Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 16
Við snúum okkur nú frá heim- skautshöfunum, því að annað flak bíður okkar, mjög nærri Frakklands- ströndum, út af Bretagne-skaga, flak, sem á eftir að valda ein- kennilegum skipstapa, einstæðum í sögu siglinganna og í fyrstu óskýr- anlegum. Þoka huldi Chaussée de Sein 19. marz 1884. Hún var þykk og þung og huldi allt útsýni, og hinn mikli fjöldi skipa á þessum slóðum, sem hafa stefnu á Quessant eða Vierge- ey, áður en þau leggja út á At- lantshaf eða snúa til Englands, Þýzkalands, le Havre eða Dun- kerque, varð hættulega einangrað- ur. Nokkur þeirra hafa stanzað og þeyta þokulúðra sína eða eimflaut- ur með jöfnu millibili. Önnur halda áfram ferð sinni, en hægt og var- lega. Menn standa við kinnungana á verði og gæta vandlega að hverj- um smáskugga, sem kann að sjást í þokunni. Uppi á stjórnpalli heldur stýrismaður fast um stjórnvölinn, reiðubúinn að skipta snögglega um stefnu. Ur öllum þessum skipum, sem í blindni fikra sig áfram, hafa örlög- in valið tvö fórnarlömb. Annað þeirra er enskt skip á leið frá Car- diff til La Rochelle, kolaskip, líkt fjölda annarra, sem árið um kring plægja sjóinn við Evrópustrendur. Það er ekkert merkilegt um það að segja. Hitt er þess virði, að við stöldr- um svolítið við. Mikið var talað um það í Frakklandi allt frá jóm- frúferð þess, því að það er fyrsta skipið, sem búið er frystitækjum. Menn höfðu ekki ofboðið hugmynda- flugi sínu við að gefa því nafn. Það heitir einfaldlega Frigorifique, (= frystivél). Fyrstu för sína hafði það farið 1876 — fyrir nálega átta árum. Það sigldi frá Rúðuborg til Suður-Am- eríku til þess að sýna, að verk- fræðingurinn Charles Tellier hefði leyst vandann við flutning mat- væla, sem þola ekki geymslu, en það vandmál höfðu menn árangs- laust reynt að leysa til þessa. Þrátt fyrir erfiða ferð, — Frigori- fique var gamalt, enskt póstskip og hræðilega hægfara, — gengu allir íbúar Montevideo 105 dögum síðar fram hjá glugga veitingahúss nokkurs, þar sem sýnd var steik frá Normandí. Nokkru síðar var röðin komin að fyrir fólki Buenos Aires að smakka á frönskum kjöt- réttum. Þetta tókst vel, og Frigorifique hélt áfram þessu vel heppnaða starfi og hefði vafalaust haldið því áfram lengi, ef . . . Skipið var að koma frá spönsku höfninni Pasajes á leið til Rúðu- borgar. Þokan umlykur lítt aðlað- andi útlínur þess. Skrokkurinn sit- ur hátt á vatninu. Reykháfarnir eru tveir, og annar þeirra, örmjór, ligg- ur þétt upp að hinum. Seglin hanga líflaus á möstrunum þremur og flaksast til eftir veltingi skipsins, og þilfarið er alveg slétt, án hval- baks eða stjórnpalls. Allir hásetarnir, sem á verði voru, líta vandlega í kringum sig, en einkum hlusta þeir, því að í þokutíð er heyrnin sá eiginleiki, sem kemur sjómönnum að beztum notum. Ef hætta er á árekstri, hafa þeir meiri möguleika á að heyra í skipi en sjá það, meiri möguleika á að heyra í hljóðpípu þess eða klukku en greina bóg þess. Hljóðpípa . . . Það virðist einmitt sem menn greini eina slíka. En hvar? Hljóðið er mjög veikt og fjarlægt. Hættan er því ekki yfir- vofandi, en er unnt aðvita nákvæm- lega um það í þoku, sem kæfir hljóðið, afbakar það, endurvarpar því stundum, kallar fram rangt bergmál, sem umlykur skipið og sviptir sæfarendur ró sinni? Frigorifique sendir þrjú hljóð úr hljóðpípu sinni til að svara hinu ósýnilega skipi. Frammi á kippir háseti stöðugt í bjöllustrenginn. Menn þegja og hlusta . . . Nei, þeir hljóta að hafa verið blekktir, því að nú er þögn, djúp þögn og flókaklædd, sem umlyk- ur skipshöfnina. Og Frigorifique, sem hafði stöðv- að vélar sínar, heldur áfram för sinni með þriggja hnúta ferð. Ekki lengi. Aftur hefur heyrzt í eimpípu. Hvar var hún? Um borð eru menn ekki sammála. A stjórn- borða segja sumir, beint fram und- an segja aðrir, en skipið er áreið- anlega alllangt undan, því að hvorki heyrist í vélum þess né skvampið frá skrúfum þess. Bið . . . A Frigorifique er klukkunni stöð- ugt hringt. Og nú verður hættan skyndilega augljósari. Á stjórnborða öskrar eimpípa mjög nálægt, skellir í vél heyrast, og þungur niður umlyk- ur Frigorifique. Þögn og aftur bið . . . Svo heyrist óp. Það er maður- inn frammi á, sem hefur rekið það upp. Hann endurtekur það og tek- ur síðan til fótanna aftur eftir. Það er óþarfi að spyrja, hvað sé að gerast. Þriðjung skipslengdar í burtu birtist svart skipsstefni, síðan sigla og reykháfur og loks allur skrokkurinn, sem klýfur þokuna ógnandi. „Skip á stjórn! Skip á stjórn"! endurtekur einn hásetanna, eins og skipshöfnin hefði ekki getað séð það. Hver maður stendur á sínum stað, stirnaður af skelfingu. Skipið nálgast stöðugt. Ekkert er hægt að gera til að forðast það. Stýrimað- urinn snýr þó stýrinu eins langt og unnt er til hægri . . . Hinn svarti skuggi aðkomuskips- ins stækkar, stækkar enn, og svo kemur geysilegur hnykkur. Frigori- fique leggst snögglega á bakborða, liggur sem fast við hitt skipið, síð- an heyrast hægir brestir, dauf högg, brothljóð í tré og ískur og loks fóta- tak vélamannanna, sem koma æð- andi upp á þilfar og hrópa: „Það er komið vatn í vélarrúmið". Frigorifique byrjar að sökkva, en af hinu óþekkta þilfari berast fyrir- skipanir og köll á ensku. Skipið hallast nú á stjórn, og það gat eng- inn vafi verið á, að það mundi sökkva, svo að skipstjórinn gaf skip- un um að yfirgefa það. Nokkrir menn höfðu þegar stokkið um borð í flutningaskipið, sem virtist ó- skemmt og hafði losnað vegna ferð- ar sinnar og var nú fyrir aftan Frigorifique. Nokkrum mínútum síðar höfðu allir Frakkarnir bjargazt yfir í flutningaskipið, sem hét Rumney. Að því er við kom Frigorifique, þá hafði það horfið út í þokuna og hallazt uggvænlega. Það mundi ekki líða á löngu, áður en því hvolfdi og það sykki. Enginn hafði farizt við árekstur- inn, og skipstjórinn, sem hafði far- ið síðastur frá borði, þurfti ekki að álasa sér fyrir neitt. Það hefði verið gagnslaust að vera lengur um borð . . . Hann þekkti skip sitt vel. Hinn harði árekstur hafði rið- ið því að fullu. En var hafsbotninn ekki fallegri gröf fyrir það en innsti hluti hafnar eða niðurrifsstöð? Þokan hafði lukzt um harmleik- inn, og Rumney var komið af stað á ný, en hægt, því að skyggni var enn þá ekkert. Þegar Frakkarnir heyrðu í eimpípu þess, höfðu þeir þá einkennilegu tilfinningu að upp- lifa mínúturnar fyrir áreksturinn, þótt þeir væru nú hinum megin. Enska skipið var nú ekki lengur ósýnileg og fjarstæðukennd ógnun við þá, heldur trygging fyrir ör- yggi og lífi. „Það er engin hætta", sagði einn ensku yfirmannanna, „því að manni er aldrei sökkt tvisvar á dag". Þetta var regla eða öllu heldur sögusögn, sem aldrei virtist hafa verið afsönnuð. Nei, vissulega var manni aldrei sökkt tvisvar í röð, og þessi vissa huggaði Frakkana, sem sátu í lúkarnum og drukku romm og voru enn undir áhrifum hinna skyndilegu atburða, sem þeir höfðu lifað. Þeir þögðu. Þeir sáu fyrir sér, hvernig Frigorifique sökk til botns í hið bretónska haf, þar sem svo margir skiptapar höfðu orðið. Það mundi bætast í hinn mikla hóp flaka af gufuskipum og seglskipum, saltstokkinna, hulinna af þara og skeljum, sokkinna skrokka, sem enn hreyfðust með sjávarföllum og geymdu sumir beinagrindur áhafna sinna. „Aðrir voru ekki eins heppnir og við", sagði einhver. Þeir gengu upp á þilfar. Þokan var jafnþykk, og Rumney hafði ekki farið nema tvær mílur, síðan áreksturinn varð. Enn var logn og sjómennirnir á enska skipinu stóðu nákvæman vörð. „Hvers vegna eru þeir að hafa fyrir þessu", segir einn Frakkanna, Þrlðja frásögn Roberts della Crois Hin [einkennilega endurfæiing Frigorifique Jg VIKAN 52, tl»I.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.