Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 18
Nú er leiklistin ekki mikilvægust Rœtt viö_________ Helle Virkner____ Krag_____________ forsaetisráöherra- frú Pana og______ fyrrverandi______ leikkonu Hún var dáðasta leikkona Dana og þegar búin að leika í mörgum kvik- myndum. En hún sómir sér ekki síð- ur sem eiginkona forsætisráðherr- ans, Jens Otto Kragh, og vinsældir hennar hafa jafnvel farið vaxandi. Hér segir hún frá þessu nýjasta hlut- verki sínu. Helle Virkner Krag, leikkona og forsætis- ráðherrafrú Danmerkur, geislar af því sem danir kalla „hygge“ og það þýðir hlýja og alúð. Það hlýtur að vera mikil áreynsla og mik- ið erfiði að sameina þetta tvennt, leikhús- starfið og stjórnmálalífið, það að Helle Virk- ner hefir gert þetta með einstakri prýði, hefir gefið henni nafnið „danska ráðgátan“. Helle Virkner er það eflaust ljóst að hún, í þessu sviðsljósi stjórnmálanna annars veg- ar og leikhússins hinsvegar, gæti oft verið misskilin. Að þær skoðanir sem hún lætur í ljósi sem leikkona gætu verið hártogaðar og notaðar gegn henni í stöðu sinni sem forsætisráðherrafrú. En á þessari slöku línu hefir hún geng- ið með leikni dansmeyjar. Við hittumst á heimili hennar, nálægt mið- borg Kaupmannahafnar. Það er einfalt í sniðum en glæsilega búið smekklegum hús- gögnum. Mér varð starsýnt á hana þegar hún kom inn í stofuna, fögur, látlaus og í fullkomnu jafnvægi. Hendurnar eru langar og vel lagaðar, og gullbrún möndlulöguð augun fara vel við skolleitt hárið. Kímnin í augunum gefur þessu rólega andliti líf. — Mér finnst eins og almenningur haldi að leikkona gæti ruglað og óhreinkað hugs- anir sínar með því að blanda þær stjórn- málalegum vandamálum, segir hún. — En leiklistin er raunveruleiki, blandaður hug- myndaflugi. Þannig er það einnig með stjórnmálin. Stjórnmálamaðurinn verður að finna æðaslög fólksins, og það sama verður listamaðurinn að gera. — Áður en ég giftist Jens Otto Krag hafði Jg VXKAN 53. tbl, ég aðeins eitt áhugamál, — að verða góð leikkona, og fyrirþá hugsjón fórnaði ég öll- um venjulegum skemmtunum. Þegar ég hugsa um þennan tíma, man ég ekki til að ég hafi gert neitt annað en að vinna, ýmist í leikhúsinu eða fyrir leikhúsið. Stundum var ég í kvikmyndaverinu allan daginn og á kvöldin á leiksviðinu. Þetta var auðvitað mj ög erfitt, en ákaflega fróðlegt og skemmti- legt, annars hefði ég ekki haldið það út. En allt í einu var ég orðin tuttugu og fimm ára, og ég hugsaði: — Helle, allt sem þú veizt um menn og málefni hefir þú úr leik- ritahandritum. Það er hryllilegt augnablik fyrir konu að standa allt í einu andspænis því, sem henni finnst vera tómleikinn í lífi sínu. Fyrrverandi eiginmaður minn, Ebbe Rode, sá og skildi að ég var öll í uppnámi, en ég þroskaðist ekki á einni nóttu. Hjóna- band okkar fór þá út um þúfur. Til þess að öðlast hugarró og hamingju, eins og það er almennt kallað, þarf maður að finna það sem hefir raunverulegt gildi. Það eru svo margar manneskjur óhamingju- samar vegna þess að þær gera smáatriði að miklum vandamálum. Þegar ég var á þessu hættulega stigi á þroskabraut minni, barst mér áskorun um að taka að mér starf, sem ég vissi að var bæði erfitt og áhættusamt, og ég ákvað að taka henni. Með góðum vini mínum, Fritz Helmuth, tók ég að mér stjórn á leikhúsinu „Allé Scenen“. Öll leikritin áttu að vera í nýtízku- legum anda, og við Fritz ætluðum ekki að leika stærstu hlutverkin sjálf, það eftirlét- um við ungum og áhugasömu leikurunum, Við byrjuðum leikárið með leikritinu „Hunangsilmur", eftir Sheliu Delaney, sem þá var alveg nýtt af nálinni. Við fengum ágætis dóma, bæði hjá gagnrýnendum og áhorfendum. Nokkru síðar var mér boðið í móttöku- veizlu, sem ríkisstjórnin hélt fyrir forseta Indónesiu. Ég átti frí þennan dag, svo að ég fór í veizluna.... þar hitti ég manninn minn.... Frá hæðinni fyrir ofan heyrðust högg í gólfið, líkast því að litlir fílar væru að þramma um. Helle Virkner brosti: — Þetta eru börnin, þau hafa herbergi hérna fyrir ofan. Eftir hávaðanum að dæma, gæti maður haldið að ég hefði framleitt heila herdeild, en þau eru bara tvö. Jens Christian er aðeins fimm ára og Astrid Helene tveggja, en þau hafa geysilega starfsorku. Móðir mín segir að ég eyðileggi Astrid Helene og að börnin þurfi aga og aðhald, en dóttir mín er á þeim aldri að hún hefir föður sinn í vasanum. Hún brosir og hvíslar: — Dóttir mín til- biður föður sinn, ég skal segja yður að dótt- ir mín hefur ágætan smekk, — faðir hennar er mjög athyglisverð persóna . .. Af stj órnmálamanni að vera er Jens Ottó tiltölulega ungur. Eftir að við giftum okkur varð hann utanríkisráðherra og síðan for- sætisráðherra. Við höfum engin vandamál út af því að ég er leikkona. Maðurinn minn vissi hvað leikstarfsemin var mér mikið áhugamál, og sagði að sér þætti ágætt að hafa leikkonu í fjölskyldunni. En leiklistin er ekki lengur það mikilvæg-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.