Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 28
 ÞETTA VAR ÖSKÖP VENJULEG VEIÐIFERÐ HJfl TOGflRANUM „ARCTiC ADVENTURER", ÞflR TIL SPRENGING VARÐ í SKIP- INU. ÞRÍR AF ÁHÖFNINNI FÓRUST, OG SKIPIÐ VELKTIST STJÖRNLAUST I STÚRSJÖ OG ILLVIÐRI. Fyrsti vélstjóri, Bill Smith, lézt rétt fyrir björgunina. Annar vélstjóri, Thomas North- ey, lét lifi* viS hlii yfirmanns síns. Minns kyndari varS fyrlr aðal sprengingunni og lét IfflS fyrst- ur. Mayes skipstjéri (t.v.) kemur í land í Hull oftir björgunina. Bn&að var vont veður. Brezki tog- arinn Arctic Adventurer öslaði gegnum Norðursjóinn með tíu hnúta hraða. I brúnni stóð stýrimaðurinn, Ron Dodsley, þrítugur að aldri, og var hugsi. Klukkan var langt gengin eitt um nóttina þann 8. desember 1964. Mestur hluti óhafnarinnar var í koju. Hinn fjörutíu og eins órs gamli skipsstjóri, Ray Mayes, hafði afhent stýrimanninum vaktina og ló fyrir í koju sinni og leit yfir frétt- ir dagsins. Meðan stýrimaðurinn hafði annað augað á stefnu skips- ins, en hitt á veðurofsanum úti fyr- ir, gerði hann í huganum áætlanir um heimkomu sína. Ef allt færi sam- kvæmt áætlun, myndi togarinn koma aftur heirn til Hull hinn 1. janúar. Skyndilega fór togarinn að missa gufu. Hátt skerandi hljóð yfirgnæfði ýlfrið í vindinum. Slðan kvað við sprenging, sem hristi skipið stafn- anna á milli, og varpaði Dodsley stýrimanni kylliflötum á brúargólf- ið. Ljósin slokknuðu, og það varð niðamyrkt um borð. — Hver fjárinn . . . hrópaði Dods- ley og staulaðist á fætur. Og ( þann mund, sem hann hugðist kalla á skipstjórann, kom Ray Mayes æð- andi upp ( brúna. — Hvað hefur komið fyrir? kallaði hann. Þeir heyrðu fyrsta vélstjóra, Bill Smith, kalla á hjálp. Hann lá á þil- farinu, rétt fyrir neðan brúarvæng- inn. Skipsstjórinn þaut honum til hjálpar. — Það eru katlarnir, skips- itjóri. Þeir hafa sprungið, tautaði Smith. Togarinn Arctic Adventurer, fimm

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.