Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 2
Þó að sia sé sett á sigarett- una má ekki fórna bragðinu. Reynið því L&M í FULLRI flLVÖRU Fntaheppni shólatelpna Fatatízkan hjá þessum börnum okkar kemur mörgum foreldrum til að stynja. Dag eftir dag fá mæður að heyra athugasemdir eitthvað á þessa leið: „Mamma, þú hefðir átt að sjá hvað hún Elísabet var í flottri peysu.“ „Mamma, hún Erla er bara aldrei í sömu stretsbuxunum." Eða: „Þú hefðir átt að sjá bítlatösk- una sem hún Anna var með!“ Það er alls ekki frambærilegt lengur að telpur á barnaskóla- aldri mæti í pilsum í skólann, og ég veit að þeim sem það gera er stundum strítt með því að þær séu púkó að vera í pilsi. Nú eru allir krakkar, stelpur og strákar, í úlpum og buxum, og annað þyk- ir ekki hæfa. Ekki geta dömurn- ar litlu, tízkunnar vegna, lengur gengið í almennilegum sokkum, annaðhvort verða það að vera sokkabuxur, og þá í öllum regn- bogans litum, eða þá að þær eru í nælonsokkum og allir vita hversu endingargóðir þeir eru á dömum á þessum aldri. Fyrir tíu árum þekktist það varla að barnaskólastúlka ætti nælonsokka, nema þá við allra hátíðlegustu tækifæri, og almennt var það ekki fyrr en í gagnfræða- skóla. Núna eiga þær dömuskó með hælum frá því að þær eru tíu ára, en fyrir tíu árum fengu þær oftast sína fyrstu hælaskó, þegar þær fermdust. Það er dýrt að halda úti dömum, og þykir flestum nóg að vinna fyrir nor- mal fjölskyldu, þótt ekki bæt- ist við að þessi litlu skott verði tízkunni að bráð, löngu áður en þær hafa hugmynd um eða nokk- urn skilning á að þær séu kven- kyns. Nú má benda á að síðbuxur og sokkabuxur séu hlýrri og henti betur okkar vetrarveðrum, en ég tók eftir því í sumar að nokkrar telpurnar hérna í nágrenninu, gengu allt sumarið í stretsbux- um, þótt veðrið væri oftast nær * mjög gott og glampandi sól. Hvernig væri, að forráðamenn skóla og foreldrar, sem alltaf v eru að auka samstarf sín á milli ræddu þessi mál? Ég er viss um að hjá mörgum foreldrum er á- huginn fyrir hendi. Það er ekki þar með sagt að skólabúningur- inn verði einhver einkennisbún- ingur sem aðeins væri notaður í skólann, heldur settar einhverj- ar ákveðnar reglur um hentugan og algildan skólafatnað. Ég man ekki betur en að foreldrar vörp- uðu öndinni léttar þegar teknir voru upp fermingarkyrtlar, í staðinn fyrir að hver stúlka þurfti Framhald á b’s. 37. 2 VIKAN £2. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.