Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 33

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 33
svona ákaft í að skaða fólk, sem ekkert hefur gert Því. — Það er eitthvað við þig, sem vekur hatur teprulegs fólks, sagði Marie-Agnés hugsi. Þær töluðust við í gegnum trégrind, þar sem nunn- unum var ekki leyft að fala við utanaðkomandi fólk án slíkrar grindar. — Hvað ráðlagði Monsieur de Solignac þér að gera? spurði hún aftur. —■ Að fara heim og lifa fyrirmyndarlífi, fjarri skemmtunum hirð- arinnar. —• Gerðu einmitt þvert á móti. Farðu beint til Versala eins fljótt og þú getur og heimtaðu að fá að hitta kónginn. —• En ef þessi fyrirmæli reyndust rétt, ætti ég á hættu að vekja reiði hans hágöfgi. —• Þú getur tekið þeirri áhættu, sagði Marie-Agnés léttilega. — Það er enginn sá til, sem ekki veit, að kóngurinn er brjálaður í þig. 1 raun og veru er reiði hans aðeins aðferð til að sýna hina konunglegu af- brýðisemi, og Madame de Choisy eða Solignac hafa einmitt hrært upp að ef ég get einhvern tima gert meira til að bæta fyrir brot mitt en að ganga í klaustur, skal ég ekki hika við að gera það. Það fór hrollur um Angeliaue ,þegar hún gekk niður eftir götunni frá Mont Sainte-Geneviéve. Nú var komin götuljós í París. La Reynie, nýji yfirlögreglustjórinn, hafði ákveðið að gera það sem hægt var til að gera París að bjartari og hreinni borg, þar sem heiðarlegar konur gætu látið sjá sig úti eftir að nóttin var fallin á. Hér og þar voru stór- ar luktir með mynd af hana, tákni vökunnar, og vörpuðu um sig skær- um öryggiskenndum Ijóma. Hvenær, hugsaði Angelique, myndi La Reynie takast að lýsa upp hina dimmu nótt haturs og glæpa, sem grúfði yfir borginni? Hún hugsaði um þann heim, sem árum saman hafði flotið í blóði sínu og freistingum, svölun og skelfingu. Hvor myndi vinna, liðsveit ljóss eða myrkurs? Myndi ekki eldur himinsins eyðileggja þessa spilltu borg, vegna þess að þar var enginn réttlátur fundinn. Trúnaðartraust systur hennar 225 NYTTJ Diplomat vindill: Glæsilegur mjóf vind- ill, sem i einu hefur fínan tóbaksilm og þægilega mildi. Lengd: 130 mm. Danish Whiífs smávindill: Sérstaklega mildur, mjór smávindill, sem er reyktur og virtur víða um lönd. Lengd: 95 mm. SKANDINAVISK TOBAKSKOMPAGNI Leverandor til Det kongelige danske Hof í henni núna. Taktu aftur þína fyrri stöðu. Það er sagt, að þú sért eplið á trjátoppnum fyrir Sólkonunginn, og að dyggð Þín hafi stað- izt jafnvel árásir hans. Svo þarft þú að leggjast með útlaga, sem ekki á grænan eyri, og lögregla konungdæmisins er að leita að. Þú hefur lítillækkað konunginn, þú hefur lítillækkað ofstækismennina og þú hefur iítillækkað allan heiminn á skammarlegan hátt. 1 stuttu máli sagt. Þú hefur eyðilagt allt. —■ Marie-Agnés! Eftirtektargáfa þín kemur mér á óvart. Þú álítur mig bjána, og þú hefur rétt fyrir þér. Ef ég aðeins hefði þig með mér við hirðina, til að veita mér ráð! En þú heldur fast við þitt og skilur alla þína keppinauta eftir, móða og másandi, eða blóðuga eftir neglur þínar. Eg skil ekki, hvað þú ert að gera i þessu Karmelítaklaustri. Þegar þú ákvaðst að taka blæjuna, var ég viss um, að þetta væru aðeins skammvinnir duttlungar, en þú hefur haldið fast við það. 1 hvert skipti, sem ég horfi á þig eða hlusta á þig, kemur mér það jafn mikið á óvart, að vita þig í nunnubúningi. — Af hverju kemur það þér á óvart? Hún lyfti höfðinu. Gul birtan af sveru kerti lýsti stór, opin augu hennar. — Ég eignaðist barn, eins og Þú mannst, Angelique. Ég er móðir, og það varst þú, sem komst i veg fyrir að ég dæi af því. En hvað kom fyrir barnið mitt, son minn? Ég skildi hann eftir hjá Malvoisin, norn- inni þeirri. Stundum hugsa ég um þennan saklausa litla líkama, mitt eigið hold og blóð, sem ef til vill hefur verið fórnað á altari djöfuls- ins hjá kuklurum Parisar. Ég veit, hvað þeir gera í sínum svörtumess- um. Fólk kemur til þeirra til að leita hjálpar í ástum, eða í leit að völdum og peningum, eða vegna þess að þeir óska einhverjum dauða eða sjálfum sér heiðurs og þá er haldið þetta djöfullega afskræmi af messu. Ég hugsa um drenginn minn.... þeir hafa gegnumstungið hjarta hans með langri nál, til að soga úr honum blóðið og blanda því saman við úrgang, til að gera ógeðslega afskræmismynd af hinni hei- lögu kvöldmáltíð. Þegar mér verður hugsað til þess, verður mér ljóst, hafði vakið með henni ótta, sem þrengdi að henni. Hún fann ógnun á allar hliðar. , Fáeinir tryggir þjónar buðu hana velkomna til Hotel de Beautreillis. Hinir voru flúnir. Af óreiðunni og ástandinu heima hjá henni gat hún dæmt um, hvílíkan skaða hin konunglega ónáð hafði valdið. I fyrsta sinn tók hún að hafa áhyggjur af Florimond. Barbe sagði henni, að þau hefðu ekki fengið neinar fréttir af drengnum. Allt sem hún vissi, var að hann hafði misst stöðu sína i Versölum. — Brtu viss? spurði Angelique skelfd. Myndu þeir ráðast á Florimond næst? „Sverðfinnur" Malbrant og Lesdiguiéres djákni voru hvergi finn- anlegir. Gilandonstúlkurnar höfðu yfirgefið staðinn. — Það var ágætt! Ég er viss um, að það voru Þessar smástelpur, sem sviku mig. Charles-Henri starði með stórum, bláum augum á móður sína. Hana langaði að taka hann i fangið og þrýsta honum að sér, þar sem hann var það eina, sem hún átti eftir í heiminum, en hún afneitaði slíku veikleikamerki. Hún fylltist dapurleik, þegar hún horfði á barnið. Til hver var að fæða börn í heiminn og tvöfalda þannig kvöl sina við að sjá þau þjást vegna síns eigin ófullkomleika? Hún lokaði sig inni i sínu eigin herbergi og tók með sér flösku af plómukoníaki, sem myndi hjálpa henni að eyða dapurleikanum og veita henni orku til að halda leiknum áfram. Litlu síðar kraup hún hálfdrukkin við fótagaflinn. — Ó guð, ef eldi himnanna lýstur niður í þessa borg, miskunnaðu mér þá! Hjálpaðu mér! Leiddu mig til hinna grænu haga, þar sem ástvinur minn bíður mín! 23. KAFLI Versalir voru baðaðir í ljósi. Ylur og vorljós aprildagsins umlukti höllina hinu rósguilna myrkri, sem aðeins sést í löndum, sem þekkja fögnuð dolce far niente. VIKAN 51. tbl. gfj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.