Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 22
Framhaldssagan 25. hluti efftir Sergeanne Golon — Bátarnir munu fljóta í áttina til Trianon og konungurinn getur horfið, án þess að eftir þvx verði tekið. Þar að auki kemst hann í Þetisarhellinn án þess að fara framhjá höllinni, en ég get ekki sagt um hvenær þetta muni verða. Þér verðið að vera þolinmóð, Madame. — Ég skal vera það. Hellirinn er dásamlegur staður til að bíða í, og mér verður að minnsta kosti ekki of heitt þar. Monsieur Bontemps, ég skal aldrei gleyma þvi, hvað þér hafið gert fyrir mig í dag. Þjónninn hneigði sig. Hann skildi hvað hún átti við, og vonaðist til að draga háspilið. Hann hafði aldrei þolað Madame de Montespan. Þetisarhellirinn, sem var einn af óvenjulegustu fyrirbrigðunum í Versölum, hafði verið höggvinn í granítklöpp norður af höllini. Ange- lique fór inn um einn innganginn af þremur. Geislar sólarinnar vörp- uðu gullnum bjarma á standmynd af Apollo, þar sem hann keyrði í sjóinn á tvihjólavagni sínum, tákn þess að sólin gengur til hvíldar í riki Þetisar að enduðum degi. Hið innra var eins og í draumahöll. Þarna voru set úr grófhöggnum steinum og i veggsyllum greyptum með perlumóðurskel blésu sæguðir í kuðungahorn og speglar með furðu- legri dýpt margfölduðu þá í það óendaniega. Angelique settist á brúnina á stórum hörpudiski úr kvartsi. Um- hverfis hana héldu þokkafullar sædísir kertastjökum á loft og úr Ijósa- stæðunum, sex að tölu, bunaði vatn í öllum regnbogans litum. Hundruð fugla flögruðu um i rauðleitu mistri hvelfingarinnar og vængjaþytur þeirra, einnig, en þegar betur var að gáð, kom í ljós að vængir þeirra voru úr silfri og líkamir þeirra úr perlumóðurskel svo þeir voru engu lik- ara en fuglum í neðansjávarparadís. Þetta var síðasta uppfinning Franc- ine. Vatnsorgeli var þannig komið fyrir að tónar þess bergmáluðu veggja á milli í hellinum. Angelique drap tímann með því að hlusta á tónlistina og virða fyrir sér hvert smáatriðið á fætur öðru af hinni ólýsanlegu fegurð, sem xxm- kringdi hana. Hér höfðu list og tæknileg snilli náð hámarki sinu og það var auðvelt að skilja, hversvegna konungurinn var svona hrifinn af þessum stað. Á góðum dögum átti hann til að fara hingað með hirð- meyjarnar, til að hlusta á kammermúsik. Og árið áður hafði hann farið hingað með prinsinum af Tuscany til að halda honum veizlu með ávöxtum og ávaxtamauki. Angelique stakk hendinni í kristalstært vatnið. Hana langaði ekki að hugsa. Það var tilgangslaust og ef til vill óhagkvæmt að undirbúa ræðu með fyrirvara og vita svo ekki sitt rjúkandi ráð, þegar tíminn kom til að nota hann. Hún ætlaði að nota tilefni tækifærisins. En eftir þvi, sem stundirnar snigluðust framhjá, varð hún áhyggjufyllri og á- hyggjufyllri. Það var konungurinn, sem hún átti að hitta. Áhrifin, sem hann gat haft á hana, fóru um hana eins og kaldur vindur, og nístu hana í gegn- um merg og bein. Stundum, þegar hún leit á hann, svona rólegan og vingjarnlegan og þó svo virðulegan, varð hún sem þrumu lostin yfir hátignarleikanum, sem hún greindi bak við grímu venjulegs dauðlegs manns. Þessi tilfinning olli henni nú lamandi ótta, svo ef hann hefði talað til hennar á þeirri stundu, hefði hún stamað einhverju til svars eins og allir hinir, sem vita ekki sitt rjúkandi ráð i návist konungsins. Hún mundi eftir að hafa séð, á vígvellinum í Flanders, hertan og ruddalegan liðsforingja, þaktan örum og heiðursmerkjum, náfölna, þegar haim varð þess var, að hann var í návist Lúðvíks XIV og fylgdar- liðs hans, og hann gat ekki svarað öðru en fákænskulegu mumpi þeim spurningum, sem konungurinn hafði lagt fyrir hann. — Ef ég æsi mig upp, er ég búin að vera, sagði hún við sjálfa sig. — Ég má ekki vera hrædd. Ótti er sama og ósigur. En samt heldur konungurinn örlögum mínum í höndum sínum. Hún leit snöggt við, þar sem hún hélt að hún hefði heyrt fótatak fyrir aftan sig á mosaikgólfinu, en þar var enginn. Hún leit til aðal- dyranna, sem opnuðust í áttina að hnígandi sól, sem gerði kvöldið bleikt á litinn. Yfir dyrunum var skjaldarmerki konungsins á ljósgulum skelja- fleti. Skjaldarmerkið var gert úr litlum perlugljáandi skeljum. Kórón- an var gerð úr perlumóðurskel og útlínur hennar úr rafi, sem glitraði eins og gull í hálfrökkrinu. Angelique gat ekki haft augun af þessu skjaldarmerki. Hún fann, að einhver var að koma, en hún hikaði við að snúa sér við. Þegar hún að lokum gerði það, reis hún á fætur, þvi hún sá, að það var konungur- inn, og stóð svo eins og dáleidd og gleymdi jafnvel að hneigja sig. Konungurinn hafði komið inn um einar af leynidyrunum, sem opn- uðust út á norðurflatirnar, og voru notaðar af þjónum einum, þegar hér voru veizlur. Hann var klæddur í föt úr skærrauðu silkilérefti, smekklega útsaumuð með fina knipplinga um háls og úlnliði. Svipurinn á andliti hans var ekki góðs viti. — Jæja, Madame, sagði hann. — Óttizt þér ekki reiði mína? Skilduð þér ekki það, sem ég bað Monsieur de Solignac að skila til yðar? Óskið þér eftir hneyksli? Verð ég að minna yður á það, frarnmi fyrir vitnum, að návistar yðar við hirðina er ekki óskað? Vitið þér ekki, að ég hef tapað allri þolinmæði? Svarið mér. Spurningarnar voru eins og kúlnahríð. — Mig langaði til að sjá yður, Sire, 'svaraði Angelique. Hvaða karlmaður, sem hefði haft hana fyrir framan sig, móti gulln- um skuggum Þetisarhellisins, með þennan dularfulla glampa í smar- agðsgrænum augunum, hefði getað staðizt þokka hennar? Konungurinn gat það ekki. Hann sá, að tilfinningar hennar voru ekki uppgerð, og hún nötraði öll. Alvörugriman brást honum skyndi- lega. — Hversvegna.... Ó, hversvegna gerðuð þér þetta! hrópaði hann næstum dapurlega. — Svona óverðskuldaðan ótrúnað.... — Sire, útlagi leitaði skjóls hjá mér. Leyfið konum að fara eftir þvi, sem hjörtu þeirra segja, en ekki eftir því, sem sálarlaus stjórn- mál mæla fyrir um. Hver svo sem glæpur hans var, var hann vesaling- ur, sem var að deyja úr hungri. — Víst er þetta stjórnmálalegs eðlis. Hverju máli skipti það mig, þótt þér veittuð honum húsaskjól, gæfuð honum að éta og hjálpuðuð hon- um að flýja? En þér gerðuð hann einnig að elskhuga yðar. Þér höguð- uð yður eins og vændiskona. — Þetta eru hörð orð, Sire, ég minnist þess að yðar hágöfgi sýndi t meiri fyrirgefningarvilja, þegar Monsieur de Lauzun varð í Fontaine- bleau orsök að óþægilegu atviki milli hans og eiginmanns míns, og var sekt mín þó stærri þá en nú. — Síðan er mikið vatn til sjávar runnið, sagði konungurinn. — Ég vil , ekki.... Ég vil ekki, að þér gefið öðrum það, sem þér viljið ekki láta mér í té. Hann tók að æða fram og aftur um gólfið, snerti annað slagið perlu- fuglana eða kringlóttar kinnar sæguðanna. Með skýrum orðum af- brýðissams karlmanns játaði hann beiskju sína, vonbrigði, ósigur, og þrátt fyrir þann orðróm, að hann kynni manna bezt að þegja yfir hugs- unum sínum rakti hann henni nú fyrirætlanir sínar. — Ég ætlaði að vera þolinmóður. Ég ætlaði að stinga á stolti yðar og framagirni. Ég vonaði, að þér mynduð kynnast mér betur, og ég myndi einhvern tíma vinna hjarta yðar. Ég gerði áætlanir um að gera yður að minni, en þegar ég sá að hraðinn var yður á móti skapi, lét ég þær áætlanir lönd og leið. Nú eru ár liðin, já, mörg ár, síðan ég fyrst varð hrifinn af yður, síðan daginn sem ég sá yður fyrst sem gyðju vorsins. En þér hélduð áfram yðar öfugsnúna snobbi, vanþóknun yðar á hinni venjubundnu hegðun.... Þér komuð hingað og kynntuð yður fyrir kónginum án þess að vera boðin.... ó hve fögur og frökk þér voruð! Ég vissi, að þér mynduð verða mín, og ég myndi þrá yður svo stappaði nærri brjálæði, og það virtist svo auðvelt að sigra yður. En brellurnar, sem þér beittuð til að vísa mér á bug, ég veit ekki enn hvernig þér hafið farið að því. Ég vissi hvorki austur eða vestur, kossar yðar voru hvorki 22 VIKAN 52. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.