Vikan


Vikan - 12.05.1966, Page 15

Vikan - 12.05.1966, Page 15
r Það var þá — fögur, tiibeðin og fræg. Þetta er Hedy Lamarr á árunum 1930—40. — Ég leik aldrei framar í kvikmyndl Þreytt og taugaveikluS hélt Hedy Lamarr síðasta blaða- mannafund sinn. Síðasta „hlutverk** Hedy Lam- arr varð sorgarleikur. Hún var fyrirmynd ungu stúlknanna, draumur ungra manna é gift- ingaraldri, hún var í mörg ár eggjandi tákn konunnar í amerískum kvikmyndum. Nú er hún búin að vera sem kvik- myndastjarna. í fimm klukkutíma varð Hedy Lamarr að hýr- ast í fangelsi, þangað til lögfræðingur henn- ar borgaði fyrir hana lausnargjaldið. í hvert sinn sem nafn hennar hefur verið nefnt, hefur fylgt þvl einhver viðbótarskýr- ing; það var hún sem ögraði kvikmynda- bænum og kreddufullri hræsni ameríska pat- ent móralsins, það var hún sem sóst nakin ( hinni umdeildu kvikmynd „Extas"!órið 1931. Það var hin sérstaka fegurð hennar, hvít húðin og svart hórið, sem lagði heiminn að fótum hennar og það voru beztu kvikmynda- leikararnir, eins og t.d. Charlie Boyer, Clark Gable, Gary Cooper, Humbrey Bogart, Gary Grant og David Niven, sem voru mótleik- arar hennar. Hún var tókn hinnar veikbyggðu, eggj- andi konu, sem þarfnast og þróir aðdóun sterkra manna, fró því hún fyrst kom fram í byrjun órs 1930, þar til hún dró sig I hlé órið 1951, þó 37 óra gömul. Hún var fyrirmynd ungu stúlknanna, sú sem þær vildu helzt líkjast; og hún var draumur ungra manna ó giftingaraldri, þeirra sem nú eru róðsettir feður um fimm- tugt. Það voru þessir feður sem sóu sína æsku- dís blasa við ó forsíðum blaðanna, nú fyrir nokkru. Þeir þekktu hana strax, hún hafði ekki breytzt svo mikið. Þessi fimmtuga kona var ennþó athyglisverð og falleg. Einn af fyrrverandi aðdóendun hennar sagði ( sjón- varpsviðtali: — Andlitsdrættir hennar eru þroskaðri, hún er svipmeiri, jafnvel fallegri en hún var sem ung stúlka. Að öðru leyti finnst mér hún al- veg eins . . . Það þekktu hana allir, þrótt fyrir það að hún hafði ekki verið í sviðsljósinu síðasta óratuginn. Það sem fólk ótti erfitt með að ótta sig ó og skyggði töluvert ó draumana um þessa fögru konu, voru myndirnar í blöðunum; and- litið ó Hedy Lamarr bak við fangelsisrimla og lögregluvarðmaður fremstur ó myndinni. Þessi fyrrverandi stjarna og tókn kvenlegs kynþokka órið 1931, hafði verið tekin föst fyrir ómerkilegan kjörbúðarþjófnað ( Los Ang- eles. Þrótt fyrir það að hún hefur ekki sézt á kvikmyndatjaldinu ( 14 ár, varð hún á ein- um klukkutíma mest umtalaða kona Banda- rtkjanna þennan dag. Hún var á forslðum allra blaða, ( fréttum bæði í útvarpi og sjón- varpi, hún var aðal samtalsefnið á vinnu- stöðum og á hverju heimili. Þetta sýnir hve mikil ítök hún átti f mið- aldra kynslóðinni, sem ypptir öxlum þegar talað er um Brigitte Bardot, hlær að Bítlun- um og hefur ekki hugmynd um fólk eins og Beach Boys, Gary Lewis, Sonny & Cher eða Bob Dylan. Það fyrsta sem þessu fólki datt í hug var að hér hefðu orðið alvarleg mistök. Hvernig gat það verið að Hedy Lamarr, sem ótti milljónir og aftur milljónir gæti gert Framhald á bls. 49. J VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.