Vikan


Vikan - 12.05.1966, Qupperneq 20

Vikan - 12.05.1966, Qupperneq 20
Angelique og soldánlnn nauðgað af Mölturiddurunum, spurði Angelique með nokkurri kald- hæðni. — Þeir eru hinir valdamestu af kristnum mönnum umhverfis mið- jarðarhafið, sagði félagi hennar og ranghvolfdi í sér augunum. — Jafnvel Tyrkirnir eru hræddir við þá og sýna þeim lotningu, því ridd- ararnir verzla í hverri höfn umhverfis Miðjarðarhafið, og þeir eru óhæfilega ríkir. Vissuð þér ekki, að þeir eiga Vefstofuna hér í Candía? Ég heyrði, að ein af galeiðum þeirra væri í höfninni hér, og að yfir- maður þrælahalds þeirra myndi verða á uppboðinu, þar sem við verðum seldar. En ég gleymi að þér eruð frönsk og þið hljótið að hafa stóra þrælamarkaði í Frakklandi. Það er sagt, að Frakkland sé valdamikil þjóð. Er hún eins stór og Malta? Angelique leiðrétti hana. Nei, Frakkland átti enga þrælamarkaði, og var tíu sinnum stærra en Malta. Sú armeníska hló upp í opið geðið á henni. Af hverju var þessi franska kona að finna upp sögu, mun fáránlegri en jafnvel Þær, sem Arabarnir sögðu? Allir vissu, að það var ekki til kristin þjóð stærri en Malta. Angelique gafst upp að reyna að sannfæra hana. Hún sagði, að sú tilhugsun, að vera seld í Vefstofu hinna göfugu Mölturiddara, væri í hennar augum engin huggun fyrir frelsistapið, og hún vonaðist til að finna einhverja leið til að flýja. Sú armeníska yppti öxlum. Hún gat ekki iátið sér til hugar koma, að nokkur slyppi úr jafn voldugum höndum og hinna frönsku sjóræn- ingja. Sjálf hafði hún verið í höndum Tyrkja í nærri þvi ár, og hafði aldrei á þeim tíma heyrt um árangursríka flóttatilraun af hálfu nokk- urrar konu. Þær, sem bezt hafði „heppnazt", höíðu fundizt myrtar með hnífsstungu, eða étnar eftir hunda og ketti. — Ketti? spurði Angelique. — Sumir flokkar Múhameðstrúarmanna Þjálfa ketti til að gæta fanganna. Köttur er miklu grimmari og sneggri í svifum, en hundar. — Ég hélt, að það væru geldingar, sem gættu kvennanna. Henni var sagt, að geldingarnir gættu aðeins þeirra, sem væru svo heppnar að komast 1 kvennabúr. Venjulegir fangar væru settir í vörzlu katta og hunda, sem stundum fengju að éta uppreisnargjarna fanga lifandi. Þessar viðbjóðslegu skepnur byrja með því að klóra augun úr fórnar- lömbunum, og síðan að naga af þeim brjóstin. Það fór hrollur um Angelique. Hún óttaðist ekki dauðann, en ef þessi aðferð væri notuð, skipti það allt öðru máli. Það, sem Angelique hafði leift, var ekki mikið að vöxtum, þegar búið var að skipta því í þrennt, sérstaklega því sú rússneska hafði næstum því gleypt það allt. Þær tóku að þjást af þorsta. Þrátt fyrir bænir þeirra — sem voru sérstaklega háværar af hálfu þeirrar armen- isku — kom enginn þeim til hjálpar. Þegar nóttin kom, með sínum svala, dró úr þorstanum, en hann jókst um allan helming í dögun, og þó kom enginn. Gusur af óbærilegum heitum vindi kom í gegnum rimla- opið efst í svartholinu. Áður en langt um leið voru þær ekki aðeins þyrstar, heldur einnig hungraðar. Og enn kom enginn. Birtan úti breyttist og varð bleik, svo purpurarauð, og svo hvarf hún alveg. Það var komin nótt aftur, verri en sú áður. Angelique sárfann til i bakinu, þar sem svipa sjóræningjans hafði sprengt hörund hennar, og blóðið hafði límt við hana fötin. Én um morguninn vöknuðu þær við gómsætan matarilm. — Þetta er lyktin af sjaslik frá Kákasus, sagði sú armeníska og ansvængir hnnar titruðu. Svo heyrðu þær hið langþráða diskaglamur frammi á ganginum. — Setjið það hér, sagði rödd d’Escrainville. I sama bili var lykli snúið í skránni og ljósgeisli barst inn í svart- holið. — Svolítil fasta, og félagar, sem geta gefið yður upplýsingar um yðar hlutskipti, ættu að hafa komið ofurlitlu viti fyrir yður, dísin mín. Hafið þér ákveðið að haga yður eins og ambátt sæmir? Drúpið höfði og segið: — Já, húsbóndi. Ég skal gera allt, sem þér viljið... . Sjóræninginn var undir áhrifum víns og eiturlyfja. Hann var illa rakaður. Þegar Angelique svaraði honum ekki, formælti hann og til- kynnti henni, að þolinmæði hans væri senn þrotin. — Ég get ekki samið á uppboðinu, fyrr en ég hef auðmýkt þessa stúlku. Annars eyðileggur hún allt. Endurtakið eftir mér með drúptu höfði: ■— Já, húsbóndi.. . . Angelique beit á jaxlinn. Þrælasalinn froðufelldi af reiði. Einu sinni enn lyfti hann svipunni, og einu sinni enn hindraði eineygði liðsfor- iginn hann. Ofurlítið rórri reyndi sjóræningjaforinginn að haía stjórn á sér. — Eina ástæðan til þess að ég flæ yður ekki lifandi, er sú, að það myndi lækka yður i verði. Hann sneri sér að sjómönnunum, sem voru með diskana: — Farið með hina fangana inn í næsta klefa, og gefið þeim að éta og drekka, en ekki þessari þvermóðskuskepnu. Angelique til mikillar undrunar, neitaði sú armeníska og hin lystuga, rússneska lagskona þeirra, að þiggja það sem hún fékk ekki að njóta. Það voru óskrifuð lög, að fangar héldu saman. D’Escrainville vísaði öllúm konum til Andskotans og sór og sárt við lagði, að það ætti að útrýma slíkri manngerð, og lét síðan með mikl- um fyrirgangi bera alla diskana burt. Dagurinn leið og nóttin kom aftur, og hungrið færðist I aukana. Angelique gat ekki sofið. Hún átti eftir að þola fleiri slíka daga, áður en kæmi að uppboðinu, þar sem þær þrjár yrðu áreiðanlega aðalnúmer- in. Savary hafði heitið að bjarga henni úr þessum hættulegu kringum- stæðum, en möguleikar vesalings gamla mannsins, fátæks og sjálfs fanga, með aðeins fávisa Grikki sér til hjálpar, voru mjög rýrir, þar sem annars vegar voru illræmdustu sjóræningjar heimsins, sem keppt- ust um að selja það sem þeim var nauðsynlegt, til að komast af sem þrælasalar. Undir miðnættið fannst henni hún sjá tvö augu glitra í myrkrinu: — Köttur! hrópaði hún. En það var aðeins lukt með tvöföldum kveik, sem var borin framhjá ljóranum. Nóttin virtist endalaus. Hana langaði að sofna, en ákvað að gera það ekki, því ef til vill myndi Savary koma. Undir dögun heyrði hún hafið gnauða, eins og það væri stormur. Hún hnipraði sig undir glugg- anum og Þar leið henni í brjóst. — Madame du Plessis, viljið þér skrifa bréf? Angelique vaknaði með rykk. Hún gat rétt greint, hvar gamli lyf- salinn var að troða pappírsörk, penna og blekhorni milli rimlanna í glugganum. — Hvernig á ég að geta það? Ég hef ekkert skrifborð. —• Það skiptir engu. Skrifið upp við vegginn eða á gólfinu. Angelique breiddi úr pappirsörkinni á ósléttan stein: — Til hvers á bréfið að vera? spurði hún heldur hressari. — Eiginmanns yðar. — Eiginmanns míns? —■ Já, ég hef hitt Ali Mektub á ný. Han hefur ákveðið að fara til Alsír, finna þar frænda sinn og spyrja hann út úr. Það er ef til vill mögulegt, að frændi hans geti leitt hann beint að felustað eiginmanns yðar. Sé svo, er æskilegt fyrir hann að hafa bréf með yðar rithönd, til að sanna gildi orða hans. Hönd Angelique titraði á krumpinni pappírsörkinni. Skrifa eigin- manni sínum! Hann var ekki lengur ímynduð vera, heldur lifandi. Sú tilhugsun, að hendur hans myndu ef til vill snerta þessa pappírsörk, sem kæmi beint úr hennar höndum, að augu hans myndu lesa það, sem á henni stæði, það fannst henni næstum fjarstæða. En, hugsaði hún, trúði hún ekki á upprisuna, eða hvað? — Hvað á ég að segja, Maitre Savary? Ég veit ekki hvað.... hvað á ég að skrifa? — Það skiptir ekki máli, bara að hann þekki rithönd yðar. Angelique skrifaði, og með hinni hendinni greip hún dauðahaldi í pappírinn af æsingu: — Minnztu mín, sem einu sinni var konan þín. Ég hef alltaf elskað þig. Angelique. — Á ég að segja honum, hvernig komið er fyrir mér? Láta hann vita, hvar ég er? —■ Ali Mektub segir honum það. — Haldið þér raunverulega, að hann geti fundið hann? — Hann gerir eins og hann getur, að minnsta kosti. — Hvernig komuð þér honum til að gera þetta, fyrir vesæla og févana þræla eins og okkur? — Múhameðstrúarmenn leita ekki alltaf launa, svaraði Savary. — Þeir fara eftir sinni sérvizku, og þegar andinn segir þeim að gera eitthvað, er engin leið að stöðva þá. Ali Mektub álítur yður, og sögu eiginmanns yðar, merki frá Allah. Guð hefur einhvern æðri tilgang með ykkur tveimur, og þið njótið sérstakrar hylli hans. Leit yðar er heilög, og hann heldur, að Allah muni refsa honum, ef hann fari ekki. Hann fer þessa pílagrímsför með sama hugarfari og hann gengi til Mekka, og á eigin kostnað. Hann lánaði mér þessar hundrað livres, sem ég hét Rochat. Ég veit að hann mun gera það. — Éf til vill er þetta merki þess, að himnarnir hafi miskunnað mér, en þessi ferð verður löng. Hvað verður um mig á meðan? Þér vitið, að þeir segjast ætla að selja mig eftir fáeina daga. —■ Ég veit, sagði Savary áhyggjufullur. — En ekki gefa upp vonina. Ef til vill hef ég tíma til að koma flótta yðar í kring. Ef þér getið aðeins dregið það í fáeina daga, að uppboðið verði haldið, myndi það hjálpa mikið. — Mér hefur dottið það í hug. Samfangar mínir hér hafa sagt mér, að fangarnir limlesti sig stundum eða afskræmi til að koma i veg fyrir, að þeir verði seldir. Ég hef ekki hugrekki til þess, en mér datt í hug, að ef ég klippti af mér hárið, alveg niður við rót, myndi það leika nolckuð á sjóræningjana, þeir binda allar sínar vonir við þá staðreynd, að ég er ljóshærð, vegna þess að Austurlandabúar vilja hafa konur ljóshærðar. Ef ég hefði ekki hárið, myndi ég ekki seljast eins háu verði. Þeir myndu þá ekki voga sér að selja mig, fyrr en hárið hefði vaxið á ný. Það myndi gefa okkur nokkurn tíma. — Það er ekki slæm hugmynd. En ég óttast geðvonzku þorparans d’E'scrainville. Ékki hafa áhyggjur af mér. Ég er orðin vön því. .. Það eina sem ég þarf, er skæri. —■ Ég skal reyna að koma þeim til yðar. Ég veit ekki, hvort ég get komið sjálfur, því það er vakað mjög nákvæmlega yfir mér, en ég skal finna einhvern til að gera það. Ekki missa móðinn. In sha Allah! Þriðji dagurinn rann upp yfir fangana í klefanum. Angelique bjóst við að fúlmennska fangavarðar þeirra myndi aukast. Henni fannst höfuðið íurðulega létt og fæturnir veikir, og henni datt í hug, að hún væri að verða lasin. Þegar hún heyrði fótatak frammi á ganginum, tók hún að skjálfa. Coriano kom i ljós, skipaði henni að koma, og án þess að segja nokk- uð, leiddi hann hana fram í salinn, þar sem d’Escrainville markgreifi skálmaði um gólf i sinni venjulegu reiði. Þegar hann sá Angelique, leit hann illskulega á hana, og dró síðan skæri upp úr frakkavasa sínum. Framhald á bls. 40. 2Q VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.