Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 41
— Tessa, sagði hann. — Taktu ekki ákvörðun fyrir mig. Ég get sjálfur náð í Grierson, ef ég vil. Ég þarf ekki annað en segja næsta lögreglumanni, hver ég er. Leyfðu mér bara fyrst að vita, hvað hann vill. Ég er sérfræðingur í þessum leik, ástin mín, ekki þú. Þögnin er ef til vill mesta áhættan af öllu. Þetta var eini vegurinn til að koma henni í skilning, og hún svar- aði honum undir eins. — Grierson sagði: — Við vitum um Rutter og við getum hjálpað þér, sagði hún; svo lét hún hann hafa símanúmerið. — Sagði hann nokkuð, hverjir þessir „við" værum? spurði Craig. Hún hristi höfuðið: — Meiri lögga, hugsa ég, sagði hún. — Ef til vill, sagði Craig, — en ég held að Grierson sé ekki venju- leg lögga. — Hvað þá? — Skikkja og rýtingur, sagði hann, — blítt bros, og högg, þeg- ar enginn sér. Sá, sem sefur hjá greifafrúnni, meðan einhver annar opnar peningaskápinn og stelur verðmætunum. Hann ætti að passa sig núna. Ég get líka gefið högg. — Hvað ætlarðu að gera? spurði hún. — Refsa þér, svaraði Craig. — Fyrir að segja mér þetta ekki áð- ur. Síðan spurði hún aftur og hann svaraði: — Ég verð að hugsa um það. Ég verð að hugsa mikið um það. Og þegar ég hef svarið á reiðum höndum, skal ég segja þér það. 9. kafli. Loomis sendi aftur eftir Grierson og einu sinni enn dreypti hann á svörtu, sjóðheitu kaffi og hlustaði á nöldrið í Loomis. Það var mjög mikilvægt, að þeir næðu tali að Craig; það myndi bjarga ákveðn- um mönnum, sagði Loomis kvik- indislega, og mikilli vinnu, það gæti jafnvel sparað peninga fyrir skattgreiðendur. Hversvegna í fjandanum gat Grierson ekki haft upp á honum? — Ég er að reyna það, sir, svar- aði Grierson. — Linton hefur helm- inginn af gáttaþefunum í London á sínum snærum. Við fylgjumst með höfnum og flughöfnum og reynum eftir beztu getu að hafa auga með lestunum. Vandinn er sá, að við finnum engar myndir af honum nema þessar frá stríðinu. Ég hef látið hressa svolítið upp á þær en þær eru ekki beinlínis portrett. Viltu, að Linton láti blöðin hafa þær? _- Drottinn minn, nei, svaraði Loomis og brá litum. — Ef ég hefði minnstu hugmynd um, hversvegna þú þarft á honum að halda, gæti það orðið að liði, svaraði Grierson. — Allt í lagi, svaraði Loomis. — Þú getur ekki sagt, að ég leggi þér ekki lið. Ég þarf að fá Craig til að vinna fyrir mig. Bolli Grier- son skall í undirskálina. — Craig? Vinna? — Ekki öskra, þrumaði Loomis. — Ég þoli ekki fólk, sem öskrar. Vinnu, já, hversvegna ekki? Hann er sá eini, sem getur gert það, fyrir utan þig. Þú gætir ef til vill gert það, ef þú værir heppinn og ef ég finn ekki Craig, verð ég að nota þig hvort sem er. En ég vildi fremur nota hann. Hann þarf ekki á heppninni að halda. — Hvaða vinna er þetta? spurði Grierson. — Þessi í Nissa, svaraði Loom- is. — Hann er sniðinn fyrir hana. Hvar í fjandanum heldurðu að hann sé? — Hef ekki hugmynd, svaraði Grierson. — Ég hef hana, sagði Loomis. — Það er augljóst mál. Hann er ennþá hjá þessari Tessu. [ Holland Park. — En við höfum tvisvar leitað þar. — Kannske hann hafi verið of snjall fyrir ykkur. Það er kannske óhugsandi? hreytti Loomis út úr sér. — Á ég að fara núna og gá að honum þar? — Nei, svaraði Loomis. — Hann gæti gert þér miska. Farðu og hlust- aðu í íbúðinni við hliðina. Farðu í búning einhver iðnaðarmanns, eða eitthvað þessháttar, þú hlýtur að geta klórað þig út úr því. Grierson var heppinn. Maðurinn ( næstu (búð var piparsveinn að nafni Reddish og á ferðalagi. Gri- erson hafði upp á húsverðinum, ræddi við hann með ógnþrunginni ró um möguleikann á gasleka, og var umyrðalaust hleypt inn í íbúð- ina. Hann setti upp tæki sín og tók af mestu vandvirkni upp á segul- band muldur í röddum, brak í SKRIFSTOFU- STÖLAR VINNUSTÖLAR TRÖPPUSTÖLAR OG ALLAR STÆRÐIR AF FERKÖNTUÐUM OG HRINGLAGA BORÐUM L Króm-húsgögn Hverfísgötu 82 - Slmi 2117B Nýtízku húsgttgn I eldhús Létt sterk þægíleg VIKAN 52. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.