Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 43
rúmi og fossniðinn í klósettkassan- um. Einu sinni notaði hann símann hjá Reddish og hringdi í númer Tessu, þegar hann hafði séð hana fara út, það var enginn anz, en stuttu síðar var sturtað niður einu sinni enn. Svo gerðist ekkert þar til Tessa kom aftur og Grierson fékk Radio Luxemburg ( eyrun á fullum krafti, og komst að þeirri niður- stöðu, að hann hefði heyrt nóg. Auðvitað hafði Loomis rétt fyrir sér, og í fyllingu tímans myndu hann og fleiri, líklega Linton líka, verða barðir til óbóta, þegar þeir reyndu að lokka Craig til að fá sér kaffi í Queen Anne's Gate. Þangað til hafði hann ekkert annað að gera en að skila aftur tækjunum og bjóða stúlku út í mat, meðan ver- ið væri að vinna úr þeim gögnum, sem hann hafði fengið. Eini vand- inn var sá, hvað stúlku hann ætti að bjóða. í íbúð Tessu gruflaði Craig yfir því, hvort hann ætti að hringja í Grierson. ( huga hans komst ekk- ert annað en hvernig hann kæmist af, og einnig hún, og með var- færni velti hann því fyrir sér, hvað hann ætti að gera, en til þess fannst honum nauðsynlegt að rifja það upp sem hann hafði verið, hvaðan hann hafði komið. Hann mundi bjórkennda kætina í húsi föður síns, gleðina þegar hann fór í veiðiferð- ir með honum. Mundi eftir heima- bökuðu kökunum og því hve faðir hans var snjall í meðferð báta. Svo hafði móðir hans svikið hann og síðan voru konur víðsjárverðir grip- ir, undanlátssemi við sjálfan sig, lúxus, sem bar hættuna í sjálfum sér eins og ógætilega tíndir, villtir sveppir. Hann hafði alltaf farið varlega gagnvart konum þar til núna. Nú allt í einu neitaði hugur hans að skynja Tessu sem vanda- mál. Hann gat treyst henni og hann vissi það án þess að þurfa að leita að sönnunargögnum. Hann hugsaði um munaðarleys- ið og um þær þjáningar, sem hann hafði orðið að þola, þar til líkami hans þroskaðist og hraði hans og afl hafði fært honum frið. í fyrstu hafði hann grátið og liðið kvalir, en eftir að hann hafði lært að meiða, hafði enginn þorað að leggja til við hann. Hann var skil- inn eftir einn ( einmanalegu stolti. Næst voru það fósturmæðurnar, góðar, slæmar, flestar aðeins skeyt- ingarlausar. Síðan sjóherinn. Sjór- inn aftur og öryggið meðan stríð- ið stóð; eini tími ævinnar, þegar hæfileikar, sem hafði verið þröngv- að upp á hann,- framsækni, skeyt- ingarleysi, viljinn til að komast af, höfðu verið viðurkenndir af opin- berri halfu; þeir höfðu jafnvel borg- að honum fyrir að nota þá. Og eft- ir stríðið var það ráðlegging Mc- Larens og sjórán — það var bezta orðið fyrir það — í Tangier. Og síð- an Rose Line, tækifæri allra tæki- færa. Craig velti því fyrir sér, hvað McLaren væri að gera. Hann hafði talað um að verða skólakennari, en það virtist óhugsandi, að nokk- EINANGRUNARGLÉR S ARA ABYRGÐ. YFIR 20 ARA REYNSLA HERLENDISH!!! EGGERT KRISTJANSSON G CO. HE SÍMl 11400...... ur maður gæti kennt eftir að hafa kynnzt allri þeirri örvæntingu, sem hafði komið McLaren til að lýsa því yfir, með svo óbilandi trú, að það yrði ekki rúm fyrir neitt eftir stríð- ið, nema afkomu manns sjálfs. Það væri svölun að sjá McLaren á ný og segja: Hér er ég, ég gerði það sem þú ráðlagðir mér. Álítur þú enn, að ráðlegging þín hafi verið góð? McLaren hafði sagt, að sjó- rán eða prúðmennska væri aðeins eigið val, og Craig, sem var ensk- ur hafði slegið til og reynt hvort tveggja, vegna þess að McLaren hafði sagt að menningin væri bú- in að vera og það eina, sem hægt væri að gera, væri að leggja und- ir sig nógu mikil völd til að gera lífið bærilegt. Hann hafði lagt þau undir sig — tekið um kverkarnar og snúið upp á þar til fórnarlörríbin æptu. Síðan slegið aftur; fórnarlömbin, sem hann hafði valið sér, voru eins töff og hann sjálfur; hert í Indó- kína, ár eftir ár í vonlausu stríði, þangað til þau áttu ekkert eftir nema eyðileggingarþjálfunina og þörf á sigri. Hverskonar sigri? Frá indókína höfðu þeir flutzt til Norð- ur-Afríku, glæsilegustu þorparar ( sögunni, og f Norður-Afríku höfðu þeir rekizt á Craig, sem af miklum dugnaði seldi fallstykki, basúkur, handsprengjur og vélbyssur, og kaupendurnir voru skotglaðir Ar- abar, sem tókst vel upp, ef þeir gátu snúið vopninu rétt. Eyðilegg- ingin, sem þeir höfðu valdið, var gtfurleg og fullkomlega út ( blá- inn. Með byssunum, sem hann hafði útvegað þeim, höfðu þeir drepið Frakka, konur og börn og hver annan: hrausta og vanheila, unga og gamla, greinarmunur var eng- inn gerður. Um leið og þeir vissu hvar gikkurinn var, tóku þeir í hann. í augum Evrópumanna Var þetta meira en skelfilegt, þetta var óskiljanlegt, en þeir borguðu vel, út í hönd, alltaf. Frakkar höfðu slegið aftur, ekki af meiri grimmd, það var ekki hægt, en til muna markvissar. Þeir höfðu leitað uppi frelsisbaráttu- menn og skæruliða (sem alltaf eru eitt og hið sama, aðeins stigmun- ur), foringjana, starfsliðið, birgða- uppspretturnar og þannig á end- anum höfðu þeir rekizt á Craig, sem þeir ákváðu að ætti skilið að deyja fyrir að selja villimönnum drápstæki. Craig minntist manna og kvenna, sem hann hafði hitt eftir pyndingar, berir fingur og tær kram- in undir herstígvélum, rafmagns- högg í eistun. Honum hafði verið sýnd tækin, sem vorú notuð til þess. VIKAN 52. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.