Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 49
rauSum munni, eins og Bettý hafði óskað eftir. Inniskó með dúsk fyrir Sam gamla, súkkulaði fyrir Jane og eyrnahringi úr fín- asta simili, fyrir frú Thompson. Gjafirnar hrúguðust upp í bíln- um hjá Burt. Það tók hann tvo daga að safna peningunum, og þrír dagar liðu þar til hann hafði lokið innkaupunum. Um nætur lá hann á jörðinni við hliðina á bílnum. Burt gat ekki sungið, en ég held að hann hafi samt sungið á leiðinni heim til einmanalega þorpsins í eyðimörkinni. í þetta sinn lagði hann ekki bíl sínum við hús Fleets við bens- ínstöðina. Nú kom hann sem sig- urvegari. Hann ók bílnum hóst- andi gegnum klifið upp að þorp- inu, milli húsaraðanna og lagði gjafir sínar í hendur undrandi fólksins. Fólkið skildi þetta ekki. Það gat ekki skilið hvað hafði skeð. En það var eins og eitthvað losnaði og mýktist í þessum hrjáðu hjörtum. Þetta fólk hélt að það væri algerlega gleymt um- heiminum, en svo stóð það allt í einu með gjafir í höndunum, dásamlegar gjafir. Burt hló, þess- um undarlega hneggjandi hlátri sínum, þegar hann lagði nauta- steikina í kjöltu Dorothy. Tim fékk bindi með mynd af nauta- ati, og járnbrautarlestin ók beint inn í hjartað á Georg litla. Þegar Burt kom heim tii sin, fann hann mikið til þreytu. Hann sagði það sjálfur. Hann var mjög hamingjusamur, en líka alveg uppgefinn. Það er erfitt verk að vera jóla- sveinn alheimsins. Þessi atburður myndaði síðar undirstöðu fyrir eðlilegt tímatal í litla fjallaþorpinu í eyðimörk- inni. Þetta og hitt skeði fyrir eða eftir að Burt kom með jólin til þeirra, segir fólkið. Samt sem áður finnst þessu fólki ennþá að Burt sé kjáni, maður sem það skilur ekki og vill helzt ekki viðurkenna. Ó- kunnur maður í sinni eigin ein- manalegu veröld. Þegar ég sit andspænis Burt og horfi í augu hans, sem eru barmafull af ró og mildi, veit ég að hann er ennþá jólasveinn al- heimsins. Ég finn mjög greini- lega að alfaðir situr á öxl hans. Burt veit það bara ekki sjálf- ur. ★ Ljósálfar jólanna Framhald af bls. 22. reyna að gefa þeim hugrekki og ró. Ég þyrfti jafnvel að kaupa stækkunargler fyrir sjálfan mig, — stafirnir í símaskránni fara smækkandi með hverju ári. . Næst finn ég mynd af penna, ekki kúlupenna heldur gamal- dags fjaðrapenna. Þetta er til að minna mig á gömul kynni, sem ég hefi trassað að halda við, til að minna mig á fólk sem ég hefi þekkt og kunnað vel við, en sjaldan séð. Sumt af þessu er gamalt fólk, sumt mjög ungt, aðra hefi ég aðeins þekkt laus- lega, en á einhvern hátt hef ég auðgast af kunningsskap við það. Nú ætla ég að taka upp gamla siðinn til að viðhalda kunnings- skap, í staðinn fyrir að hringja eða senda ópersónuleg jólakort. Þetta ár, ætla ég að byrja á jól- unum, ég ætla að skrifa þeim nokkrar línur, til að láta þau vita að ég muni eftir þeim, nokkrar línur sem ekki krefjast svars, en samt nóg til að ylja þeim eins og samneytið við þau hefir hlýjað mér áður. Næst er mynd af stóru rauðu hjarta sem Amor litli situr á. Það er til að minna mig á að innihald jólanan á að vera ástúð. Auðsýnd ástúð. Gjöf snertingar- innar, græðandi töfrasnerting handa og líkama. Þegar ég verð ergileg, sem oft vill verða, þrátt fyrir bezta ásetning, megi ég þá muna eftir því að brosa, klappa, kyssa eða faðma, muna eftir því að mínir nánustu eru mér dýr- mætir, og að þeir eru þeir einu í heiminum, sem í raun og veru þykir vænt um mig. Ég er mjög lánsöm.... Og að endingu er eftir í um- slaginu svolítill kertisstúfur. Það er eflaust áminning um að kaupa nóg af kertum til jólanna, ef rafmagnið skyldi bregðast. Eða til þess að við getum borðað við kertaljós. Já, en það er líka dýpri meining í þessu. Það minnir mig á að fæðing Frelsarans er Ijós í skammdeginu, líf endurborið í sérhverju okkar. Þetta kerti bendir mér á að halda anda og von vakandi, svo að minningin um birtu þessarar hátíðar lifi í huga löngu eftir að síðasta greni- nálin er sópuð burt. Og svo eru ekki fleiri myndir í umslaginu mínu. Ég sting þeiili í það aftur og fer að undrast með sjálfri mér hversvegna allir þess- ir hnútar séu á bandinu. Ó, hvað ég get verið heimsk. Þessir hnút- ar áttu að minna mig á það að ég gleymdi þessu öllu í fyrra og þessvegna voru jólin mín mis- heppnuð þá. Nú veit ég hvað ég á að gera í ár. EINANGRUNARGLÉR S ARA ABYRGÐ. YFIR 20 ARA REYNSLA HERLENDIS!!!!! EGGERT KRISTJANSSON & CO. HF SÍMl 11400 VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.