Vikan - 12.05.1966, Side 10
ER HÆGT AÐ TALA UM HLAKU f FAGURBÖKMENNTUM EFTIR SVO KALLAÐAR KERLINGABÆK-
UR OG ÆVISAGNAÚTGAFUR í ÁRARAÐIR? MARKA FJÖRAR NÝJAR SKALDSÖGUR ÞAU TÍMA-
MÓT, SEM AUGLÝSINGAR HERMA?
GREIN
EFTIR
DAG ÞORLEIFSSON
Teikning Baltasar
Eitt mesta skáld síðastliðinnar
aldar var Fransmaður að nafni
Rimbaud, sem sumt fólk hér-
lent kannast kannski við úr þýð-
ingum Jóns Óskars. Hann hætti
að yrkja jafnskjótt og hann
komst til vits og ára og varð
þrælasali. Þetta var skýrleiks-
piltur og hefur ef til vill verið
þó nokkuð á undan sínum tíma;
núorðið freistast maður æ meir
til að halda, að stöðugt fleiri
manneskjur komist að þegjandi
samkomulagi um að ljóðið sé
„átofdeit"; það heyri til liðna
tímanum líkt og galdrar, að ekki
sé hægt að yrkja ljóð af verulegri
alvöru, heldur sem einskonar
föndur og fikt út úr makræði og
iðjuleysi, líkt og háttur var pers-
neskra höfðingja.
í fullu samræmi við þetta virð-
ist mér íslenzk Ijóðaframleiðsla
síðustu ára hafa verið, en hitt
er ekki síður uggvænlegt, að aðr-
ar greinar bókmennta hafa á
sama tíma átt álfka litlu gengi
að fagna. Nú fyrir síðustu jól
bregður hinsvegar svo við, að
á markaðinn snjóar skáldsögum,
sem vekja að minnsta kosti ó-
skipta athygli og umtal, sem er
viðkunnanlegt fráhvarf frá loð-
mullu þeirri, sem fylgt hefur
samtals- og kerlingabókum og
ýmislegu andlegu pródúkti öðru,
hvers framleiðendur þó ef til
vill hafi talið sig eitthvað estit-
ískari en Siggu frá Vik. Á und-
JQ VIKAN 19. tbl.
I