Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 14
Framhaldssagsn 6. hluti efftir James Munro Einkapéttup á íslandi Vikan Sagan ©p tileinkuö Bupt og Capoline John Craig er horfinn, það er álltlð að hann hafi farizt þegar bíll hans var sprengdur í loft upp. Það var mágur hans, Charlie Green sem dó. Lögregluna grunar að Craig hafi ver- ið viðriðinn vopnasmygl til Araba- landa. Craig felur sig undir nafninu John Reynolds. Hann fer til Japana sem hann þekkir og lærir Karate. St. Briac heldur að undirmaður hans, Korsíkumaðurinn Cadclla hafi séð fyr- Ir Craig, en þá er eftir að koma að- - Hverjir? — Menn sem eru á móti þeim viðskiptum, sem ég hefi gert. — Þú meinar glæpaflokk? spurði hún. — Nei, sagði hann. — Aðeins drápsmenn. Beztu drápsmenn, sem til eru. Þeir hljóta að vera það. Þeir hafa mestu þjálfunina. — En þeir geta ómögulega vitað, að þú sért hér, sagði hún. — Lögreglan getur komizt að því, sagði hann. — Allt sem þeir þurfa að gera, er að fylgja lögreglunni. — Enginn sá þig koma, sagði hún. — Fólk er stöðugt að koma og fara. Þú ert öruggur hér, elskan. Ég á peninga . . . — Ég líka, sagði hann. — Ég er auðugur maður, Tessa. — Þá geturðu farið burt, sagði hún. — Hvert sem er ( heiminum. Hann yppti öxlum. — Ég er álit- inn dauður nú þegar, sagði hann. — En ég veit ekki, hvort þeir trúa því. Ef ég flý núna og lögreglan kemst á sporið, finna þeir mig líka. Rannsóknin, hugsaði hann. Ef þeir komast að því að þetta var Charlie, og ef vesalings Alice rankar við sér og segir lögreglunni, að hann stoðarmönnum hans Baumer og Rutt- cr fyrir kattarnef. Pucelli á að taka á móti Rutter í Genf. Þar er Ruttcr skotinn til bana. St. Briac felur Cav- alho að drepa Baumer. Craig fer huldu höfði og sér í dagblaði að maður að nafni Altern hafi verið skotinn f Genf og hann veit að það er Rutter. Hann slangrar á miili veitingahúsa í sorg sinni yfir Rutter, hittir frann Dia- mond og vinkonu hans Tessu. Lendir í riskingum, en kemst undan með hafi ætlað að fá bílinn lánaðan og ég hafi verið úti í ávaxtagarðinum, þá leggja þeir til við mig aftur. En það getur verið að þeir viti nú þegar, að þeim hefur misheppnazt. Það getur verið, að þeir séu nú þegar farnir að leita að mér. Ég þori ekki að flýja. Hún sá hve yfirþyrmandi þreytt- ur Craig var, þegar hann hélt á- fram. — Það er bezt fyrir þig að bland- ast ekki í það. Þeir myndu drepa þig líka til að ná mér. Síðast, þeg- ar þeir reyndu, dó annar. En það þýðir ekki, að þeir muni ekki reyna aftur og aftur. Hann lagði hönd sína ofan á hönd hennar; fingur hans sterkir á mjúku, heitu hörundi hennar. Það var þrá í hönd hans, en einnig hlýja, kveðja, ekki aðeins til þess- arar einu stúlku, heldur til alls þess yls og blíðu í lífinu, sem hann gat ekki höndlað. — Ég vildi óska að ég gæti ver- ið, sagði hann. Hún kyssti hann, þrýsti sér að honum, neyddi hann til að elska hana, þar til hann svaraði henni með ákafa sem jafnaðist á við Tessu. Hann getur faiið sig í íbúð Tessu þegar lögreglan kcmur að leita hans, scfur hjá henni, býður henni að fylgja sér í flóttanum, og hún þiggur það, þrátt fyrir áhættuna. Frú Craig hefir ckki dáið, en liggur alltaf með- vitundarlaus á sjúkrahúsinu og lög- reglan hefir komist að því að það var Charlie Green sem fórst í sprenging- unni, að Craig er á lifi og nú er hans lcitað. hennar. Þegar dyrabjallan glumdi, héldu þau ennþá fast hvort um annað, reyndu að neita hljóðinu, en það lét sér ekki segjast, og hún fann höndina á öxl sinni hreyfast, snúa til höfði hennar, svo hún horfði f augu hans, aftur á verði, aftur hörkuleg. — Nei, hvíslaði hún. — Nei. Trúðu mér. Ég gæti ekki. . . Að lokum sagði hann: — Ég trúi þér. Gáðu hver þetta er. Meðan hún gekk fram, renndi hann diskunum hljótt og fimlega í vaskinn og faldi töskurnar sfnar meðal hennar. Þegar hún kom aft- ur, hélt hann á Lugernum. — Það er lögreglan, sagði hún. — Ég verð að opna. — Það er allt í lagi. Reyndu að halda þeim í setustofunni. Og fyrir guðs skuld reyndu að vera hneyksl- uð. Þú ert búin að borga húsaleig- una. Hann fór fram í eldhúsið, og þeg- ar bjallan hljómaði aftur, fór hún fram og opnaði. Það komu bylgjur í letilegan þokka Griersons undan reiði henn- ar. — Hvern djöfulinn viljið þið? spurði hún. — Ég var að koma á fætur. — Frú Harling? spurði Linton. — Já, sagði Tessa. — Hverjir er- uð þið? Linton kynnti sig og Grierson. — Megum við koma inn? spurði hann. — Er það nauðsynlegt? — Það er nauðsynlegt. Mjög nauðsynlegt — fyrir yður, sagði Linton. •— Allt í lagi, sagði hún. — Þarna. Þau fóru inn f setustofuna og Tessa neyddi sig til að líta ekki á eldhúsdyrnar. — Þú sást slagsmál í kærkvöldi, sagði Linton undir eins. - Ég? — Svona nú, sagði Grierson og bauð henni sígarettu. Hún hristi höfuðið. — Allir í Lucky Seven sáu þig, hélt Grierson áfram. — Þú fórst út með náunga, sem heitir Lishman og tveimur kunningjum hans, sem héldu að þeir væru töff. Fjórði mað- urinn var með þér. Hann hét. . . hann smellti með fingrunum. — Mannstu hvað hann heitir? — Já, sagði hún. — Og þú líka. Hann hét Reynolds. — Og sástu hvað hann gerði við þessa þrjá? — Þá það. Þá það. Ég sá hvað hann gerði. — Hvert fórstu svo? — Hingað. — Með Reynolds? — Ertu vitlaus? sagði hún. — Eftir það, sem hann gerði við Eddy Lishman? Ef hann hefði nú Ifka gert það við mig? — Af hverju hefði hann átt að gera það? spurði Grierson. — Þú ert ekkert lík Eddy. — Nei, sagði hún. — Og ég slæst heldur ekki eins og hann. — En það er sagt að hann hafi farið með þér, sagði Linton. — Það er allt sagt, sagði Tessa. — Við gengum saman út á Totten- ham Court Road og svo fór hann. — Leizt honum ekki á þig? — Er það Ifklegt? — Af hverju slóst hann þá við Lishman? — Svona menn þurfa ekki á- stæðu. — Svona hvernig menn? — Brjálæðingar, sagði Tessa. — Heldurðu að hann hafi verið brjálaður? — Hann hlýtur að hafa verið það. Veiztu hversvegna hann gerði — þetta? Grierson hristi höfuðið. — Vegna þess að Lishman vildi fá hann f partý en hann vildi fara heim. Hálfdrap þá þrjá. Hann hlýt- ur að hafa verið brjálaður. — Heim? Tessa áminnti sig um að fara varlega. — Svo sagði hann. — Á hann þá heima í London? — Hann minntist ekkert á það, sagði Tessa. — En hann hlýtur að gera þaðl Að minnsta kosti lítur út fyrir, að hann eigi heima hér. VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.