Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 47
Stjarnan. Hægt er að gera fallegar stjörnur og dúka úr málmpappír, sérstak- lega ef hann fæst gylltur. Allir kunna að gera dúka með því að brjóta hring í fernt og klippa munstur í, en stjarnan, sem hang- ir 1 glugganum er gerð með því að búa til 3 — 4 kringlótt stykki úr pappírnum, klippa upp i miðju á þeim og fella þau saman í blæ- væng og síðan líma saman. Ör- litlar jólatréskúlur eru festar á þráð og látnar í miðju, en þræð- irnir svo festir með góðu, glæru límbandi á bakhliðina, öruggast er að festa hvern þráð fyrir sig. Jólatrésskraut úr silkibandi. Rautt, vel stíft silkiband er notað í þetta skraut. Stífustu böndin eru þau, sem blóma- búðirnar nota. Þeim er snúið í hringi, og eigi að vera bil milli hvers hrings, eru litlar perlur festar inn á milli, eins og sjá má á skýringarmyndinni. Jólatréskúlur eru svo festar neðst á þráðinn, sem böndin eru fest saman með að ofan og mynda hankann til að festa á tréð. Omótstæðilegur pakki, hvert svo sem innihaldið er. Fer- hyrndur pakki í bleikum pappír, rófa, eyru og tunga límt á úr þykkum, rauðum pappír, og blettir gerðir á bakið úr sama rauða pappírnum, en fæturnir eru úr bleika pappírnum, sem er utan um pakkann sjálfan. Milli eyranna eru tvær gylltar jólatréskúlur bundnar saman með slaufu ásamt tveimur græn- um blöðum. Skemmtilegur jólaórói. Þessi hangandi jólasveinn væri skemmtilegur í barnaherbergi. Hann er klipptur úr pappa og gat gert fyrir andlit- ið. Húfan er lituð rauð með hvítum kanti, en skeggið auðvitað haft hvítt. Augun, nefið og yfir- skeggið er svo haft laust, hengt í mjóa þræði á sama hanka og höfuðið, en þannig breytir jólasveinninn stöðugt um svip, því að allir hlutarnir eru stöðugt á hreyfingu. Augun eru bláleitar litlar jólatréskúlur, en nefið aftur úr rauðri kúlu og hvítt bómullar- eða pappaskegg límt á eða látið hanga rétt undir nefinu. Einfalt og jólalegt borðskraut, sem bregða má yfir flösk- urnar með jólaölinu. Myndin skýrir sig að mestu sjálf. Búin er til keila úr karton og á hana límdur rauður glans- pappír og er þá hatturinn kominn. Siðan er andlitið mynd- að úr sporöskjulöguðum karton og límt innan á hattinn. Augu og kinnar eru úr glanspappír, en munnur og nef teiknað. Skeggið og bryddingin neðan á hattinum eru annaðhvort úr skinnafgöngum eða bómull og fest með lími. A hatttoppinn er svo loks límdur bómullarhnoðri. Myndin sýnir hvernig lífga má upp á einlit hvít jólakerti með þvi að bræða vax á þau úr kertis- bútum i þeim litum og formi, sem smekkur okkar segir til um. Flöskuskraut. Jólakcrtin. Margir vilja hengja jólakortin upp eða hafa þau til sýnis á einhvern hátt. Hér er bent á eina leið. Búið til grænt teppi úr filti eða ein- hverju öðru efni, stingið bambus- stöng í gegnum faldinn að ofan, búið til hanka, sem nær endanna á milli og hengið upp á vegg. Ef ekki þykir taka þvi, að festa nagla aðeins fyrir þetta, má taka eina mynd niður um jólaleytið og hengja teppið í hennar stað. Efst á teppið er svo fest skrautleg stjarna, er kortunum raðað fyrir neðan hana þannig að .þau myndi jólatré. Þau eru fest með örsmá- um títuprjónum eða glæru lím- bandi á teppið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.