Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 41
I í sveit og á samyrkjubúunum í ísrael. Svo er farið að tala um pen- inga. Við notum ekki peninga, sagði konan, nema í viðskiptum við fólk utan samyrkjubúsins. Hér fá allir allt sem þeir þurfa endurgjalds- laust. Allt? Já, hér er matsalur þar sem allir fá þrjár máltíðir á dag — og langi einhvern í aukabita, fer hann bara í eldhúsið. Jú, auðvitað fá allir sama mat. Húsnæði fá allir, fatnað fá allir. Við fáum 110 Israelspund (um 1650 íslenzkar krónur) á ári til fatakaupa. Við höf- um verzlun hérna, við höfum sauma- konur og skraddara. Við getum far- ið til þeirra og valið okkur snið og látið sauma á okkur. Við höfum þvottahús, þar er þvegið af öllum og gert við fötin. Við höfum rakara, málara, smiði, rafmagnsmenn, kennara, lækna, lögfræðinga, lyfja- fræðinga, kokka, barnfóstrur, sjúkrahús, sjúkrasamlag — við höf- um yfirleitt allt nema kaupmenn og heildsala. Við notum yfirleitt enga peninga hér á samyrkjubúinu, við fáum skömmtunarbók og för- um með hana í verzlunina þegar okkur vantar föt. Og við fáum skemmtanir og sígarettur. Hvað um sumarleyfi? Við fáum 100 Israelspund (um 1500 íslenzk- ar krónur) á ári til sumarleyfis. Ég skal viðurkenna að þaS er ekki mikið, en þetta' er ekki ríkt sam- yrkjubú. Flestir fara því í sumar- leyfi til annarra samyrkjubúa sér að kostnaðarlausu, eða til ættingja og vina. Ég fer t.d. alltaf til systra minna í Tel Aviv. Það kostar mig ekkert. Hver skammtar ykkur orlofsfé og fatapeninga? Það gerir fram- kvæmdastjórn búsins sem kosin er árlega á allsherjarfundi og atkvæð- isrétt hafa allir 18 ára og eldri. Talsverður hluti af ársarðinum er alltaf settur í nýjar framkvæmdir, — t.d. er verið að byggja fleiri gestahús, svo þarf að kaupa nýjar vélar o.s.frv. Ymsar nefndir eru einnig kosnar árlega, heilsugæslu- nefnd, landvarnarnefnd, skemmti- nefnd, menningarmálanefnd og fleiri. Ef einhver er nú búinn með fata- skammtinn sinn og vantar kjól eða skyrtu — eða ef sígarettuskammtur- inn hrekkur ekki, hvað þá? Slíkum málum er vísað til nefnda. Þær halda fund og vega og meta málið og viðkomandi verður að hlíta úr- skurði þeirra. Við höfum einnig nefnd sem fjallar um félagsleg vandamál sem upp koma og starf- ar hún sem einskonar dómstóll. Það var aðdáunarvert hvað bless- uð konan var þolinmóð að svara spurningum okkar standandi þarna hjá sýningartjaldinu í glampanum af kastljósinu. Og nú var hún spurð hvort ekki væru brögð að því, að unga fólkið vildi flytjast frá sam- yrkjubúunum til borganna. Nei, ekki vildi hún viðurkenna það, aðeins sárafáir hyrfu árlega Kpóm>húsgögn Hverlisgötu 82 - Sími 21175 frá kibbútzunum. Skýrslur sýndu að langflestir sem fæddir væru þar kysu að dveljast þar áfram frem- ur en flytjast til borga og bæja. Unga fólkið á samyrkjubúunum færi í herinn 18 ára eins og aðrir og kynntust þá lífinu utan búanna, en staðreyndin væri að langflestir kæmu heim að lokinni herþjónustu. — Hún sagði að það gæti verið vandamál fyrir unga kibbútzsyni að ná sér í maka á sínum eigin kibbútz. Þeir væru þá sendir á annað bú og dygði það ekki, til borganna að vinna þar í eitt ár eða svo. Sam- yrkjubúið fær þá laun þeirra, en sér þeim fyrir nauðsynjum. Nú sýna tölur, að fólki á sam- yrkjubúunum hefur ekki fjölgað í réttu hlutfalli við fólksfjölgunina í landinu. A sumum búunum, eink- um hinum eldri, reyna bændurnir fremur að hamla á móti því að fólk setjist þar að, telja að búin eigi ekki að stækka. Á öðrum er það vaxandi vandamál að unga fólkið flyzt burt. Velmegun hefur mjög aukist í ísrael síðari árin. Á sam- yrkjubúunum veita menn sér lítið meira en áður. Vandamálið er þetta, sagði Abraham, annar leið- sögumaðurinn okkar og fór með mér í minjagripasöluna og sýndi mér þar ilmvatnsglös. Þarna hef- urðu vandamálið í hnotskurn, kon- an sem var að fræða okkur áðan á dóttur, hennar heitasta ósk er að eignast þetta ilmvatnsglas. Hér á kibbútzinum mun hún aldrei hafa peninga til að kaupa það. Það má skjóta því hér inn í, að ýmsum hefur þótt of lítið olnboga- rými fyrir einstaklinginn á kibbútz- unum en samt viljað halda áfram samvinnu í búrekstrinum. Því urðu til samvinnubúin í ísrael, moshav, en þar á hver bóndi sitt hús og sinn landskika, samvinna er um efnis- og vélakaup og afurðasölu. Nú búa 1 10.000 manns á 325 sam- vinnubúum. Á sumrin fara menn á fætur klukkan fjögur á nóttunni á sam- yrkjubúunum og klukkan fimm vaknaði maður við hamarshögg fyrir utan gluggann. Það var verið að reisa nýtt gestahús. Forstöðu- maðurinn heitir Eshkol og mun ekki vera neitt skyldur forsætisráðherra Israels samnefndum. Hann er fædd- ur í Þýzkalandi og þar rataði hann og hans fólk í miklar raunir ( tíð nazista sem drápu bæði foreldra VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.