Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 40
HÓTEL BORG Um leið og við sendum öllum okkar viðskiptavinum nær og fjær okkar beztu jóla og nýjársóskir með þökk fyrir ánægjuleg vi9- skipti, viljum við minna á okkar sérstaka hátíðakvöldverð, sem framleiddur verður á nýjárskvöld. Einnig er kvöldverður framreidd- ur á aðfangadag kl. 6-8 - svo og jóladag á venjulegum mat- málstíðum. - Eins og venjulega verður dansleikur á gamlárskvöld. Kaupmenn - kaupíélög JÓLAVINDLARNIR I ÁR KOMA FRÁ DANMORKU, HOLLANDI, U. S. A., SVISS OG JAMAICA. ÁFENGIS- OG TÖBAKSVERZLUN RÍKISINS Skrifstofur: Borgartúni 7, simi 2 42 80. sögðu okkar að nú ynnu um 2000 ungir Danir ó samyrkjubúum í ísrael, aðallega stúlkur. Þær greiða siólfar ferðakostnaðinn, vinna síð- an á samyrkiubúi í þrjá mánuði og fá svo ókeypis ferðalag um Israel, mig minnir 10 daga ferð. Þær létu hið bezta af sér og sögðu okkur að miög væri eftirsótt að komast á samyrkjubú í ísrael í nokkra mánuði og einhverjar þeirra höfðu verið á biðlista í meira en eitt ár áður en þær komust til fyrir- heitna landsins. Á kibbútzi vinna allir, sagði leið- sögumaðurinn þegar við renndum í hlaðið, þeir hafa sérstaka ánægiu af að setja gamla kibbútznikka eins og ráðherra eða þingmenn í upp- þvottinn þegar þeir koma í heim- sókn. Ykkur má kannski nota til að gefa hænsnunum. En ekki vöppuðu neinar hænur í hlaðvarpanum á þessum bæ, það- an af síður að maður sæi mykju- haug eða ryðgaðar landbúnaðar- vélar úti í móum. Við augum blöstu fallegar, nýtízkulegar byggingar og stórkostlegir skrúðgarðar þar sem léttklætt fólk reikaði um og teygaði ilminn; kannski var maður kominn í Paradís? Þessi kibbútz er einn af 14 1 landinu sem stunda greiðasölu. Þarna voru 12 gestahús í stórum fögrum garði, ! hverju eru átta tveggja manna herbergi, öll með baðherbergi og öll með sérinngangi. Herbergin eru mjög vistleg, lát- laus, öll loftkæld og þarna kostar sólarhringsdvöl um 400 íslenzkar krónur, fæði og húsnæði. — Við snæddum mikinn og góðan mat í hlýlegum veitingasal í sérstöku húsi þar sem einnig er minja- gripasala. í garðinum þar skammt frá var lítið sýningartjald, þangað fórum við eftir matinn og sáum skugga- myndir af kibbútzlífi. Roskin kona svaraði spurningum, hún var f grænum sumarkjól. Hún var frá Bandaríkjunum og hafði búið þarna og fjölskylda hennar í mörg ár. Hér eru allir jafnir, sagði hún, smalinn og læknirinn, kokkurinn og kibbútzstjórnandinn. Hér á enginn neinar séreignir. Allir eiga allt sam- eiginlega. Hér vinna menn eftir getu og fá hlutdeild í arðinum eft- ir þörfum. Sósíalismi? Jú, auðvitað. Allir eiga jafnan rétt á að skifta með sér arði vinnunnar, án tillits til þess hve lengi þeir hafa starfað á kibbútzinum, og konur jafnt og karlar. Samyrkjubú eins og kibbútz- inn þekkist hvergi í heiminum, sagði sú grænklædda. Hebreska orðið kibbútz þýðir hópur. Fólk sem býr á kibbútzum er kallað kibbútznikkar ( (srael. Fyrsta samyrkjubúið, Deganya, í Jórdan-dalnum, nálægt Geneseret- vatninu, var stofnað 1909. Það gerðu 12 ungir Gyðingar frá Aust- ur-Evrópu. Samyrkjubúin eru nú 228, á hverju búa 30 til 2000 manns, alls milli 80.000 og 90.000. Þetta fólk framleiðir meira en þriðjung allra landbúnaðarafurða ísraels, enda búskapurinn þarna strang-vísindalegur. Okkur var sagt, að það hefðu ekki verið bændur úr öðrum löndum sem stofnuðu sam- yrkjubúin heldur menntafólk og borgarfólk, — fólk sem hafði þá hugsjón að endurreisa fyrirheitna landið, skapa þar nútímaþjóðfélag, og ekkert gat stöðvað það, vatns- skortur, eyðimerkur né óvinir á alla vegu. Á mörgum samyrkjubúum fást menn við fleira en landbúnað, vísindalegar athuganir hafa leitt í Ijós að það gefur góðan arð að leggja stund á einhverja iðngrein alls óskylda landbúnaði. Allmörg samyrkjubú á ströndinni stunda fiskveiðar og fiskirækt, önnur fram- leiða mótorhjól eða starfrækja nið- ursuðuverksmiðjur. Samyrkjubúin hafa með sér samtök og þau hafa mikil áhrif í verkalýðssambandinu (Ffistadrut). Þessi samtök eiga í félagi ýmsar eignir. Ayelet Hashahar er meðal elztu kibbútza landsins, stofnað 1915 af ungu fólki frá Rússlandi. Þá var auðvitað ekki stingandi strá þarna og ekkert vatn og staðurinn mjög einangraður. Fyrstu brunnarnir voru grafnir milli 1920 og 1930 og síð- an hefur verið nóg vatn. Þarna búa nú 410 manns, þriðjungur fæddur á samyrkjubúinu. Alls er þarna fólk frá 20 þjóðlöndum: Mið-Evrópu- löndum, Póllandi, Rússlandi, Mið- jarðarhafslöndum, Bandaríkjunum. Unga kynslóðin er ísraelsmenn og talar hebresku sem sitt móðurmól. — Samyrkjubúið er einn stærsti ávaxtaframleiðandi landsins, auk þess stunda menn þarna fiskirækt, bókband að ógleymdum gistihúsa- rekstrinum. Einhver spyr um vinnutilhögun. Jú, vinnudagurinn er átta stundir fram að fimmtugu. Þá styttist hann, en allir halda áfram að vinna einhverja stund á dag meðan þeir geta. Og börnin byrja snemma að vinna tiltekna tíma á dag, t.d. vinna ellefu ára börnin tvær klukku- stundir á dag. Og síðan lengist vinnutíminn unz þau verða full- gildir félagar 18 ára að lokinni skólagöngu. Menntun stendur á mjög háu stigi á samyrkjubúunum. Hin stærri hafa eigin skóla, hin minni sameinast um skóla. Á mörg- um samyrkjubúum eru hljómsveitir ágætar og söngkórar, leikhús á- hugamanna, dansflokkar. Maður varð hvarvetna var við að kibbútz- nikkar njóta mikillar virðingar í ísrael. Þeir voru fremstir t flokki í Haganna fyrir frelsisstríðið og síðan meðal æðstu manna landhers, flug- hers og flota ísraels, — mig minn- ir að um 70% þingmanna landsins hæli sér af því að vera kibbútz- nikkar, margir þeirra eru í utan- ríkisþjónustunni, í ráðherraembætt- um (t.d. Ben-Gurion), og fremstir í flokki landbúnaðar- og iðnaðar- samtaka og í verkalýðssambandinu. Þá eru ýmsir listamenn landsins kibútznikkar, málarar, tónlistamenn, rithöfundar. í stuttu máli hefi ég það fyrir satt að hvergi í heimin- um standi menntun á jafn háu stigi VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.