Vikan


Vikan - 12.05.1966, Side 21

Vikan - 12.05.1966, Side 21
ífQ Qlffl Ég er búinn að vera á drykkjumannahæli í nokkr- ar vikur. Þegar ég hugsa aftur í tímann, verð ég hræddur vegna þess að hér ó þessum stað, þar sem ekkert Iruflar mig, finnst mér ég geta yfirstigið alla örðug- leika, gengið beint fram fyrir fjöldann og sagt „Sjá- ið mig, hér er ég kominn aftur. Ég tapaði orrustu, en nú ætla ég að vinna sjálft stríðið". Ég er hræddur, vegna þess að hér er ég í tímabundnu skjóli. Ég er ekki á sjálfum vígvellinum, og hugurinn leitar aftur í tímann. Atburðir og atvik líða fyrir hug- skotsjónum mínum, og nú finnst mér þetta allt svo chugnanlega satt. Hræðslan á hverjum degi við að fá krampa áður en maður nær í vín. B'ða á morgnana í Síðumúla eftir fulltrúanum. Hlusta á skýrsluna lesna upp. Reyna að láta það sjást á svipnum að ég sjái svo eftir þessu, já umfram allt að vera iðrandi á svipinn, annars á maður það á hættu að lenda í úttekt á Skólavörðustíg 9. Skrifa síðan undir skýrsluna, sjá votta fyrir með- aumkunarsvip á andliti fulltrúans, þegar hann sér til- burði manns við að skrifa nafnið sitt, það er ekki gott að skrifa, þegar maður er búinn að fá skjálftann. Þá byrjar aðstoðarmaður fulltrúans að blaða í stór- um bunka af skýrslum. Það eru gamlar brennivíns- sektir, sem ekki hafa verið borgaðar. Ég reyni að muna hvað ég skulda margar, en ég get ekki hugs- að. Hann dregur eina skýrsluna úr bunkanum, og rétt- ir fulltrúanum hana. Bunkinn er varla hálfnaður. Það er möguleiki að sleppa með 3 sektir, en með fjórar Eins manis stvriilri IVIynningaiv* frá Síðu- múlat Kleppi og víöat» Sfirai frásögn eflir 8»€&p*saw er maður öruggur með að lenda í úttekt. Þá dregur hann eina enn úr bunkanum. Ég er farinn að hugsa um fiskinn, sem er í hádeginu á Skólavörðustígnum og óskrældu kartöflurnar, sem eru svo linar að þær springa í sundur í höndunum á manni. Ef ég fæ eina sekt enn, þá er það úttekt. Aðstoðarmaðurinn, sem er að fletta skýrslunum stoppar. Hefur þú átt heima við Langholtsveg? spyr hann. — Nei, svara ég sannleikanum samkvæmt. Þeir velta vöngum yfir þessari sekt í smá -tíma en fallast að lokum á að þetta sé annar maður. Að lokum er bunkinn búinn, 3 sektir komnar og möguleiki að sleppa. Þegar ég hefi lofað að borga allar sektirnar innan 6 daga, fæ ég að fara. Ég bið fangavörðinn um vatn að drekka, mér veitist erfitt að halda jafnvægi, þegar ég er að beygja mig niður að krananum. Ég reyni að hætta að drekka vatnið, því ég veit hvað það er hættu- legt að drekka mikið vatn eftir langvarandi drykkju og matarleysi. Loksins get ég slitið mig frá bununni, ég reyni að greiða hárið, en forðast að llta á fötin á mér. Ég þykist vita hvernig þau líta út eftir hálfs mán- aðar fyllirí. A Fangaverðirnir kveðja mig vingjarnlega um leið og ég fer út. Sjálfsagt reikna þeir með að sjá mig aftur í kvöld, hugsa ég, en það má ekki ske, þá slepp ég ekki við að fara niðureftir, og jólin eftir nokkra daga. Ég fæ kökk í hálsinn, þeg- ar ég man eftir jólunum. Drengurinn minn, hvað er langt síðan ég hef séð hann núna? Hvernig verða jólin? Ég herði göng- una eins og til að ganga af mér hugsun- ina um drenginn og jólin. Strætisvagninn er að koma og ég þarf að hlaupa til að ná í hann. Eitt af því versta, sem timbraður maður gerir er að ferðast með strætisvögnum, og oft hef ég gengið frekar en að fara með þeim. Mað- ur reynir að falla inn í fjöldann en finn- ur það svo vel hvað maður sker sig úr. Þetta er allt fólk, sem er að fara eitthvað ákveðið, fólk með fasta jörð undir fótun- um. Það er einkennilegt hvað mér finnst fólk alltaf fallegt og áhyggjulaust, þegar ég er timbraður, og ég öfunda það. Einu sinni, hugsa ég, var ég líka einn af þeim. Kannske hefur einhver vesalingur horft á mig í strætisvagni einhverntíma, og fund- izt ég vera fallegur og áhyggjulaus. Vagninn er kominn niður á torg, ég flýti mér úr honum og labba í áttina að höfninni, það er alltaf möguleiki að ein- hver togari hafi komið inn í nótt og ef maður rekst á einhvern, sem maður þekk- ir er deginum bjargað. Ég geng niður bryggjuna, reyni að líta út eins og for- vitinn landkrabbi, sem er niðri við höfn að gamni sínu að skoða skipin. Ég horfi vel og lengi á forgálgan, færi mig svo aftur með skipinu að afturgálganum. Það er enginn um borð, og ég drattast upp bryggjuna. Strákarnir á krönunum eru að vinna á bryggjunni. Ég þarf víst ekki að látast vera eitthvað fyrir þeim, þeir kannast við mig og mína líka. Það er bezt að fá sér vatn hugsa ég, og geng að vatnskrananum, þegar ég er búinn að drekka góðan slurk af vatni, man ég allt í einu hvað það er óhollt Skyldi ég ekki fá krampa af þessu vatns- þambi og verða fluttur í lögreglubíl upp á Slysavarðstofu eins og siðast? Hræðsl- an grípur mig, ég þreifa eftir sígarettu- stubb, og ætla að fara að kveikja í hon- um, en þá man ég, hvað mér er gjarnt á að fá svima af fyrstu sígarettunum á morgnana og fleygi honum. Ég verð að fá eitthvað að drekka áð- ur en ég fæ krampa, og ég labba í átt að ríkinu. Ég get ekki slitið hugann frá þess- Framhald á bls. 30. J VIKAN 19. tbl. 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.