Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 25

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 25
ATRiÐl MARGIR KARLMENN ERU MISLYNDIR OG ÁHRIFAGJARNIR. UM LEIÐ OG ÞEIR ERU KOMNIR MEÐ HRING Á BAUGFINGUR, FARA ÞEIR AÐ SJÁ PIPARSVEINSÁRIN í RÓMANTÍSKU LJÓSI. ÞEIR FARA ÞÁ OFT AÐ HORFA ÚT UNDAN SÉR Á FALLEGA LAGAÐA FÆTUR ANNARA KVENNA, - ÞAÐ ER AÐ SEGJA ÞAÐ GETUR KOMID FYRIR. ÞÁ ER UM AÐ GERA AÐ BYRJA STRAX Á ÞVÍ ERFIÐA STARFI, AÐ ALA ÞÁ UPP, EF ÞIÐ VILJIÐ HALDA í ÞÁ. 1. ATRIÐI A8 taka þátt í áhugamálum hans. Ef hann er áhugasamur um fótbolta, skaltu læra allt sem þú getur um fótbolta. Lestu íþróttasíður blaðanna og reyndu að fylgjast með kappleikjum og bjóddu upp á brauð og öl, þegar fótboltaleikir eru sýndir í sjónvarpi. Ef að honum þykir gaman að aka bíl, leika sér að model-flugvélum, eða þá að kasta skutlu í mark, skaltu ekki láta neina vanþóknun á þér sjá, látta bara eins og að þér þyki gaman að þessu líka. Klæddu þig í sportföt og settu háhæluðu skóna og þrönga kjólinn inn í skáp. 2. ATRIÐI Reyndu að vera lagleg og snyrtileg, líka á morgnana! Þrír töfrandi náttkjólar geta verið eins góð eign og fallegur dagkjóll. Ef þú ert geð- vond í morgunsárið, skaltu fara fyrr en hann á fætur, svo að þú verðir búin að jafna þitt skap, þegar að hann vaknar. Byrjaðu aldrei á því að þrefa á morgnana, þá komizt þið bæði í vont skap. 3. ATRIÐI Vertu snyrtiieg við morgunverðarborðið! Ef þú ert með rúllur í hárinu, þá hafðu yfir þeim þar til gerða hettu eða fallegan klút, og maðurinn þinn verður þér eilíflega þakklátur. Reyndu að koma því þannig fyrir að þið getið borðað morgunverðinn saman í friði og ró, þá verður dagur- inn miklu þægilegri, það sem eftir er af honum. 4. ATRIÐI Komdu honum oft á óvart, með því að breyta útlitinu. Það er hægast að gera með því að breyta um hárgreiðslu. Þótt þú sért búin að fá gift- ingarhring, máttu ekki gleyma því, að það eru til hárgreiðslustofur. Eigin- maðurinn vill gjarnan vera hreykinn af vel snyrtri og faliegri eiginkonu. 5. ATRIÐ I Hafðu gát á öllum stundum, sem þið getið átt notalegar, tvö ein! Sunnudagsmorgnarnir eru mjög hentug stund. En blessuð lofðu honum að færa þér kaffi í rúmið. Hann verður líka að fá tækifæri til að dekra við þig . . . 6. ATRIÐI Haltu fast við persónuleika þinn! Gefðu ekki upp á bátinn vini þína og þau áhugamál sem þú hafðir, áður en þú giftir þig. Lestu dagblöðin og reyndu að fylgjast með því sem skeður í heiminum, jafnvel þótt þér finnist að þú hafir ekki tíma til þess. Láttu hann passa börnin einstaka sinnum, þegar að þú ferð út með vinkonum þínum. 7. ATRIÐI Gleymdu því ekki að ilma alltaf vel! Það eykur persónuleikann að hafa sinn eigin ilm. Karlmönnum þykir þægilegt, að konur ilmi vel. Lofaðu honum jafnvel að vera með, þegar þú velur ilmvatn, og sparaðu ekki ilmvatn og kölnarvatn! Notið eitthvað af því daglega og berið það á húðina, þar sem slagæðarnar liggja utarlega. Og, — þegar að hann fer í ferðalag, láttu þá dropa af ilmvatninu þínu í vasaklútana hans . . . 8. ATRIÐI Hirtu ekki eingöngu andlit þitt, mundu eftir að hirðá allan líkamann. Notaðu stundarfjórðung á hverjum morgni til leikfimiiðkana, eða farðu í frúarleikfimi. Þótt þú vinnir ekki úti, láttu þá ekki freistast til að borða afganga úr eldhússkápnum. Mundu eftir línunum! 9. ATRIÐ I Littu ekki út eins og fuglahræða, þegar þú vinnur heimilisverkin. Það er mjög áríðandi að eiga þokkaleg vinnuföt, jafnvel þótt þú vinnir heima hjá þér. Nokkrir laglegir bómullarkjólar duga. Mundu líka eftir að mála varirnar! 10. ATRIÐI Láttu hann ekki gleyma þér á daginn. Stingdu einhverju sem honum þykir gott, eða kannske góðum vindli, í vasa hans. En fyrir alla muni, hringdu ekki til hans á vinnustað, nema að það sé alveg nauðsynlegt. Hann gæti orðið ergilegur! 11. ATRIÐI Reyndu að setja þig inn í starf hans! Karlmönnum þykir gaman að tala um sjálfa sig og starf sitt. Þar átt þú að vera góður áheyrandi og trún- aðarvinur! Ekki laglegasta stúlkan á skrifstofunni. Láttu hann líka fá hlutdeild í þínu starfi, en mundu bara eftir því að tala ekki um hve marga glugga þú hefir hreinsað yfir daginn! 12. ATRIÐI Gleymdu píslarvættissvipnum! Hann er ekki klæðiiegur! Rausaðu ekki um hve þreytt þú sért. Biddu hann heldur að hjálpa þér. Og mundu, að það getur beðið að tala um nýjar gallabuxur fyrir Lillu og nýja kaffi- bolla. 13. ATRIÐI Hugsaðu vel um fötin þín. Ef að þið eruð borðin út, byrjaðu þá ekki Framhald á bls. 48. VIKAN 51. tbl. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.