Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 13

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 13
HÚN VAR BÚIN AÐ FLEYGJA NOKKRUM SILUNGUM A LAND, ÞEGAR HANN KOM NIÐUR A BAKKANN. EN SJALF STOÐ HÚN UTI I MIÐJUM HYLNUM OG STARÐI A VÆNAN LAX, ER BRAUZT UM I NETINU. HÚN VAR f STUTTU NÆRPILSI EINU SAMAN, OG HANN GAT EKKI AÐ SÉR GERT, EN HORFÐI HUGFANGINN A LJÖSHVÍTAN LÍKAMA HENNAR, BRJÚSTIN STÓR OG STINN OG AVALAR AXLIRNAR. STRAUMURINN ÞRÝSTI PILSINU AÐ HENNI, OG OPINBERAÐI FEGURÐ ÞESS HLUTA LfKAMANS, ER ÞAÐ ATTI AÐ HYLJA. f HUGA HANS BLANDAÐIST HELGI- KENND ASTARINNAR OG BRENNANDI ÞRA. HANN GAT EKKERT AÐHAFZT, NEMA HORFT A HANA. mestu leyti, baðstofan lóga, með fíflum og sóleyium á þakinu; hann sá greinilega dyrnar, er hann knúði á, þegar hann kom að sunnan, kvöldið hlýja og bjarta, endur fyr- ir löngu. Hann hafði tekið lokapróf í Verzl- unarskólanum um vorið, og langaði tii að létta sér upp eftir inniseturn- ar. Svo fór hann með skipi norður til Akureyrar, og hélt þaðan gang- andi austur á bóginn, reikaði stefnu- laust, og kom um kvöld niður í dalinn, skammt frá bænum henn- ar. Það var einstaklega fagurt veð- ur, fuglasöngur og gróðurangan — og hann var aðeins tvítugur, lífið var dásamlegt. Litli bærinn í brekkunni var um- vafinn kyrrð og ró aðfarandi næt- ur,- hann afréð að biðjast þar gist- ingar. Ekki sá hann neinn á ferli, fólk- ið var kannske háttað? Svartur hundur, með hvíta rófu, gelti dálít- ið að honum, en kom síðan og flaðraði upp um hann. Svo barði hann að dyrum. En það leið drykk- löng stund, áður en hurðin var opnuð, og á meðan horfði hann í kringum sig. Við bæiarlækinn stóðu stampar og keröld, nýþvegin, það var lykt af móreyk í loftinu, og svöl angan af döggvuðu grasi. Á skemmuþilið var spýtt hvítt lambs- skinn. Niður árinnar í dalbotninum rauf ekki þá draumkenndu þögn, er þarna ríkti. Fuglarnir voru að þagna, aðeins stöku sinnum heyrð- ist kvak í lóu. — Og svo var hurð- in opnuð. Þegar hann sá stúlkuna í dyrun- um, var sem hjarta hans hætti snöggvast að slá, en síðan tók það sprett. Hann vissi þá þegar að heim á þennan bæ höfðu örlögin leitt hann, að hann hafði alla ævi sína verið á leiðinni þangað. — Hún var ekki hávaxin, en grönn og létt eins og dansmær, klædd grárri peysu og brúnu pilsi, berfætt ( sauðskinns- skóm. Og hún var tæpast meira en seytján ára gömul. Þau störðu hvort á annað; hann gleymdi að heilsa, en sá að hún var jarphærð, með Ijóma gulls á ytra borði hrokkinna lokka, blá- eygð, með glettinn svip, ávalt and- lit, er geislaði af æsku og fersk- leika, kyssilegan, rauðan munn. — Góða kvöldið, sagði hún og hló. — Já — fyrirgefðu — komdu sæl, stamaði hann. — Heldurðu — held- urðu að það sé hægt að fá gistingu hérna? — Það tel ég nú víst, anzaði hún, og hláturinn hennar minnti á glaðan lækjarnið. Hún var ákaf- lega hláturmild, og kannske var það þess vegna sem hann var feiminn við hana allt frá byrjun? — Gerðu svo vel og komdu inn, hélt hún áfram. — Þú ert kannske þreyttur — hvað heitirðu annars? Hann sagði nafn sitt, og bætti við, hálfstamandi, að hann hefði gengið alla leið frá Akureyri. — Æ, þá ertu áreiðanlega þreytt- ur! Eg skal gefa þér að borða, og búa um þig í rúminu hennar mömmu. Hún lækkaði röddina og varð skyndilega alvarleg: Mamma er nefnilega dáin — hún dó í vet- ur, rétt eftir nýárið. í baðstofunni sat miðaldra mað- ur á innsta rúminu, og gömul kona utar — bústýra hans. Honum var vel tekið, húsbóndinn reyndar fá- máll, en alúðlegur, og kvað hon- um allt heimilt, sem hægt væri að láta í té. Bústýran sótti góðan sveitamat, er hann gerði hin beztu skil, og stúlkan bjó honum mjúka sæng. Síðan sat hún hjá pabba sínum og lagði orð í belg, meðan þeir ræddu saman, og hló oft, þeg- ar minnst varði. Hlátur hennar var lágur, eins og niður bæjarlækjar- ins, er barst inn um opinn glugg- an, en smitandi og kitlandi. Þótt pilturinn hefði stundum grun um að hún væri að hlæja að honum, gat hann ekki á sér setið að brosa til hennar hvert sinn. Þessi bláu augu hennar minntu á dýragras, og voru ætíð full af Ijóma, eins og hún þekkti ekki annað en ham- ingju. Það var fáliðað á bænum, og bóndinn enginn afkastamaður; enn var margt ógert af önnum vors- ins. Hann bauðst til að greiða gist- inguna með starfi, og það var vel þegið; svo fór að hann (lentist þarna um nokkurt skeið. Hann var fæddur og uppalinn í sveit, kunni til allra verka, og reyndist duglegur, þegar hann hafði hrist af sér vetrarslenið. Það var heldur ekki vanþörf að taka til hendinni á bænum. Bóndinn var heilsulinur, og því lélegur til starfa, enda fátækur. Dóttir hans var aft- ur á móti bráðrösk og mesti vinnu- þjarkur, þegar sá gállinn var á henni. Maðurinn andvarpaði, en um varir hans var bros, er hann horfði út í hauströkkrið. Hann sá nú ekki lengur bæinn, en í anda var hann horfinn þangað, og umhverfi augna- bliksins gleymt. Og það var ekki lengur hrímkalt haust, heldur bjart og hlýtt sumar, og angan af ný- slegnu grasi. — Þau stóðu saman á bæjarstéttinni, og höfðu lokið dags- verki sínu; stúlkan tók hönd hans og þau ieiddust út í ilmsvala júlí- nóttina. Hún hafði þann vana að leiða hann, er þau voru ein sam- an, og það var honum mikill ynd- isauki, því að hann elskaði hana. En hann var sannfærður um að hún bæri ekki sömu tilfinningar í brjósti til hans; hann réði af öllu hennar atferli að hún liti aðeins á hann sem leikfélaga sinn — og hún var alltaf að leika sér, þetta síkvika, bráðlifandi og hláturmilda jarðarbarn. Jafnvel erfiðustu störf voru henni leikur einn. Hann þráði að sýna henni ástaratlot, því að hún var í huga hans allar stundir, og bara að sjá henni bregða fyrir kom hjarta hans til að slá hraðar. En það var eins og hjúpur í kringum hana af æsku og sakleysi, og hjúp- inn þann þorði hann ekki að rjúfa, af ótta við að missa vináttu henn- ar. Hún var nefnilega alveg óút- reiknanleg, hann skildi aldrei neitt ( henni, stundum móðgaðist hún við hann alveg að ástæðulausu, varð jafnvel fokreið, án þess að hann gæfi nokkurt tilefni til þess. Auk þess var hann óframfærinn maður, og einmitt þráin eftir koss- um hennar og faðmlögum var eins og veggur á milli þeirra. Margar næturstundir höfðu þau setið ein á klettasyllu í hömrunum, eða undir lækjarfossinum fyrir of- an bæinn. Þá var hún oft þög- ul, og leit snöggt til hans öðru- hvoru, eins og hún byggist við ein- hverju. En hann hugsaði sem svo, að kannske fyndi hún, með næm- leika kvenhjartans, hve mjög hann þráði hana, og að sá grunur vekti henni ósjálfráðan ótta. Það stað- festi líka þessa skoðun hans að á eftir slíkum stundum var hún býsna oft afundin við hann, og virtist stundum beinlínis reið. Þess vegna stillti hann sig ætíð, og lét ekki eftir þeirri löngun sinni að faðma hana að sér og kyssa mjúku, blóðrauðu varirnar hennar. Nú voru þau á leið ofan að ánni. Hann hafði lagt netstubb ( hylinn niðurundan bænum, og ó- sjaldan fengu þau góða veiði. Það kom sér vel, því lítið var um ný- meti á þeim tíma árs. — Hún skopp- aði við hlið hans, hlæjandi og mas- andi; þetta kvöld var hún ( eink- ar góðu skapi. — Veiztu hvað ég ætla að gera núna? sagði hún, og leit glettnislega framan í hann. — Ég ætla að baða mig ( ánni! En þú mátt ekki horfa á mig — þú verður að sitja inni í kofatóftinni á meðan! Það var lítill kofi á eyrinni við hylinn. Þakið hafði fallið inn í hann, en veggirnir stóðu uppi. Hún leiddi hann þangað inn, kreppti svo hnefana og hótaði honum öllu illu, ef hann vogaði sér að gægjast, fór síðan út og afklæddist undir veggnum. Stuttu síðar heyrði hann að hún var farin að busla í hyln- um, en allt í einu rak hún upp skræk. — Það er lifandi lax í net- inu! hrópaði hún. — Ég þori ekki að taka hann — þú verður að koma! Hún var búin að fleyja nokkrum silungum á land, þegar hann kom niður á bakkann. En sjálf stóð hún úti í miðjum hylnum, og starði á vænan lax, er brauzt um í netinu. Hún var ( stuttu nærpilsi einu sam- an, og hann gat ekki að sér gert, en horfði hugfanginn á Ijóshvítan líkama hennar, brjóstin stór og stinn og ávalar axlirnar. Straumur- inn þrýsti pilsinu að henni, og opin- beraði fegurð þess hluta líkamans, er það átti að hylja. í huga hans blandaðist helgikennd ástarinnar og brennandi þrá. Hann gat ekk- ert aðhafzt, nema horfa á hana. En hún var óþolinmóð og hrædd: Framhald á bls. 33. VIKAN 52. tbl. jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.