Alþýðublaðið - 12.02.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.02.1923, Blaðsíða 1
ublaðið ,ií^.'' '~:'--'\y~ , ; 'fe Gefið út e.f ^LlþýduflokkxiiitiB j* 1923. Mánudaginn 12. febrúar, 33. tölublað. Kaupmenn og jafnaíarstefnan. Frá því. að hafið var að starfa fyrir framgangi jafnaðarstefnunar hér á laodi, hefir það þótt eftir- takanlegt, að kaupmenn hafa talið sér skylt að fylla flokka þá, sem barist hafa á 'móti henni og flokki þeim, er fyrir hennt berst, Alþýðufiokknum. Þetta stafar sjálfsagt aðallega át því, að »kaupmenn standa hér yfirleitt á lágu menningarstigi, \ en það er eitt höfuðeinkonni slíkra manna . að tylla sér á tá við þá, sem þeir álita sér meiri, og annað að meta menn eftir fjárafia, en það er nokkurn veginn það óskynsamlegastamat ámönn- uuj, sem hugsast getur. . Nokkru kann líka að hafa ráðið, að ýmsir kaupmenn hafa talið sér skylt að vera á móti jafnaðarstefnunni af þvt', að þeir vora atvinnurekendur jafnframt, og hinir síðan af hugsunarlausri hermihneigð étið það eftir. En hver sem ástæðan er,' þá getur hún alment séð ekki lfgið í öðru ,en mentunarleysi. Þetta er *ekki sagt þeim til lasts, því að líklegt er um þá marga, að þeir hafi í æsku ekki átt kost á netnni mentun, og það er ekki þeim áð kenna, heldur hinu óhæfa þjóðfélagfskipu'agi. Þegar þeir eltust, hefir matarstritið og hversdagsáhyggjur tekið frá þeim tækifærið til að bæta sér upp það, sem þeir fóru ranglega á mis við í æsku. En þó að þetta, einmitt þetta, ætti að gera þá fúsa til andstöðu við skipulagið, þá er nú ekki því að heilsa, og það er ekkert óeðlilegt. Þegar menn eldast, stirðna þeir í móti aðstæðnanna. XU þess að mýkja þá og móta Islenzkt smjör nýkomíð. Kanpfélayið, Laugaveg 43. upp, þarf heita viðburði og harðar aðstæður og breyttar. Nú er þetta að lagast. Ettir þvf, sem mentun kaup- mannastétfcarinnar eykst, kemur það betur í Ijós fyrir þeim, að þeir hafa eiginlega enga ástæðu til að vera á móti jafnaðarstefn- unni fremur hér en í öðrum löndum, þar sem fjöldi kaup- mánna eru jafnaðarmenn og það, þótt auðmenn séu. Frá sjónar- miði hreinnar kaupmensku er þeim og sýnilegur hagur að ýmsum þeim umbótum, er jafn- aðarmenn berjast fyrir, svo sern bættum launakjörum htnna starf- andi stétta. Þverrandi kaupgjald verka- manna sökum lækkaðs kaup- gjalds hefir þegar fært ýmsum heim sanninn um þ'etta. Nú eru til menn meðal kaupmanna, sem fylgja jafnaðarmönnum, og margt er óspálegra en það, að það, sem nú er undantekning, verði áður en langt um Ifður regla, en hitt verði þá undantekning, að kaup- maður sé móti jafnaðarmönnum. Um daginn og veginn. Osannindi og líklega yísvitandi, eru það í „Morgunblaðinu", að borin hafi verið upp á prentara- félagsfundi tillaga um að reka þá féíaga, sem „Alþýðublaðið" prenta. Slík tillaga kom aldrei fram, hvað þá, að hún væri borin upp. En skýrt var par frá kröfu stjórnar F. í. P.( að þeir væru reknir, og vildi vitanlega enginn maður sinna henni. Því, hvað Gutenberg segi, þarf ekki að svara. Hann er nú dáinn fyrir því nær 455 árum, karlinn, og var heldur ekki neitt hneigður til ósannsögli, svo menn viti; eru því engar líkur til, að riann væri á öðru máli en „Alþýðu- blaðið", þó hann lifði. .» Snjallar fjaraflaklær eru Kjós- endaíélags-stjórnarlimirnir. Þegar ekkert annað fæst, taka þeir rikis- ptjórn og bankastjórnir og sýna þær almenningi . fyrir. krónu. Má, búast við, að þeir sigli hráðum með þær til að afla út'ends gjald- eyris og bjarga með því genginu. Kári Sölnxundarson kom í fyrra dag frá Englandi og fer í dag út á ísflski — náttúrlega í banni. í Sandgerði gátu bátar alment ró,ið 2 daga fyrir helgina og fisk- uðu allvel. Fulltrúaráðsrundur er í kvðld kl. 8 í Alþýðuhúsinu. Ólarur Friðriksson talaði á laugardagskvöldið 3. þ. m. í Menta- skólanum. Var hið mesta fjöl- menni skólapilta viðstatt. Sagðist ræðumanni mjóg vel, og fengu skólapiltar alt aðra hugmynd um Ólaf en þá, sem þeir hafa hingað til fengið af auðvaldsblöðunum. Viösfaddur. Isfiskssala. Nýl<ga hafa selt afla sinn í Englandi Belgaum fyrir 1710, Þórólfur, fyrir 1435, Hilmir fyrir 1653 sterlingspund,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.