Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 34
Silver Gillette—þægilegur rakstur með rakblaði, sem endist og endist Jól trésmiðsins Framhald af bls. 21. ekki beðið fyrir öllum skarkalanum þarna úti. Og hinn óguðlegi eigin- maður minn tekur betlikerlingu fram yfir blessað Jesúbarnið og lætur það ekki einu sinni hafa ró og næði í vöggunni sinni — guð veri hans syndugu sál miskunnsam- ur. Þegar sólin kom upp á jóladags- morguninn, gnauðaði vindurinn enn á húsþökunum og feykti snjónum til og frá. En þakið á húsi Stuttu- Möngu var nú aftur orðið heilt. Þar logaði eldur á arni, og ekkjan og börnin hennar voru nú aftur kom- in heim til sín. Smiðurinn lá á rúminu sínu í öll- um fötunum — líka stígvélunum — og hraut hjartanlega. Konan hans stóð í dyrunum og virtihann fyrir sér með augljósri vanþóknun. Hún gat sjálf ekki notið neinnar hvíldar. Hún var óhamingjusöm og óróleg. Aður en hin heilaga há- messa byrjaði, skundaði hún heim á prestsetrið, en gat varla komið orði upp fyrir ekka. Mikil ógæfu- kona var hún, heppnaðist henni að lokum að stama fram, að eiga slíkan eiginmann. Að vísu var hann venjulega dagfarsgóður og iðinn, en hann hafði bara enga trú, alls enga! Þó að hún lifði í hundrað ár, myndi hún aldrei gleyma þess- ari nótfu. — Hann las ekki faðir- vorið eitt einasta skipti né bauð Jesúbarnið velkomið með svo mik- ið sem einni lítilli bæn. Hvernig ætli fari að lokum fyrir svona manni? Og í dag munu menn ganga hús úr húsi og segja hver öðrum, að aldrei hafi þeir heyrt neinn blóta og ragna eins hræðilega og mann- inn minn á heilagri jólanóttu. Þér hljótið líka sjálfur að hafa heyrt þetta eftir aftansönginn, hágöfugi herra! Ég er alveg eyðilögð. Presturinn spennti greipar og brosti vingjarnlega til hinnar sár- hryggu konu. — Að vísu heyrði ég eitthvað, sagði hann, — en ég hélt að það væri bæn. — Bæn, stundi hún upp, um leið og hún lyfti höndunum, spennti greipar hátt yfir höfði sér og lét þær síðan falla máttlausar niður, eins og hún hefði fengið slag. Kæra frú, sagði presturinn. — Sumt fólk biður mjög sérkennilega, til dæmis Gyðingar. Þeir vefja bænabeltinu sínu um höfuð og —• Hversu fagrir eru Versalir! sagði Angelique við sjálfa sig í hrifn- ingarákefð. Hún hafði náð sér að mestu. 1 Versölum varð ekki hjá þvi kom- izt að trúa á miskunn guðs og konungsins, sem í sameiningu höfðu skapað þessa dýrð. En eitt var víst: de Solignac hafði ekki verið að ýkja, þegar hann sagði Angelique að henni væri fyililega útskúfað frá hirðinni, þar til henni hefði verið boðið þangað formlega. Samt sem áður hafði henni heppnast að koma boðum til Bontemts, og þegar hann hitti hana skammt frá Clagny tjörninni, staðfesti hann bannið. — 1 nokkra daga þoldi hans hágöfgi ekki einu sinni að heyra nafn yðar, og við urðum að gæta þess að nefna yður ekki frammi fyrir honum. Þér móðguðuð hann sárlega, Madame. Ég held þér vitið hvernig. — Ég er að veslast upp, Bontemps. Fæ ég ekki að hitta konunginn? — Þér getið ekki verið með sjálfri yður, Madame. Ég sagði yður, VIKAN 51. tbl. að hann þyldi ekki einu sinni að heyra á yður minnst. — En ef hann hittir mig, Bontemps, og þér hjálpuðuS mér til að hitta hann, vitið þér ekki, hvað það myndi þýða fyrir yður.... hafið þér ekki grun um það? Yfirþjónn konungsins neri á sér nefbroddinn, meðan hann hugsaði málið. Hann þekkti húsbónda sinn betur en skriftafaðir hans, og hann vissi einnig, hvað langt hann mátti ganga, án þess að falla í ónáð. — Auðvitað, Madame, skal ég gera mitt bezta til þess, að þér getið hitt hans hágöfgi leynilega. Ef þér getið fengið hann til að fyrirgefa yður, mun hann fyrirgefa mér. Hann ráðlagði henni að bíða í Þetisarhellinum, sem var yfirgefinn þennann dag, vegna þess að öll hirðin var á bökkum stóra skurðsins, að horfa á flota af galeiðueftirlíkingum. Framhald í nœsta blaði. Öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.