Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 26

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 26
EE1 Greta HÁTÍÐ HJARTANS. Árin liSu — oi Þyrsti mig í þokka og yndi, alltaf hug min þegar ég var barn, — ýmiss konar oi eins og fleiri ungir sveinar urSu aS vikja ævintýragjarn. ÞaS eru menn, Leiddist mér í langnættinu. og helgar bæk Ljós ég þráði og sól. En hiklaust mc Þá var yndi ungu hjarta að eiga í vændum — jól. hafirSu i kjarn Jólin komu. Bros og birta Og aldrei jólin breiddist yfir jörð. mátt sinn eSa ÞeS var eins og englar góSir ÞaS er engin 1 alls staSar héldu vörS, sem kveikir þe um sálir bæSi og salarkynni. heldur göfgur Allt söng um GuS og Krist. KristseSlinu fró Ævintýri himneskt hafSi mannlegs hjar heiminn loksins gistl Ijóss- og himii Það er eitt einkenni austrænna trúarbragða og austrænna fræða, að mikið er þar um tákn og líkingar, sem samkvæmt hlutarins eðli á ekki að skiljast bókstaflega. Kristindómurinn, sem er austræn trúarbrögð, er hér ekki undanskilinn. Og æði margt í jólaboðskapnum er líkingamál, þó að sumt kunni og að vera söguleg sannindi. Á rás aldanna hafa og hlaðist utan um jólahátíðina ýmsir táknrænir siðir. Skulum vér nú athuga sumt af þessu nokkru nánar. Það er í fyrsta lægi vitað, að jólahátíðin er ekki fæðingarhátíð Jesú Krists, þó að hún sé látin vera það eða haldin sem slík. Eitt af hinu fáa, sem kristnu guðfræðingunum ber saman um, er það, að Jesús sé ekki fæddur á þessum árstíma, að vetrarlagi, heldur sennilega að vori, (í apríl eða ma(), og var þetta á vitorði allra kristinna manna á fyrstu öldum kristninnar. En seinna tóku kristnir menn jólahátíðina eins konar eignar- námi frá heiðnum mönnum og ákváðu, að 25. desember skyldi hátíð- legur haldinn sem fæðingardagur Jesú. Þetta mun verið hafa á 4. öld eftir Krists burð. f frumkristninni var yfirleitt litið á það sem heiðinn sið, er ekki væri kristnum mönnum samboðinn, að halda upp á fæðingardag eins eða annarra, og þess vegna var fæðingardags Jesú aldrei minnzt, enda féll hann í algjöra gleymsku. — En í heiðnum sið, bæði í Róm og síðar ( hinum norðlægari löndum, var haldin miðsvetrarhátíð til þess að fagna því, að sólin og Ijósið tóku að vinna á og reka myrkrið á flótta. Með Rómverjum var 25. desember nefndur „dies invieti solis", dagur hinnar ósigruðu sólar. Með því að þoka til hliðar hinum heiðnu hug- myndum um sólguðinn og sigur hans yfir myrkravöldunum og láta helgi- söguna um fæðingu Jesú koma ( staðinn, vildu kristnir menn leggja áherzlu á hina heimssögulegu þýðingu fæðingar Jesú. Jesús var hin upprennandi sól, Ijósgjafinn mikil, er lýsti heilum heimi. „í myrkri Ijómar lífsins sól", segir í jólasálminum. Er nú hér um sannleika að ræða? Eða eru þetta öfgar einar, ýkjur oftrúarmanna, er vilja fá sem flesta aðra til þess að falla fram og tilbiðja hið sama og þeir sjálfir? — Hafði fæðing Jesú þessa heimssögulegu þýðingu? Þessum spurningum er ekki auðvelt að svara ( stuttu máli, svo að fullnægjandi sé, og raunar ómögulegt, en tilraun skal gerð til að varpa einhverju Ijósi yfir viðfangsefið. Því verður ekki neitað, að Jesús gnæfir yfir flesta trúarhöfunda, er sögur fara af. En hér er um meira að ræða en persónulega yfirburði, enda er allur mannjöfnuður æfinlega hæpinn, og þv( varhugaverðari sem lengra er komið þroska þeirra, sem saman eru bornir. Til þess að skilja til hlýtar það, sem hér er um að ræða, held ég að vér verðum að flýja á náðir líkinganna, fá að láni lykil þeirra og freista að opna með honum það, sem ella væri ef til vill meira eða minna lokað. Því er haldið fram í guðspekilegum fræðum, að fæðing Jesú og allir helztu atburðirnir í lífi hans, eins og frá þeim er sagt í Nýja Testamentinu, séu ekki fyrst og fremst sögulegir viðburðir, heldur líkingafrásagnir um þroskaferil mannssálarinnar yfirleitt. Einmitt þess vegna verður Jesús það, sem Englendingar nefna „our great Exem- plar", — hin mikla fyrirmynd vor — því að ef vér lítum á þessar frásagnir í þessu Ijósi, getum vér miðað vorn eigin þroska við þær, litið á þær sem leiðarmerki og áttað oss á þv(, hvar vér erum staddir. Talað er ( þessu sambandi um sjö höfuðviðburði ( lífi Jesú, er allir samsvari 7 óhjákvæmi- legum áföngum í þroskasögu mannssálarinnar. Áfangar þessir eru stund- um nefndir „vígslur", en eru í rauninni ekki annað en ákveðin reynslu- stig, er menn verða að taka í hinni dulrænu reglu lífsins sjálfs. Hér verður aðeins rætt um fyrsta áfangann á þroskaleiðinni, áfangann, sem táknað- ur er með fæðingu Jesú. Hvað táknar þá fæðing Jesú frá þessu sjónar- miði? Hún táknar fæðingu einingareðlisins í mannlegri sál, samvitundar 2g VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.