Vikan


Vikan - 12.05.1966, Síða 36

Vikan - 12.05.1966, Síða 36
KAUPIÐ ÞIÐ STÚL, ÞA KAUPIÐ GÖÐAN STÖL - NORSKI HVÍLDARSTÖLLINN FRAMLEIDANDI ÍSLENZK HÚSGÖGN H F. KÓPAVOGI AUDBREKKU 53 SÍMI41690 hann, en surtur réðist ó hann með hnít, og lauk viðureigninni svo, að Leibowitz særðist alvarlega, en ban- aði negranum. Samtök negra í borginni stofnuðu strax til mótmaela- aðgerða, og hótunarbréfum rigndi yfir Leibowitz, meðan hann enn ló á sjúkrabeði. Gekk svo langt, að lögreglan varð að setja vopnaðan vörð um sjúkrahúsið, þar sem Leibowitz lá. Atvik eins og þessi hafa haft sín áhrif á kjarkminni lögregluþjóna að minnsta kosti, og það er það, sem fer í taugarnar á öndvegismönnum á borð við Barrett. „Lögreglan er orðin hrædd", segir hann. „Allar þessar baráttufylkingar hafa verið að áreita okkur árum saman, og innan skamms verður svo komið, að við gerum ekki annað en ganga um, pg strætin verða full af óþjóða- gg VIKAN 19. tbl. lýð. Að ganga, bara ganga áfram, það er kjörorð dagsins, og ef mað- ur er drepinn fyrir framan þig, þá bara stígðu yfir líkið. Um að gera að láta ekki flækja sig í neitt". Dæmi: Lögreglumaður, sem bú- inn var á vakt, var á heimleið í borgaraklæðum. Þá veittist að hon- um drullusokkur einn og heimtaði peninga. Lögreglumaðurinn neitaði og tók þá dólgurinn að hafa í hót- unum. Lögreglumaðurinn kallaði þá á félaga sinn, sem var á vakt þar skammt frá, og bað hann hirða gripinn. Gekk hann síðan leiðar sinnar, en hafði ekki farið nema fáein skref, er dólgurinn var kom- inn yfir hann á ný með hnff á lofti og bálillur yfir að hafa verið kærð- ur. Lögregluþjónninn, sem á verði var, hafði þá slepRt honum jafn- skjótt og félagi hans sneri við þeim baki. Sá, sem fyrir árásinni varð, varð þá sjálfur að handtaka rón- ann og koma honum á lögreglu- stöðina, þótt svo hann væri f fríi. Nokkrum nóttum sfðar gekk Barr- ett fram á nokkra lögreglumenn, sem tekið höfðu höndum þrjá homma og voru á leið með þá á lögreglustöðina til yfirheyrslu. Einn aftaníossanna bar regnhlff með hvössum broddi. Barrett ráðlagði lögreglumönnunum að taka áhald þetta af fanganum, en varð að endurtaka þá ráðleggingu þrisvar áður en farið væri að henni. „Hann hefði getað rekið þá í gegn með þessu", sagði Barrett, „en enginn ætlaði að þora að taka af honum regnhlífina af ótta við að einhver nærstaddur færi að túlka það svo, að þeir væru að misbjóc5g honum. En ennþá fáum við þó að afvopna dólgana. Svo gott er það, ennþá". Eitt dæmi enn: Sex lögregluþjón- ar voru á vakki á Broadway og gengu fram á skálk einn heldur illúðlegan og var kona í fylgd með honum, illa haldin af eiturlyfjum. Skylda lögregluþjónanna var að taka þau föst, enda lá beint við að ætla að konan hefði fengið eitur- lyfin frá manninum. En þeir þorðu ekki að hefjast handa af ótta við að vegfarendur, velfóðraðir á blaðarausi um ruddaskap lögregl- unnar, tækju fram fyrir hendur þeirra. Dólgurinn fann hvernig mál- in lágu fyrir og notaði tækifærið til að ausa móðgunum og svivirð- ingum yfir lögregluþjónana. Hann vissi að honum var það óhætt. „Eg vorkenni þeim lögreglu- manni, sem stendur þennan þorp- ara að einhverjum ósóma næst og reynir að handtaka hann", sagði Barrett. „Hann verður drepinn. Eft- ir annað eins og .þetta verður þessi skálkur sannfærður um, að sér sé allt leyfilegt". Eðlileg afleiðing þessarar klemmu, sem sjálfskipaðir mann- úðarpostular og mannréttindakjaft- askar hafa komið lögreglunni í, er að heiðarlegir og friðsamir borgar- ar etu að missa allt traust til henn- ar. íbúðablokkir eru girtar með tuttugu feta háum steinveggjum, og ofan á þeim er komið fyrir gadda- vír og glerbrotum. Fólkið verður að verja tómstundum sínum í þröngum, sólarlitlum bakgörðum og kjallara- krám. Úti á strætunum hefur gálga- fæðan völdin. Þegar fólk mætir þar daglega mönnum, sem það veit að hafa verið sekir fundnir um morð eða annað álíka, er von að það missi trú á getu og vilja yfirvald- anna til að eyða sorpi þjóðfélags- ins. Verði það sjálft fyrir áreitni óþokkanna, er eina von þess lög- reglumenn af gamla skólanum, sem enn eru ekki hræddir við að vera raunverulegir lögreglumenn, menn á borð við Barrett. Þannig var um gamlan Júgóslava, sem átti Ktinn bar á West Side, er aðallega var sóttur af löndum hans þar úr nágrenninu. En svo fór alls- konar óaldarlýður að gera barinn að samkomustað sínum; hann tók að fá á sig slæmt orð og hinir fyrri viðskiptavinir forðuðust hann. Eigandinn reyndi að fá töffana til að fara með góðu, en þeir sögðu honum bara að halda kjafti. Þá hafði hann samband við Barrett. „Við — ég og einn félagi minn — tókum tvo þessara pilta, sem helzt höfðu forustu fyrir hinum, með okk- ur á afvikinn stað við höfnina", sagði Barrett. „Þar sögðum við þeim í fáum orðum hvað þeir ættu að gera og beittum vöðvaafli lítils- háttar til að þeir skildu það betur. Daginn eftir kom annar þeirra til Júgóslavans og spurði hvað mikið hann hefði borgað mér fyrir bar- smíðina. Þetta gerði mig óðan, þvf mfnir vöðvar eru ekki til sölu. Ég varð því að hitta piltinn í einrúmi öðru sinni. Það bar svo góðan ár- angur, að sfðan erum við mestu

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.