Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 27

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 27
— Minn árgangur tók upp þá nýbreytni að hafa kvöldvökur, þar sem við hlýddum á fræðsluerindi og bárum fram einhverjar veit- ingar á eftir. Ég man sérstaklega eftir því, að Hallgrímur Jónasson, kennari, mætti á einu slíku kvöldi og tók okkur með sér í ferðalag með hjálp skuggamynda, sem þá voru svo til óþekkt kennslutæki. Nú, og svo höfðum við dansæfingar og eitthvað fleira. — Síðari veturinn minn söfnuðum við í ferðasjóð og vorum svo iðin við það, að hann hefði nægt til að kosta okkur öll á skíða- vikuna á ísafirði, enda var ætlunin að komast þangað. En þegar til kom, gátum við ekki fengið far með Esju svona mörg, svo að nið- urstaðan varð sú, að við lentum til Laugarvatns og buðum m.a.s. heilum bekk með okkur. Helga hló dátt að endurminningunni, en mest þó að því, að hún skyldi allt í einu vera farin að rifja upp löngu liðna atburði, sem hún hugði gleymda. — Já, þetta var nú meiri ferðin. Við skemmtum okkur svo vel, að við báðum þess hátt og í hljóði, að við yrðum veðurteppt, svo að við gætum verið lengur. Og það stóð ekki á því, að við yrðum bænheyrð og fengjum góðan viðauka, enda sá árstími, þegar allra veðra var von, seint í apríl. Svo man ég, að við fórum á skíði þarna og vorum svo lengi, að allir voru orðnir hræddir um okkur. Og þeg- ar íþróttaskólinn frétti af þessu, hélt hann auðvitað, að við vær- um alveg sérstakir skíðagarpar, og bauð okkur að sjá skíðamynd þar um kvöldið. — Og þetta var seint í apríl, sagðirðu. Útskrifuðust þið þá svo snemma? ■—• Já, skólinn var alltaf búinn í apríllok, nema fyrir þá, sem vildu bæta á sig söngnámi. Þeir voru ú-t allan maí. Ég tók söngkenn- arapróf, og þessir tveir maímánuðir, sem við vorum eingöngu við það nám, eru þær mestu sælustundir, sem ég minnist frá skólaár- unum. Gera ekkert annað en syngja í heilan mánuð! Það var stór- kostlegt. Guðmundur Matthíasson kenndi okkur tónfræði og hljóð- færaleik, en Sigurður Birkis kenndi sönginn. — Hefurðu stundað sönginn eitthvað síðan? — Söngurinn er mitt hálft iíf! Ég hef oftast einhvem undirleik- ara, sem aðstoðar mig við söng í frístundum. Nú er það Gústav Jóhannesson, samstarfsmaður minn í K.F.U.M. og K. Ég dett í Brahmspyttinn eitt árið og Schubertpyttinn það næsta o.s.frv. Svo hef ég unnið mikið í kórum og m.a. stjórnað kvennakór K.F.U.K. — En ég get ekki minnzt á söng, án þess að minnast á Róbert A. Ottósson um leið. Ég hef sungið í kórum hjá honum, alveg frá því ég var í Kennaraskólanum og hingað til, nema einn vetur. Og það eru engar ýkjur, að ég var hvergi nærri eins glöð og vel upp- lögð þann vetur og ella. Ég kenndi það söngleysinu. Dr. Róbert vinnur mjög gott starf. Hann velur auðgandi verkefni og fræðir mann auk þess mikið um verkin og höfunda þeirra. Meðan við Helga vorum að spjalla saman, kom í heimsókn til hennar þýzk kunningjakona, og virtist þýzkan ekki standa í Helgu fremur en íslenzkan. -—■ Ekki er þetta kennaraskólaþýzka, varð mér að orði. — Nei, ég lærði enga þýzku í Kennaraskólanum. En ég hafði alltaf mikinn áhuga á þýzku, og orlofsárið mitt lét ég verða af því að heimsækja Þýzkaland. Síðan hef ég farið þangað aftur og aftur. — Það eru margir, sem öfunda kennara af sumarleyfismánuðun- um. Hvernig verðu þínum sumarleyfum, Helga? — Ég hef nú í mörg ár stjórnað sumarstarfinu í K.F.U.K. í Vind- áshlíð í Kjós. Við höfum þarna ýmsa hópa stuttan tíma í senn, allt frá 9 ára telpum til fullorðinna kvenna. Telpumar og unglingam- ir fá mikla útivist og sitthvað skemmtilegt að starfa, auk þess sem við kennum þeim vers og söngva. Sumarstarfinu lýkur alltaf með orlofi kvenna, og með þeim höldum við t.d. kvöldvökur í gamla stílnum. Ég hef mikla ánægju af þessu starfi. — Ég hef grun um, að þú hafir einhver fleiri störf á samvizk- unni, Helga? -—• Ja, ef ég á að tíunda allt, þá kenni ég svolítið á foreldra- fræðslunámsskeiðum Námsflokka Reykjavíkur, undirbúning fyrir skólaskylduna, jólaföndur og þess háttar. Einnig kenni ég lítils háttar við Fóstruskólann, átthagafræði og praktískar æfingar þar að lútandi. Og í því sambandi vil ég geta þess, að mér finnst ég hafa ákaflega mikið upp úr samskiptum mínum við Valborgu Sig- Framhald ó bls. 33. ;■■■'" ■ ■■

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.