Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 28
Qlcdilcg iól! EF ÞÉR VILJIÐ VEITA YÐUR OG GESTUM YÐAR ÚRVALS MÁLTÍÐIR, FULLKOMNA ÞJÖNUSTU OG HLÝLEGT UMHVERFI ÞA VELJIÐ ÞÉR ÖRUGGLEGA NAUSTIÐ Táknmál jólanna Framhald af bls. 27. töfrum hennar og fegurð, mætir aldrei neina, sem fyrir ber, ein- göngu ó grundvelli dagsins i gær, en sér alltaf í því eitthvað nýtt — til að undrast. Það er vegna þessa, að allt skrautið og Ijósadýrðin, sem vér umkringjum oss með um jólin, ó rétt ó sér fró tóknfræðilegu sjón- armiði. Það eru gjafir til Jesúbarns- ins, er samsvara gjöfum vitring- anna fró Austurlöndum. Það er ytri tjóning þess, að vér kunnum að meta barnið, hina eilífu æsku mannssálarinnar. Það er fórn vor á altari fegurðar, vors og vona. I jólaguðspjallinu er sagt frá því, að englar hafi birzt „hjarðmönn- um" nokkrum og boðað þeim fæð- ingu Jesúbarnsins. Telja sumir, að með „hjarðmönnum" þessum sé átt við kennimenn eða andlega fræð- ara, en á líkingamáli Austurlanda, voru slíkir menn oft nefndir hirðar eða hjarðmenn. Af ýmsum ástæðum þykir mér þetta líklegra. Um engl- ana er það að segja, að ekkert er því til fyrirstöðu, að ósýnilegar ver- ur hafi birzt í sambandi við þenn- an atburð, enda virðist Jesús Krist- ur hafa haft — eða getað haft — samband við engla. Sagt er að englar eða himneskir sendiboðar hafi birzt og boðað fæðingu fleiri trúarbragðahöfunda, t.d. Buddha. Þessir andlegu fræðarar mannkyns- ins lifðu allir í miklu nábýli við æðri heima og sóttu þangað inn- blástur og andagift. Til er sú skýr- ing á frásögninni um englana, að þeir hafi verið fagrar hugsanir „hjarðmannanna" eða hinna and- legu fræðara um atburð þann, er þeir gerðu ráð fyrir, að ( vændum væri. Dulfræðingar vita, að „hugs- anir eru hlutir", eins og komizt er að orði, og að fagrar hugsanir geta stundum tekið á sig hinar feg- urstu myndir — og birzt jafnvel sem engilverur. — Mér finnst þetta hugnæm kenning, og ég hygg, að hún sé sannleikur. En hvað sem því líður, vil ég ekki hugsa mér til- veruna svo fátæka, að ekki geti verið til margskonar lifandi verur, aðrar en mennirnir, er séu í manns- gerfi, og því ef til vill miklu full- komnari og fegurri en vér menn- irnir, enda segja dulfróðir menn líka, að svo sé. A jólunum er einnig, eins og allir vita, enn í dag gert ráð fyrir dulrænum heimsóknum ósýnilegra vera. A ég þar meðal annars við „jólasveinana" svonefndu. Þeirfæra börnunum gjafir og koma „ofan af fjöllunum", þ.e.a.s. af hærri tilveru- sviðum. I gamla daga var talað um „jólaköttinn", sem átti að éta þau börn og jafnvel fullorðna líka, er ekki fengju neina nýja flík um jólin. Allt miðaði þetta að því að örfa kærleikshugarfar manna á þessari hátíð, gjafmildi þeirra og góðleika, og að því að tryggja, að sem fæstir yrðu út undan. Frá því segir í Nýja Testament- inu, að vitringarnir frá Austurlönd- um „hafi séð" stjörnu Jesú og hafi hún leiðbeint þeim til Betlehem. Auðvitað er hér verið að segja frá því, að þeir hafi verið stjörnuspek- ingar og lesið í stjörnunum, að von væri mikillar sálar til jarðarinnar. En þetta getur og táknað annað og gerir það vafalaust. Hvað þýð- ir „stjarna" manns f andlegum skilningi? Hún táknar æðstu hug- sjón hans, „geisla" hans, eins og hún er stundum nefnd í austrænum fræðum, það, sem hann telur lífs- UhTGFRÚ YND1SFRÍÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá. N Ö A. HVAR ER ORKIN HANS NOAI I>aS er alliaf sawl JeUrarlim f hínnl Thd- lifrfS okkar. Hön hefnr fallB Srklna hane N6a elnhvers itaffkr 1 hlaBtnu 'oe helttr góSum verShumum handa þeim, aem getur fundtS Urklna. TerSIannln.ern eUr kon- fektkassl, follnr af heita konfektl, eg framleiStnSJnn er auSvttaS SælgœttigerS- Jn USl Nafn VTeliAm ötJdn W A Uf> SÍS&rt er ðregis var hlaut verSlannlm Jón Einarsson, Lækjargötu 12, Hafnarfirði. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 51. tbl. VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.