Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 11
 grænar ólívur til minia. Við ökum fram hjá steypuröraverksmiðju, olíuhreinsunarstöð, raf- orkuveri og kremverksmiðju Helenu Rubinstein. Og stönzum enn, í feiknastórri skógræktarstöð og hlustum á ofurlítinn fyrirlestur um skógrækt ísraelsmanna. Þarna var talsvert af fólki ( skógartúr. Vakin var sérstök athygli okkar á ruslakörfum sem víða voru hengdar upp. Við erum að reyna þetta, sagði forstjórinn með upp- gjafahreim í röddinni. Þeim í ísrael gengur afar illa að fá fólk til að fleygja rusli á sinn stað, því er fleygt á götur og stræti og úti á víðavangi, eins og sumsstaðar annarsstaðar þar sem maður þekkir til. Svo er komið til Nazaret, en þaðan var Jósep smiðurinn sem fóstraði Jesú son Maríu. Bær- inn er grár til að sjá, jörðin skrælnuð, mikið af undarlega vöxnum kaktusum. Við sjáum tóbaks- ekrur, stóra tóbaksverksmiðju og súkkulaðiverk- smiðju. Víða er unnið að smíði nýrra húsa þótt nú sé sabbat, en í Nazaret eru Arabar í meiri- hluta og þeirra helgidagur er á föstudögum. Við ökum framhjá nýjum hverfum glæsilegra einbýlishúsa. Leiðsögumaðurinn segir okkur, að í Nazaret séu kommúnistar í meirihluta f bæj- arstjórninni en íbúarnir eru um 27.000. Á aðal- götunni er gífurleg þröng manna og allskonar farartækja og Jósúa bílstjóri er f vandræðum að leggja bílnum. Að lokum kemur lögreglu- þjónn upp í bílinn og tekst að hola honum ein- hversstaðar niður. Við göngum fyrst upp á hæðina þar sem Boðunarkirkja Maríu er í smíðum og hefur ver- ið tvö undanfarin ár. Hún kostar fullgerð 40 milljónir dollara, var okkur sagt, verður flott- asta kirkja f löndunum fyrir Miðjarðarhafsbotni. Kristnir Arabar einir mega sýna ferðafólki þá helga staði sem þarna er að sjá, en Gyðingar ekki, og taka 12 ísraelspund fyrir og eru svona 20 mínútur að hespa sýninguna af. Og nú tekur við stjórninni Iftill snaggara- legur kall f gljáfægðum támjóum skóm, hvítri nylonskyrtu opinni í hálsinn með olíugljáandi svart hár og var alltaf að sleikja tvo fingur og strjúka hárið með þeim. Og demantar glóðu á hverjum fingri nema þumalfingrunum. Eins og var kannski eðlilegt um mann sem ætlaði að gera mikið á stuttum tíma þá talaði hann svo hratt að fátt eitt skildist. Fyrst hljóp hann stundarkorn fram og aftur með okkur um það gífurlega gímald sem hin hálfkaraða kirkja er. Þarna voru samtímis á hlaupum margir aðrir hópar ferðamanna, sjálfsagt úr öllum heims- hornum að skoða helga staði. Síðan klöngruð- umst við niður þröngar dimmar tröppur, niður í helli. Þegar allir voru búnir að troða sér inn í hellinn upphóf Arabinn kristni raustina: hér hefst Nýja Testamentið, hér-hér-einmitt hér, sagði hann og benti með gullhringuðum fingr- inum eitthvað út í loftið, kom engillinn til Maríu. Þetta var Iftill og þröngur hellir. Altari var þarna með logandi kertum og hvítur plastdúk- ur breiddur yfir altarisdúkinn. Úti í einu horn- inu stóð munkur í sfðum kufli og hélt á bók, sjálfsagt bænabók, og horfði á aðkomufólkið, þetta hlaut að vera ónæðisamur bænastaður. Nú ruddist niður nýr hópur og okkar maður æpti hátt og klappaði saman lófunum: minn hópur, minn hópur, komið hér, fylgið mér. Við höfðum ekki fyrr troðizt upp á yfirborðið en við urðum að hálfskrfða niður f annan sögustað, annan helli. Hér var trésmíðavinnustofa Jóseps, hér lék Jesú sér oft þegar hann var Iftill, sagði Arabinn. En ég hætti að hlusta og fór að horfa á roskin hjón sem stóðu við hellismunnann upp- stillt og ákaflega alvarleg og ung stúlka var að reyna að taka mynd af þeim, en einlægt var eitthvert fólk að ganga fyrir og þau stóðu þarna enn f Ijósmyndunarstellingum þegar við skriðum aftur upp. Það var líf og fjör á torginu við kirkjuna. Helgir staðir, helgir staðir fyrir eitt pund, æpti einhver í sífeilu. Þarna rétt við var Díönukaffi- barinn, þar keypti ég kort og frímerki, en tímdi ekki að kaupa poka með helgri mold í né flösku með heilögu vatni. Aftur á móti keypti ég kaffi- bolla og svolítið englabrauð með. Enn var ekið af stað, framhjá Kana, þar sem brúðkaupið var forðum og Jesú gerði sitt fyrsta kraftaverk. Við höfðum ekið um fáein Drúsa-þorp á ferð okkar, en hús þeirra voru auðþekkt hvarvetna, þau voru máluð skærum litum bláum og gul- um. í Nazaret sáum við allmargt Drúsa. Þetta er hávaxið fólk og myndarlegt. Konurnar geta verið ákaflega skrautlegar. Ég sá til dæmis unga stúlku í Nazaret, hún var f skósíðum, ermalöngum kjól skærgulum alsettum perlum, hún hafði gullarmbönd upp á miðjan handlegg, kinnarnar voru málaðar eldrauðar og sömuleið- is munnurinn, eins og á trúði. Hún var mjög óhrein á höndunum. Drúsar munu vera álíka margir og við íslendingar, eitthvað umtvöhundr- uð þúsund. Þeir búa í suðurhéruðum Líbanon, í Sýrlandi og um 27.000 búa í (srael. Það þyk- ir ekki sízt athyglisvert við Drúsana að þeim hefur tekizt að varðveita sfn eigin trúarbrögð í þúsund ár hvort sem þeir hafa búið f löndum múhammeðstrúarmanna, kristinna eða Gyðinga. Og þessi trúarbrögð eru jafn leynileg og regl- ur frímúrara. Aðeins fáir útvaldir meðal Drús- anna sjálfra þekkja trúarbrögðin til hlftar, taka Framhald á bls. 39. VIKAN 51. tbl. 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.