Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 44
Hvað kostar Vikan? Þú getur fengið Vikuna á kr. 23.08 með því aS vera áskrifandi - ÁSKRIFTARSÍMINN ER 36720 V1KAN Afmælisleikföng handa Marquis de Sade. Svo voru sprengiuórósir í Arabahverfunum, ungir nýlendubú- ar hlaupandi um strætin og ó pönnulok og bílflauturnar var spil- að það sama; AI-ge-rie-Fran-caise. Ba-Ba-Ba — Ba-Ba. Þeir voru engu skórri en Arabarnir; ef til vill verri. Craig varpaði þessu fró sér. Rétt og rangt kom þessu móli ekki við, ekki fyrir hann. Þetta var aðeins verzlun, sem þurfti til að uppfylla þarfir tveggja gagnstæðra sjónar- miða. Þetta hafði verið orðtak Baumers. Baumer hafði aldrei ver- ið ónægður, fyrr en hann hafði breitt yfir hróa verknaði með stór- um, virðulegum orðum. Engu að síður myndi hann hafa selt bóðum aðilum, ef markaður hefði verið til þess, en Frakkar komust af ón Baumers og Craigs, Craig hafði aldrei komizt af ón þeirra. Þeirra vegna hafði hann grætt hundrað þúsund sterlingspund, skattfrjóls. Hann þurfti ekki framar að óttast munaðarleysi né fósturmæður. Framhald í næsta blaði. íste-, Í'* Örkla er á Hi. UNGFRU YNDISFRIÐ yður hið laiidsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR ER ÖRKIN HANS NOA? » ðUtaf saml lelfaurlnn i hennl tínd- oklnre. Hún hefur fallS örkina bans efafhvers ataEar i blaSlnu oe hfcittr verMmimim'Iianda belm, sem pefcur IMWnn Vesfflaunln eru stór Kon- failur at bezta konfeWl, og er auSvltaS SælsætlsrcrS- Síðast er rfttítis var hlaut verSIaunln: Halla Hreggviðsdóttir, Stigahlíð 2, Reykjavik. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 52. tbl. Framhald af bls. 23. drepsskap, að þola bæði afbrýðissemi, undirferli og.. .. ótryggð, yðar hágöfgi, bað er ekki fyrir mig. Að vera eitthvað, sem eigandinn kast- ar til hliðar eins og aflóga leikfangi — til þess þarf meiri framagirni, meiri ást, en ég hef til að bera. Það reið Mademoiselle de la Valliére að fullu, og ég er ekki eins þykkskinnuð og Madame de Montespan. Hún reis snöggt á fætur. — Verið henni trúr, Sire. Hennar orka er jöfn yðar, ekki mín. Freistið mín ekki framar. — Er yðar freistað? Hann vafði hana örmum og fól andlit sitt í hári hennar. — Ótti yðar er ástæðulaus.... Þér þekkiö mig aðeins á yfirborðinu. Hvaða annarri konu hefði ég fyrirgefið svo margt? Hinar undanlátssömu eru leiðinda grátkerlingar, hinar framgjörnu verður að berja mörgum sinnum á dag, ef þær ætla ekki að gleypa mig, en þér.... Þér eruð fædd til að vera sultana-bachi, eins og hann sagði, þessi dökki prins, sem vildi fá yður með sér. Konan, sem getur ráðið yfir konunginum. Ég viðurkenni tiltilinn. Ég lýt yður. Ég elska yður á hundrað mismun- andi vegu, fyrir veikleika yðar, fyrir dapurleik yðar, sem mig langar að eyða, fyrir fegurðina, sem mig langar að eignast, fyrir gáfurnar, sem rugla mig í ríminu, sem ég þarf á að halda á sama hátt og ég þarf á að halda dýrum hlutum úr gulli og marmara í kringum mig, næstum of fögrum í fullkomnun sinni. Þér hafið gefið mér það, sem mig hefur vantað — trúnaðartraust. Hann hafði lagt hendur sínar á vanga hennar og sneri andlitinu að sér, eins og hann þreyttist aldrei á að reyna að rjúfa leyndardóm hennar. —• Ég á von á öllu frá yður, og ég veit, að ef þér gætuð hugsað yður að elska mig, mynduð þér ekki svikja mig. En meðan þér eruð ekki mín, meðan ég heyri yður ekki andvarpa í ástarsælu, er ég óttasleginn. Ég óttast, að þér reynið að veiða mig í lævísa gildru. Þessvegna vil ég flýta fyrir uppgjöf yðar, því þá hef ég ekkert að óttast, hvorki yður né allan heiminn.. .. Hafið þér nokkurn tíma ímyndað yður það, Ange- lique.. . . Þér og ég saman. . .. Hvað gætum við ekki gert? Hvaða sigra gætum við ekki unnið? Hvaða dýrðarbauga gætum við ekki bundið okkur? Þér og ég saman.. . . Við værum ósigrandi. Hún svaraði ekld. Það var eins og heljarstormur hefði skekið hana á grunni. Hún hélt augunum lokuðum og konungurinn sá aðeins fölt andlit hennar og svip, sem ekkert gaf til kynna. Hann sá, að andartakið var liðið hjá. Hann andvarpaði. — Þér viljið ekki svara án umhugsunarfrests? Það er rétt hjá yður. Jæja, þrákálfur, ég gef yður enn eina iðrunarviku til að róa reiðina og hugsa í næði um orð min. Svo nú skulið þér fara aftur til húss yðar i París fram á næsta sunnudag. Þá munu Versalir taka á móti yður einu sinni enn, fegurri en nokru sinni fyrr, dáðari, ef mögulegt er, og enn öruggari sigurvegara en áður yfir hjarta mínu, þrátt fyrir víxl- spor yðar. Því miður hafið þér kennt mér, að Þótt konungurinn sé mikill, getur hann ekki fyrirskipað ást, aðeins trúnað, jafnvel ekki ástríðu, en ég skal vera þolinmóður, ég skal ekki örvænta. Sá dagur kemur, að við förum saman til Cjdhera. Já, ástin mín, sá dagur mun koma, að ég leiði yður inn í Trianon. Þar hef ég hyggt litla pagóðu úr postulíni til að elska yður í, burtu frá þysnum og undirferlinu, sem þér óttist, með aðeins blómum og trjám, sem vita hvar við erum. Þér munið vera hin fyrsta til að nota hana. Hver steinn, hver hlutur, hefur verið vaiinn handa yður. Mótmælið ekki. Leyfið mér aðeins að vona. Ég kann að bíða. Hann hélt í hönd hennar og leiddi hana að einum hellisdyrunum. — Sire, má égspyrja fréttar af syni mínum? Það færðist skuggi yfir andlit konungsins: — Æi, já, það er enn eitt áhyggjuefnið, sem þessi óstýriláta fjölskylda hefur valdið mér. Ég verð að reka þann unga svein úr stöðu sinni. — Vegna ónáðar minnar? —• Alls ekki, ég hafði alls ekki hugsað mér að láta hann gjalda þess. Hegðun hans olli mér óánægju. Tvisvar hefur hann látið I það skína að Duchense, yfirþjónninn minn, hafi ætlað að eitra fyrir mig, og það er allt og sumt. Hann lét sem hann hefði séð hann setja duft í matinn minn og ásakaði hann hástöfum fyrir það. Af eldinum í augum hans og skýrum orðum vissi ég, að hann hafði erft framhleypni móður sinn- ar. — Sire, étið ekki þennan mat og drekkið ekki þetta vín, sagði hann hátt og skýrt, eftir að maturinn hafði verið prófaður. — Monsieur Dushense hefur sett eitur í það. — Ó, guð! andvarpaði Angelique hnuggin. — Sire, ég veit ekki hvern- ig ég á að lýsa fyrir yður óánægju minni með drenginn. Hann er allt of yfirspenntur, og hefur allt of frjótt ímyndunarafl. — 1 seinna skiptið, sem hann sagði Þetta, varð ég að vera harður. Ég vildi ekki refsa of Þunglega dreng, sem ég hafði áhuga fyrir vegna hlýrra tiifinninga minna í yðar garð. Monsieur var þarna. Honum fannst gaman að drengnum og vildi ráða hann í þjónustu sína, ég gaf honum leyfi til Þess. Sonur yðar er nú i Saint-Cloud, þar sem bróðir minn hefur aðsetur á vorin. Angelique brá litum. — Þér létuð drenginn minn fara í það sorpræsi! VIKAN 52. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.