Vikan


Vikan - 12.05.1966, Blaðsíða 31

Vikan - 12.05.1966, Blaðsíða 31
TEDDY-SlðllMJAKKINH FYRSTA FLOKKS ULLAREFNI, SVART OG BLÁTT. FLÍK, SEM ALLIR UNGLINGAR ÓSKA SÉR. Seidur í verzlunum og kaupfélögum um allt land. í Reykjavík: TeddybúS- in, Aðalstræti 9 og Laugavegi 31. Heildsölubirgðir: SOLIDO Bolholti 4. — Símar 31050 — 38280 ur, fullur af mönnum, sumir æddu fram og aftur eins og þeir ættu lif- ið að leysa. Aðrir stóðu kyrrir og störðu á eitthvað, sem enginn gat séð nema þeir. Mér féllust alveg hendur. Nokkrir þeirra, sem þarna voru skyldu að þarna var nýr maður að koma, og vildu heilsa mér með handabandi. Eg rétti þeim höndina, en hætti þegar sá, sem ég heilsaði fyrst vildi byrja aftur. Þrekvaxinn náungi fór með mig inn í hliðar- herbergi, þar voru þrjú baðker. Eg veit varla hvernig ég fór að því að fara úr fötunum, en það hafðist einhvernveginn og skjálfandi eins og gamalmenni komst ég í bað- kerið, en svo gat ég heldur ekki meira. Sá þrekvaxni varð að þvo mér og virtist ekki vera óvanur slíku. — Þú lagast við baðið vinur, sagði hann hughreystandi. Eftir baðið fékk ég hrein náttföt, var síðan farið með mig upp í rúm, sem stóð alveg við ganginn. Þessi deild er nokkuð stór. Lík- lega 15—20 menn, flestir rólegir, en samt þessi einkennilegi órói í þeim, sem lýsti sér í þessu stanz- lausa ráfi þeirra. Mér datt í hug fé ( rétt. Eg reyndi að loka augunum og slappa af, en það var ekki þægi- legt, því alltaf voru einhverjir af þessum vesalingum að koma að rúminu til min, til þess að horfa VIKAN 19. tbl. á mig. Þeir brostu með þessu ein- kennilega brosi óvitans, óafvitandi að þeir voru að kvelja mig. Eg varð því sárfeginn þegar vakt- maðurinn kom og sagði mér, að ég ætti að fara í skoðun. Þetta var mjög nákvæm skoðun að því er mér virtist og tók lang- an tíma. Síðan var tekin skýrsla, og svo farið með mig aftur á deild 10. Nú kom kandidatinn með sprautu. — Þetta er róandi, sagði hann. — Reyndu nú að sofna. Eg hef víst verið búinn að sofa í 1—2 tíma, þegar ég hrökk upp. Einn af þessum óvitum hafði ver- ið að klípa mig í fæturna. Eg varð alveg hamslaus, æddi fram úr rúm- inu. Vesalingurinn setti upp skeifu og forðaði sér út á ganginn, og ég á eftir. Ég var rétt búinn að ná honum, og veit ekki hvað hefði sk:ð, ef vaktmaðurinn hefði ekki komið aðvífandi og gripið föstum tökum um mig. — Ég drep þessa aumingja, ef þeir sjá mig ekki í friði, öskraði ég. — Komdu upp í rúmið vinur og jafnaðu þig. Vakt- maðurinn var mjög rólegur, en á- kveðinn þó. Ég leit á fávitann, það var sorg- arsvipur á and'.iti hans eins og á litlu barni, sem veit að það hefur gert eitthvað Ijótt. Ég gekk með vaktmanninum og fór upp i rúmið. Ég fann að taugarn- ar voru að gefa sig og sagði hon- um það. Hann sagðist skilja það vel, það er ekki gaman að þurfa að hafa drykkjusjúklinga hér, þetta er bara til bráðabirgða, þú verður fluttur strax og hægt er. Að loknum kvöldmat afklæddust allir sjúklingarnir, hnýttu saman föt- in í böggul og afhentu vaktmann- inum og hver fór upp í sitt rúm. Eftir það leið mér mikið betur, því þá var alger ró. Rétt eftir miðnætti fékk ég svefn- pillur og eitthvað róandi, ég held ég hafi aldrei sofnað alveg, en lá í móki fram undir morgun. Strax eftir morgunmatinn byrjaði rápið á sjúklingunum um gang og stofu. Ég fór nú að veita þeim meiri athygli en daginn áður. Enginn þeirra liktist neinum hinna, t.d. ! þessu endalausa ráfi þeirra, var hver með sínu sniði, sumir fóru fram og til baka á litlu ákveðnu svæði, aldrei út fyrir það, aðrir tóku ganginn eins og hann lagði sig. Einn hálfhljóp, annar dróst á- fram og dró fæturna eftir gólfinu. Sumir þögðu, en aðrir höfðu ein- hverja vissa setningu á heilanum og stögluðust á henni sífellt, aldr- ei sagði neinn setningu, sem ann- ar átti. Eins ömurlegt og það var að horfa á þetta, gat ég varla annað en brosað að þessum óvitum. Þeir voru lika búnir að missa all- an áhuga fyrir mér, kannske náði minni þeirra ekki til gærdagsins og þeim hafi fundizt ég vera búinn að vera þarna alltaf? Það var stofugangur um 10 leyt- ið og þá var mér sagt að ég ætti að fara á aðra deild. Vaktmaðurinn kom með fötin mín og hjálpaði mér að klæða mig. Það verður mikið betra fyrir þig cð vera á deild 1, það er allt öðruvísi þar, sagði hann vingjarn- lega. Ég áræddi loks að spyrja hann spurningar, sem var búin að kvelja mig lengi, — hvaða dagur er í dag? — Þorláksmessudagur, svaraði hann. Ég reyndi að hugsa ekki neitt. Ég var fluttur á deild eitt, og var þar til næsta dags. A aðfangadag var farið með mig á drykkjumannahælið. Mér líður vel núna, og ég get hugsað um hlutina, rólega án þess að fyllast sjálfsmeðaumkun. Ég veit hvað ég á að gera, þeg- ar ég fer héðan, en ég er ekki á sjálfum vígvellinum. Þegar þangað kemur, hef ég ekki þá, sem hjálpa mér og styrkja mig hér, ég verð einn, því þetta er eins manns styr- jöld. ☆

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.