* 'le 'le 'l' 'le St 'le 'lt «!& 7N Tfr 7N Tfr 7|v 7k vlvMT 7lV7Tc7|v7N7N7tír7nr7N7N7|v?T» Snemma á laugardagsmorgni var lagt af stað frá Haifa, stærstu hafnarborginni í fsrael, sem teygir sig frá Miðjarðarhafinu upp hlíðar Kar- mel-fjallsins. Hátt uppi er Dan Carmel-hótelið þar sem við bjuggum, hópur norrænna blaða- manna á ferð um ísrael í september, þaðan er dýrlegt útsýni yfir höfnina stóru langt fyrir neðan og flóann. Hóteiið er stórglæsilegt og nýtízkulegt með af- brigðum og ekki margra ára gamalt fremur en svo margt annað sem við skoðuðum á ferð okkar í land- inu helga þar sem allt er annaðhvort ævafornt eða nýtt og fátt þar á milli. í Haifa vinna menn í Tel Aviv hafa menn það gott, í Jerúsalem sofa menn, sagði leiðsögumaðurinn þegar við komum til borgar- innar daginn áður. Ekki gat ég betur séð en í ísrael væri allsstaðar unnið og fólkið hefði það hvarvetna gott. Og eitt er víst, að á kibbútzinum sem við kom- um til um kvöldið sofa menn ekki. Ég bað þjóninn um steikt egg í morgunmat í stóra fína veitingasaln- um í Dan Carmel-hótelinu. Ekki hægt, sagði hann. Ha? sagði ég. Sabbat, sagði hann. Á einmitt, sagði ég skilningssljó, soðin þá. Sjálfsagt, sagði hann og hneigði sig. Og kom að vörmu spori með tvö hrá egg í bolla. Ég fór að spjalla við dyravörðinn meðan ég beið eftir samferðafólkinu, gamlan og svolítið visinn. Þetta er afskaplega fínt hótel, sagði ég. Já, sagði hann. Hér bjó Soffía Lóren kvikmyndadís, hafði alveg tvær efstu hæðirnar fyrir sig meðan verið var að gera kvik- mynd eftir bók Lawrence Durrel en hluti myndar- innar gerist á kibbútz. Haifa er næststærsta borgin í ísrael, íbúar 220 þús- und, að mörgu leyti mjög vestræn að sjá, einkum miðhlutinn. Við ökum breiðan veginn til Nazaret. Umferð er sáralítil, enda laugardagur, sabbat, hvíldardagur Gyð- inga. Við stönzum við 2000 ára gömul ólívutré sem enn bera ríkulegan ávöxt og tínum okkur grjótharðar 10 VIKAN 51. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.