Vikan


Vikan - 12.05.1966, Blaðsíða 22

Vikan - 12.05.1966, Blaðsíða 22
I. Arnarfell hið mikla er frægt fyrir mik- inn og f|ölbreyttan gróður. Enginn stað- ur í óbyggðum Islands iafnast á við það að því leyti. Jafnvel útilegumannabyggð- irnar ! þjóðsögum okkar fara ekki fram úr því að gróðursæld. Það er þessi gróð- ursæld m.a., sem hefur gert það eftir- sótt og vinsælt meðal ferðamanna. Hins- vegar liggur Arnarfell illa við samgöng- um. Þangað verður ekki komizt á bílum með góðu móti, m.a. er yfir nokkur við- sjál jökulvötn að fara, hvort heldur kom- ið er að sunnan eða norðan, en að aust- an er sjálft höfuðfljótið, Þjórsá. Þó mun hafa verið ekið á bíl um Arnarfell ein- hverntíma að haustlagi, og þótti tíðind- um sæta. Sömuleiðis er í frásögur fært, að þangað komu þrír ágætir ferðagarpar norðan yfir Hofsjökul fyrir nokkrum ár- um á reiðhjólum, eða kannski væri rétt- ara að segja með reiðhjól, en ekki mun það hafa verið leikið eftir síðan. Helzta úrræðið hefur verið að leggja land und- ir fót, berandi pjönkur sínar um langan veg og illan, eða verða sér úti um hesta til fararinnar, en það gengur æ erfiðar með hverju árinu, sem líður. En sumarið 1961 verða þáttaskil í Arnarfellsferðum. Ragnar Guðmundsson, formaður Far- fugladeildar Reykjavíkur, gerði þá út leið- angur þangað. Var hann að nokkru leyti með nýstárlegum hætti. Ekið var sem leið liggur upp yfir Tungná og Köldukvísl, allt norður að Hreysiskvísl og að Þjórsá gegnt Arnarfelli. Þar var fólkið síðan ferjað yf- ir ána í gúmmíbát (björgunarbát), sem Ragnar hafði meðferðis. Gekk þetta allt greiðlega og samkvæmt áætlun, enda vel frá öllu gengið og ötullega að unnið. Bækistöð leiðangursins var á austurbakka Þjórsár. Síðan hafa Farfuglar efnt til Arn- arfellsferðar árlega, nema s.l. sumar, og jafnan haft sama háttinn á um flutning yfir ána. Virðist þarna fundið hentugasta fyrirkomulag á ferðum í Arnarfell. Stutt er frá ánni upp í Arnarfell, varla meira en tveggja tíma gangur. Sumarið 1962 fór ég með Farfuglum eina þessara Arnarfellsferða, og tókst hún með ágætum. Var ferðinni fyrst og fremst heitið í Arnarfell og umhverfi þess, þótt komið væri víðar við. Ég mun nú í þessu greinarkorni bregða upp nokkrum mynd- um af því, sem fyrir augu bar í þessari ferð, fyrir þá, sem aldrei hafa í Arnar- fell komið, en um eiginlega ferðasögu verður ekki að ræða. Jafnframt mun ég víkja nokkuð að dvöl Fjalla-Eyvindar á þessum slóðum. Tjaldborgin okkar stóð á fljótsbakka, eins og margar helztu borgir heims gera. Þjórsá, eitt mesta vatnsfall á Islandi, lið- ast hægt fram um hásléttuna milli tveggja höfuðjökla landsins, Hofsjökuls og Vatna- jökuls, breið og þung í straumnum, þótt lygn sé. Við höfðum slegið tjöldum á ár- bakkanum eystri. Ferjustaðurinn gæti heit- ið A bökkum Bolafljóts. Skolgrátt jökul- vatnið sleikir eyrarnar og sandbakkana, étur úr þeim á einum stað, hleður upp á öðrum. Vatnasvið Þjórsár er mikið, hún dregur föng víða að, en ekki hvað sízt er sopinn drjúgur úr kvíslunum, sem koma undan Hofsjökli. Það vex og minnkar ( ánni reglulega eftir eyktum sólarhringsins, verður mest síðdegis, en minnst undir sól- aruppkomuna. Þá fjarar í álum og kvísl- um og nýjar sandeyjar koma upp úr hér og þar. Það er einkennilega róandi að sitja og horfa í árstrauminn, síkvikan, sí- breytilegan, aldrei eins. Daginn, sem fara skyldi í Arnarfell, vorum við snemma á fótum. Selflytja þurfti fólkið yfir ána og hlaut það óhjá- 22 VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.