Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 31
 «1 ■ Uvora mundir þú vclfa7 Við viðurkennum fúslega, að stúlkan er meira aðlaðandi en SMITH'S- bílamiðstöðin, en ekki ókveða neitt í flýti. SMITH'S-bílmiðstöðin kostar aðeins kr. 1.590,00 í eitt skipti fyrir öll. SMITH'S-bílmiðstöð fer vel í öllum bílum, auk þess er ekki hætta ó að hún standi uppi í hórinu ó þér! Auðvitað getur þú ekki tekið hana með þér út að borða, en þú getur gert ferðina til og fró -veitinga- staðnum mun þægilegri. Mundu líka, að þú gætir hafa valið „ranga" stúlku, aftur á móti ertu öruggur um, að SMITH'S-bílmiðstöðin er ávallt sú rétta. Auðvitað er þetta erfitt val, en því ekki að slá til og taka báðar. Láttu SMITH'S-bílmiðstöð halda hita á þér og stúlkunni þinni í vetrarkuld- anum — mundu einnig, að þú getur sparað pelsinn. ■ ’/i; ■ :::í //" ";'7; ...7. Mmmi: : ■ ■ . 1 Vofur á heimshöfunum Framhald af bls. 17. sjórinn flæddi inn í lestar og vélar- rúm fyrir hinni ofsalegu árás þessa dauða skips, þessa skips, sem vissu- lega var Frigorifique, því að greini- lega mátti lesa nafn þess, þessa draugaskips, þar sem engan mann var að sjá á þilfari eða stjórnpalli, þessa skips, sem sloppið hafði af hafsbotni og hlaut að lúta stjórn skugga-áhafnar og hvarf nú aftur. Rumney tók að sökkva. Það snerist hægt um sjálft sig, umvafið samblandi gufumökks og þoku. Tveir bátar fjarlægðust það og fluttu burt hlið við hlið, skips- hafnirnar, sem sameiginlegt óhapp tengdi saman. Hásetarnir reru þegjandi. Þeir voru nýbúnir að lifa tvöfaldan harmleik, sem var ofar þeirra skiln- ingi. Það, sem þeir óttuðust um- fram allt var ekki að farast, held- ur að sjá birtast að nýju hinar yfirnáttúrulegu útlínur hins dauða skips, sem hafði sigrað þá. Vissu- lega mæltu öll rök gegn því, að þeir rækjust á það aftur, því að það hlaut nú að vera langt undan, en rök komu þessu máli ekkert við. Skipstjórinn hafði skipað fyrir um að sigla í áttina til næsta lands, en það var einmitt í þá átt, sem hið dularfulla skip, — menn þorðu ekki lengur að kalla það Frigori- fique, — hafði horfið. Þeir blessuðu næstum því þokuna fyrir að hylja það fyrir augum þeirra. Stundarfjórðungi síðar tók að birta, þokunni var að létta. Þokan hvarf, eins og þetta síð- ara slys hefði fullnægt skipsskaða- þorsta hennar. Hula hennar lyftist, og með sama ótta horfðu menn- irnir í bátunum í kringum sig. Skyggni batnaði, og með hverri mtnútu víkkaði sjóndeildarhringur- inn. Létt gola gáraði nú hafflötinn, og mönnum létti, er þeir héldu, að hið dularfulla skip væri horfið. En tæpar tvær mílur í burtu, bak við síðbúinn þokufláka, hélt flakið á- fram ferð sinni í austurátt. En með þokunni hafði einnig horfið andrúmsloft leyndardómsins. Menn sáu nú aftur gamalkunnar strendur með Ijósmerkjum og vit- um, sem þeir höfðu oft áður tekið mið á. Flakið skelfdi nú minna. Menn voru aðeins ruglaðir, og for- vitnin yfirgnæfði allar aðrar til- finningar. Þegar mennirnir voru nú lausir við óttann, — þeir voru að- eins nokkurra klukkutíma ferð frá landi, frá örygginu, — beindist öll athygli þeirra að þvf að leysa gát- una með Frigorifique. „Þetta er ósköp einfalt", sagði skipstjórinn af Rumney. „Það er ekkert furðulegt eða yfirnáttúru- legt við þetta". „Hver er skýring yðar"? spurði skipstjórinn af Frigorifique. „Þér hafið yfirgefið skip yðar of fljótt. Það gat flotið enn f nokkrar klukkustundir". „Má vera. En hvernig gat það haldið áfram að sigla mannlaust"? „Eruð þér viss um, að engir há- setar eða vélamenn hafi orðið eft- ir"? „Algjöriega. Öll skipshöfn mín er hér í kringum mig". „Jæja, þá er ekkert að gera nema ná því aftur. Ef það er að- eins laskað, getum við komizt um borð, gert það siglingarhæft að nýju og komizt til hafnar .. " Og eltingarleikurinn hófst. Frigori- fique fór í stóra hringi, breytti stundum stefnu sinni um nokkrar gráður, snerist stöðugt... Frakkarnir reru bát sínum hratt á eftir skipinu, og eftir að þeir höfðu dregizt oft aftur úr, tókst þeim loks að komast upp að því. Það var enn nokkurt kjölfar: Skrúfan snerist enn. Nokkrir sjálf- boðaliðar klifruðu um borð og köll- uðu. En þar var enginn, hvorki í lestunum né í vélarrúminu né í lúkarnum. Stýrimaður gekk að stýr- inu: það var fast í hægri snún- ingi, eins og skilið hafði verið við það. Þarna var þá skýringin á leyndar- dómnum, hugsaði hann. Þegar við yfirgáfum Frigorifique, flaut það ekki aðeins enn þá, heldur var líka þrýstingur á kötlunum. Stýrið var ( stjórn og hélt þeirri stöðu. Skipið hefur þv( haldið áfram að fara f stóran hring ( þokunni, sem Rumney á sinni hægu ferð hlaut að skera reglulega. Þetta skýrir fyrsta fund okkar og einnig enda- lokin. m Nú er leikiistin ekki mikilvægust lengur Framhald af bls. 19. Þegar við vorum í Bandaríkjun- um gaf ég honum að borða það sem ég vissi að honum þótti bezt, nefnilega grilleraða Texas T steik. Hún hefir hitt Lord Home og Harold Macmillan. Hún strauk lokk frá enninu og brosti glettn- islega. ■ — Auðvitað má ég ekki taka einn fram yfir annan, það vœri maðurinn minn ekki á- nægður með, — en þegar ég hitti Macmillan fékk ég ósjálfrátt dá- lítinn hjartslátt. Hann er alveg ómótstæðilegur. — Er það ekki erfitt að sam- VIKAN 52. tbl. gj SMITHS VORUR FÁST ÁVALLT HJÁ Laugaveg 176 Sími 23285

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.