Vikan


Vikan - 12.05.1966, Qupperneq 41

Vikan - 12.05.1966, Qupperneq 41
FúLmannlegt glott breiddist yfir tannlausan munn hans. D’Escrain- ville svaraði á sama máta. — Góð hugmynd, Coriano! Við eigum eftir að reyna það. Hann nálg- aðist fangann: — Viljið þér fá að vita, hverskonar dauði biður yðar', ef þér eyðileggið fyrir okkur söluna? Viljið þér fá að vita, hver verða endalok yðar, ef þér færið okkur ekki tólf þúsund pjastra? Ef þér komið málinu þannig fyrir, að kaupendur okkar vilji yður ekki? Hann þreif aftur í hár hennar og rak íraman í hana snjáldrið, svo henni hélt við köfnun af ópíumdauninum: — Þér skulið deyja! Væntiö engrar miskunnar frá minni hendi. Ef ég fæ ekki tólf Þúsund pjastra fyrir yður, eruð þér dauðans matur. Nú, viljið þér fá að vita, hvernig þér munuð deyja? Dyr nýja svartholsins lokuðust á eftir henni. Eins og hitt var það dimmt og rakt, en að öðru leyti virtist það í engu frábrugðið. Hún stóð þar lengi grafkyrr, settist síðan á bálk, sem var í einu horninu. Hún hafði ekki í huga að láta d’Escrainville sjá ofsann, sem gagntók hana, en það kom ekki í veg fyrir, að hún var dauðhrædd. Þegar hann skellti hurðinni á eftir henni var hún að því komin að kasta sér fyrir fætur honum, biðja hann um miskunn, heita honum hverju, sem hann vildi, en eitthvert brot af stolti, sem hún átti, kom í veg fyrir það. — Eg er hrædd, sagði hún upphátt. — Góði guð, hvað ég er hrædd. Þessi staður var eins og gröf. Hún huldi andlitið i höndunum og beið. Svo fannst henni hún heyra dumban skell, eins og eitthvað hefði dottið skammt frá henni. Síðan var þögn. En hún var ekki ein í svart- holinu. Eitthvað, sem hún skynjaði, olli henni óróa. Hún glennti hægt út fingurnar, og svo æpti hún af skelfingu. 1 miðju svartholinu stóð stór köttur og það glampaði í glyrnurnar I honum. Angelique stirðnaði upp. Annar köttur kom í ijós milli rimlanna í gluggaborunni og stökk inn í klefann, sá þriðji kom á eftir sá fjórði og fimmti, þar til hún var gersamlega umkringd grimmdarlegum, skriðandi skepnum. Það eina, sem hún sá í myrkrinu, voru glóandi augun. Einn af þeim bældi sig niður, eins og hann ætlaði að stökkva á hana, og hún var viss um, að hann miðaði á augun. Hún reyndi að sparka í hann, og þá veinaði hann æðislega og hinir tóku undir og mynduðu djöfullegan kór. Angelique stökk á fætur og reyndi að komast til dyra. Þá fann hún, að kvikindin stukku upp á heröar hennar og beittar klær þrýstust inn í hörundið, og hún fann hvernig fleiri tættu fötin. Hún brá handlegg fyrir augun og tók að æpa, eins og hún væri brjál- uð: — Nei, ekki þetta; Ekki þetta! Hjálp! Hjálp! Dyrunum var hrundið upp og Coriano kom inn, sló og sparkaði og formælti skepnunum. En jafnvel hann átti í erfiðleikum með að losa hana undan árásardýrunum, því þau höfðu verið svelt. Hann dró Ange- lique út fyrir, svo viti sinu fjær af skelfingu, að hún engdist æpandi á steingólfinu. D’Escrainville virti hana fyrir sér. Nú að lokum hafði viljaþrek hennar verið brotið á bak aftur, og hún var eins og allar aðrar konur. Hauskúpulegt glottið færðist yfir varir sjóræningjans. Þetta var hans mesti sigur og beiskasti. Allt í einu langaði hann að gráta af sárs- auka. Hann beit á jaxlinn, til að koma i veg fyrir það. — Skiljið þér nú? Viljið þér nú vera auðsveip? Hún kjökraði og endurtók: — Nei.... ekki þetta.... Ekki kettina! Ekki kettina! Hann lyfti andliti hennar: — Ætlið Þér að vera auðsveip? Ætlið þér að ganga auðsveip í Vefstofuna? — Já. Já. — Megum við sýna yður nakta? — Já. Já.... Allt.... Ekki kettina! Sjóræningjarnir tveir horfðu á hana. — Eg held að við höfum unnið, skipstjóri, sagði Coriano. Hann hall- aði sér yfir Angelique, sem ennþá engdist og kjökraði á gólfinu, og tók um öxlina, sem illúðlegir kettirnir höfðu rifið. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris. Framh í nœsta blaOi. Modesty Blaise Framhald af bls. 5. — Ég var þar í hólft ár, sagði húri: — Og ég var bezti geitahirð- irinn af öllu þínu fólki, Abu-Tahir. — Það er satt, sagSi hann og kinkaSi kolli og þaS fór kliSur um Arabahópinn hinum megin viS dúk- inn. Abu-Tahir sneri sér aftur aS Tarrant. — BarniS fær kjöt á beinin, sagSi hann. — ViS fáum sorg, þegar hún fer. Mörg ár líSa, kannske tíu og hún er gleymd. Hann yppti öxlum: — ( Malaurak eru allir dagar harS- ir,- maður gleymir gær. En svo kem- Ur vont fólk og ætlar að taka mitt land. Vondir Arabar. Það eru mik- il vandræði og við ekki nógu sterk. Hann skellti saman lófunum með háum smell og menn hans hölluðu sér áfjáðir fram, eins og börn, sem hlusta á uppáhaldsævintýrið sitt. — En nú er Modesty orðin sterk, sagði hann og hló hörkulega: — Og hún kann ekki gleyma, Sir Tarrant. Langt í burtu heyrir hún, nú er hún E1 Sayyide, prinsessan, og heyrir allt. Hún man, að hún hefur étið mitt salt, og svo kemur El Sayyide, með mikla peninga, margar byssur handa fólkinu mínu . . . og Willie Garvin. Ha, ha, ha, sá karl! Hörkulegt bros færðist yfir varir hans og mennirnir hinum megin við borðið flissuðu og kinkuðu kollum. Abu-Tahir sló út höndunum og benti síðan niður á við með þumalfingr- iunm og framkallaði einskonar blástursblístur: — Tviddl Sex vikur og vandræðin búin, Sir Tarrant. Hann kastaði höfðinu aftur á bak og rak upp rokna hlátur, jafnframt þvl, sem hann gaf Modesty oln- bogaskot: — Manstu Kassim, Modestee? ( árfarveginum um nóttina? Hans andlit, þegar þú drapst hann? Það kemur okkur til að hlægja mikiðl Ho, ho, ho, ho! — Hann varð svolítið undrandi, sagði hún og bætti einhverju við á arabisku. Arabarnir veltust um og öskruðu af hlátri. — Ah, ha, ha, ha,. . . Abu-Tahir hristi höfuðið og strauk með erm- inni yfir augun. Svo varð hann al- varlegur aftur og lagði höndina á handlegginn á Modesty: — Síðan þá er Modesfee ekki gleymd f Mal- aurak. Nú kemur olfa upp úr sand- inum og ég er mikið ríkur. Þú ger- ir allt f lagi með demantana mfna, El Sayyide, og ég skal gefa þér ffn- ar gjafir. Hvað sem þú vilt. Er það samþykkt, ha? Modesty skirpti Iftillega f lófa sfna. Abu-Tahir brosti og gerði það sama. Svo skelltu þau saman lóf- unum. — Samþykkt, sagði hún. — Þú ert örlátur, gamli vinur, og úr þvf þú ert að tala um gjafir, þá man ég ekki betur, en Sir Tarrant hafi kom- ið með gjöf til þfn — aðeins smá- gjöf frá gesti til gestgjafa. Tarrant starði á hana: — Mið minnir, að þér hafið sett það í innanávasann, Slr Gerald. Fornverzlunin, hugsaði Tarrant. Þegar hún kom út og settist upp í bílinn. En hann hafði ekkert fund- ið. Hann renndi hendinni f innaná vasann. Upp við peningaveskið hans lá lítill, flatur pakki. Hann tók hann og rétti Abu-Tahir. Sjeikinn braut vaxinnsiglið og fletti stffum, hvftum vaxpappfrnum utan af. Inni f pappfrnum var kassi með bómull, og í henni miðri lá ávallt úr, ótrúlega fíngert, og kass- inn úr handslegnu gulli. Hægt var að opna bakið á úrinu, og þá kom f Ijós gljábrennd höfuðmynd drottn- ingarinnar í sterkum litum. í langan tfma starði Abu-Tahir á úrið og hélt því gætilega milli stórra, sterklegra fingra. Svo leit VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.