Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 37

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 37
um hafa félagar Rúnars fengið að sjá, eftir að hann kom heim. í sumar bar Rúnar forláta pott- lok á höfði við öll tækifæri, en óþekktum aðdáanda úti á lands- byggðinni tókst að hnupla frá honum þessu ástkæra fati. Kveðst Rúnar enn syrgja þetta„töff pott- lok“. En þannig er það líka að vera vinsæll. Þú getur ekki einu sinni borið pottlok á höfðinu í þeirri trú, að það muni sitja þar ó- hreyft. 'dk. í fullri alvöru Framhald af bls. 2. að fá fermingarkjól sem slagaði hátt upp í kostnað brúðarkjóls og var oft notaður aðeins einu sinni. Munurinn á kjólum ferm- ingarstúlknanna var oft mjög mikill og það er mikill munur á klæðnaði skólastúlknanna sem væri mikil bót í að samræma. Þeð hefur visst uppeldislegt gildi fyrir telpur að þær klæð- ist í pils og stæli ekki strákana í klæðaburði, en séu að öðru leyti ekki gerðar að dömum fyrr en þær hafa þroska til að skilja hvað það er að vera dama. Oveðursnótt á Norðursjó Framhald af bls. 29. Mayes skipsstjóri tók með sér Ray- worth kyndara og stýrimanninn og hélt niður í kyndiklefann. Þeir þuml- unguð sig áfram í myrkrinu. Fjög- urra þumlunga djúpt vatn lá yfir öllu neðan þilja. Og þar fundu þeir Minns liggjandi í hnipri. í Ijós- bjarma vasaljóssins virtist hann vera illa særður. Dodsley lyfti Minns á bak sér, bar hann upp á þiljur og vafði hann þar inn í teppi. En Minns lézt nokkrum mínútum síð- ar. Klukkan hálftvö um nóttina sendi Brickwood loftskeytamaður út orð- sendingu þess efnis, að Minns hefði látizt, en þeim Smith og Northey færi versnandi. Um þetta leyti var læknir kom- inn um borð í Netherley. Togarinn sendi skeyti til nauðstadda skips- ins og sagðist mundu koma klukk- an tíu. Mayes skipstjóri hafði gert allar varúðarráðstafanir til að gera skip- ið sjóhæft. Lestar voru reyrðar aft- ur, kýraugum lokað og vatnsþéttar dyr kyrfilega skrúfaðar að stöfum. En nú beindust aðal áhyggjur skip- stjórans að særðu mönnunum tveim. Þeir voru mjög illa haldnir vegna brunasára. Það léttist heldur brúnin á mönn- um um borð, þegar tókst að kveikja parafín Ijós. Mayes skipstjóri fékk leiðbeiningar um hvað gera skyldi fyrir særðu mennina, frá lækninum um borð í Venusi. En það var harla lítið, sem hægt var að gera fyrir þá, nema halda á þeim hita. Einn- ig fyrirskipaði læknirinn að gefa þeim morfín til að stilla kvalirnar. Allir vissu nú, að aðeins var tímaspursmál hve lengi þeir myndu lifa. — Heldur þú, að þeir hafi það af, skipstjóri? spurði fyrsti stýri- maður. Hinn yppti öxlum. — Eg get aðeins beðið til Guðs. Skipstjórinn íhugaði ástandið með særðu mennina tvo liggjandi að fót- um sér í brúnni. Hinir áhafnarmeð- limirnir voru í fullu fjöri, og skipið stóðst ágang sjávarins, enda þótt laskað væri. En gætu hinir særðu, báðir menn sem hann virti og treysti sem frábærum sjómönnum, lifað af þar til hjálpin bærist? Þeim fór stöðugt hrakandi. Og eins og til að storka mönnunum, sem þarna börð- ust fyrir lífi sínu á laskaðri fleytu í stórsjó, fór veðrið stöðugt versn- andi. Og skipstjóra varð hugsað til hetjulundar áhafnar sinnar. Þó allt virtist um tíma gersamlega von- laust, hafði ekki einn einasti þeirra æðrazt. Hver einstakur framkvæmdi skipanir þær, sem honum voru gefn- ar, fljótt og vel. Til dæmis Rayworth, sem hafði tekizt að komast upp á dekk neðan úr vélarrúmi, eftir að sprengingin átti sér stað. Hann kom fáklæddur upp í brúna í sama mund sem skip- stjórinn bauð honum að fylgja sér aftur niður í vélarrúmið. Rayworth fylgdi skipstjóra sínum möglunar- laust. Þetta stöðuglyndi Rayworths og reyndar allra hinna áhafnarmeð- lima — ekki sízt bátsmannsins og fyrsta stýrimanns — hefur vafalaust bjargað lífi okkar, sagði skipstjór- inn síðar. — Sjólagið fer versnandi sagði stýrimaðurinn — Við látum akkerið falla, og látum það verka sem rekakkeri. Það ætti að halda okkur upp í vindinn, svaraði skipstjórinn. Hásetar voru kallaðir framá. — Búið ykkur undir að láta akkerið falla, hrópaði skipstjóri. Hið þunga akkeri féll í sjóinn. Akkerisfestin slóst við kinnunginn. Skipshöfnin beið þess í ofvæni, að akkerið myndi snúa skipinu upp í vindinn. Risastórar öldur þeyttu skipinu til og frá, sem væri það eldspýtnastokkur. Jafnvel harðnað- ir sjómenn fundu fyrir hinum trölls- legu átökum skips og sjávar. Hætt- an var yfirþyrmandi. En án véla- afls var akkerið eina von þeirra til að snúa skipinu upp í vindinn. — Ég held að það sé að rétta sig, sagði skipstjórinn. R t *> I A U H A N I EF ÞÉR VILJIÐ VEITA YÐUR OG GESTUM YÐAR URVALS MÁLTfÐIR, FULLKOMNA ÞJÖNUSTU OG HLÝLEGT UMHVERFi ÞÁ VELJIÐ ÞÉR ÖRUGGLEGA NAUSTIÐ QUdilcgi nýdr! i VXKAN 52. tbl. Qrj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.