Vikan


Vikan - 12.05.1966, Síða 13

Vikan - 12.05.1966, Síða 13
VILHJÁLMUR S. VILHJÁLMSSON, rithöfundur Þcinnig var spurningin eins og hún var lög'ð fyrir mig. Ég gæti svarað henni með einni setningu: Vefarinn markaði alls ekki nein tímamót þegar hann kom út . . . Og með þessu, er spurningunni í raun og veru svarað til fulls, en ég get þó ekki lótið við þetta sitja, og þá fyrst og fremst með tilliti til hinna ungu höfunda, sem um er rætt. Vefarinn mikli kom út 1927. Þá var Halldór Laxness nýkominn frá Ítalíu og hafði í hug að komast vestur um haf. Hann þurfti vitanlega að koma út skáld- sögunni, sem hann hafði skrifað í Taor- mínu „allsnakinn með einglyrni, reykj- andi sigarettur í sífellu og berjandi frá sér flugur". En það var hægara sagt en gert, enginn vildi líta við sögunni til út- gáfu. Þá var Ragnar Jónsson ekki vakn- aður. Við tókum okkur þvi til, nokkrir jafnaldrar og vinir skáldsins, og reyndum að safna áskrifendum og svo var sagan gefin út f heftum, sem síðan voru borin til áskrifenda og seld á götunum, eins og dagblöðin nú. Mér gekk ekki verr en öðr- um að fá menn til að skrifa sig á, bág- lega gekk það samt. En Halldóri létti þeg- ar hann gat farið að lesa söguna á prenti og þá var hann glaður, liggjandi í blikk- bala eins og smábarn í baði, og það fuku af honum brandararnir . . . En sag- an vakti ekki neina athygli. Ég man þó að Ágúst Jónsson, faðir Láru miðils, sem orkti mikið f Alþýðubiaðið og birti þar ýmiskonar fróðleik, skrifaði mjög fallega um bókina. Hann var einn þeirra sem hafði gerzt áskrifandi enda laus á aur- unum ef hann átti nokkra, en hann var oft lasinn og gat ekki unnið . . . Áratug- um seinna fóru menn að halda því fram, að Vefrainn hefði vakið gífurlega athygli og siðan valdið straumhvörfum. Hann vakti ekki neina athygli og fáir vildu lesa sög- una. Hins vegar má segja, að með þessari sögu hafi Halldór fyrst birzt, sem „þrosk- aður" rithöfundur. Það var Bréf til Láru L_________________________________y -------------------------- eftir Þorberg, sem vakti gifurlega athygli um leið og bókin kom út, 1924, og olli næstum því straumhvörfum samtímis, þó að háirfin yrðu sterkari og örlagaríkari síðar . . . Ég hef lesið af gaumgæfni allar þær fjórar skáldsögur, sem um er rætt og komu út á síðasta hausti. Mig langar af þessu tilefni, að segja nokkur orð um þær og þá fyrst og fremst til þess að láta skoðun mína í Ijós um það, hvort þær muni valda straumhvörfum í skoðana- myndun, stíl, efnisvali og byggingu. DÆGURVÍSA. Sagan er vel skrifuð. Hugmyndin er ágæt. Eitt hús og örlög fólksins, sem í því býr. Megingallinn er sá, að skáldkonan, sem er þó oft snjöll og býr yfir skaphita, hættir sögu persóna oft i miðju kafi, þannig að atburðarásin dettur niður. Samskipti íbúanna eiga ekki rauðan þráð og þar með er sama og ekk- ert, sem sameinar örlög flestra þeirra. Sagan getur ekki valdið straumhvörfum. Hitt er allt annað mál, að Jakobína Sig- urðardóttir getur valdið straumhvörfum. Hún yrkir betur og á heitari tilfinningar en flestir aðrir, sem nú yrkja. ORGELSMIÐJAN. Þetta er alger fanta- sía, og sami kaflinn upp aftur og aftur. Hann svipar til Gangrimlahjóls Lofts Guð- mundssonar, sem er síst verri saga. Bók- in er skelfilega erfið aflestrar. Ég vil ekki lenda aftur í sömu átökum. Þessi bók get- ur ekki valdið straumhvörfum. Hún á ekki erindi við manneskjur. Framhald á bls. 49. — EINAR BRAGI Ijóöskáld Nei, nei. En ég vænti góðs af þessum uppreisnaranda. BJARNI BENEDIKTSSON, rithöfundur Ég er ekki viðbúinn að meta þau „tíma- mót í skáldsagnagerð okkar", sem fyrir- spyrjandi telur Bréf til Láru og Vefarann mikla hafa valdið „á sínum tíma". Bréf til Láru er ekki skáldsaga; og ætli það sé ekki löngum æði torvelt að festa hend- ur á beinum áhrifum einnar bókmennta- greinar á aðra? Og hvaða timamótum olli Vefarinn mikli? Ef Halldór Laxness hefði aldrei samið seinni skáldsögur sín- ar, heldur snúið sér til dæmis að bissness eftir ritun Vefarans — hver væri þá hlut- ur þessarar sögu í skáldsagnagerð okk- ar? Ég veit það ekki. Hitf veit ég, að Vef- arinn er hæpið listaverk. Ég held hans væri að litlu getið, ef hann væri ekki á- fangi á ritferli manns, er SEINNA reynd- ist frjóasti skáldsagnahöfundur fslendinga. En Vefarinn er í sjálfum sér ekki mark- verðari fyrir það, að höfundur hans rit- aði síðar Ljósvíkinginn og íslandsklukk- una. Ég hlýt þvi að sneiða hjá öllum sam- anburði á áhrifum Vefarans mikla og Bréfs til Láru annarsvegar og hugsanleg- um áhrifum þessara fjögra nýju sagna hinsvegar. En ég álít, í stuttu máii, að þær muni ekki marka nein þáttaskil í ís- lenzkri skáldsagnagerð. Vissulega eru talsverðir bjórar í sögunum; höfundar þeirra eru skáld allir saman; af sumum þeirra gæti verið góðs að vænta. En þær skortir sem heild iistræna og hugmynda- lega burði til að geta átt þátt í að lyfta islenzkri sagnagerð til nýrrar vegsemdar. Ég vænti þess, að íslenzkir höfundar láti þjóðfélagsmál til sín taka í skáldsögum nú á næstunni. En það verður ekki fyrir fordæmi þessara sagna, heldur af því að þjóðfélagsgagnrýni liggur [ loftinu — eins og við þekkjum af bókmenntum fjórða áratugsins. Samtíminn kallar á ferskt gild- ismat, skilgreiningu, túlkun hlutanna, ný viðbrögð og skyggn augu. Hver veit nema næstu árin verði samdar svo ágætar sósí- Framhald á bls. 44. V______________________________________, VIKAN 19. tbl. ^

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.