Vikan


Vikan - 12.05.1966, Side 48

Vikan - 12.05.1966, Side 48
All Purpose Lotion í varanlegum umbúðum með úðara Fyllingar fáanlegar. Karlmannlegur/ frískandi ilmur. Styrkir húðina. — Sumir karlmenn kjósa ljóshærðar stúlkur, aðrir dökkhærðar. — Ekki eru allir sammála um stjórnmál, en allir eru sammála um ínglisli leather. Er loksins hlé á logn- mollunni? Framhald af bls. 11. henni í bókinni. — Og svo sem til að undirstrika samstöðu þeirra skáldbræðranna, þá heitir einn kaflinn í Borgarlífi — og ekki sá veigaminnsti — hvorki eitt né annað en Svört messa. Sögusvið Jóhannesar er eyja einhversstaðar við íslandsstrend- ur (bókin mun skrifuð í Hrísey) og verður mannlífið þar að þjáð- lífinu í smækkaðri mynd. Þar kveður töluvert að hermanna- ruddum, sem misþyrma telpu- krökkum með þegjandi sam- þykki yfirvaldanna, en fulltrúar þeirra eru allflestir persónu- gervingar illskunnar, sem verða þó um síðir að lúta valdi skálds og hetju sögunnar, sem lamar þá með hinni „svörtu messu“ sinni. Ingimar skrifar hinsvegar um borgina sjálfa; hetja hans upplifir spillinguna í gegnum starf sitt á helzta blaði hennar og kynningu við ráðamenn þess — og þjóðarinnar. Jón frá Pálmholti er ólíkt hóg- værari; sögumaður hans er sak- laus pyndaður og það svo frek- lega, að hann er meðvitundar- laus mestan hluta þess tíma, sem sagan gerist, en hún geng- ur sem sagt fyrir sig í undir- meðvitund hans. Hjá Jakobínu, bóndakonunni í Mývatnssveit, kveður við allt annan tón. Hún lætur þjóðfélag- ið og allar sviptingar hins stóra heims lönd og leið; saga hennar, sem gerist á einu dægri, má í rauninni kallast atburðalítil; í henni vottar hvergi fyrir návist mikilla örlaga í venjulegum skilningi þess orðs. Þar segir frá íbúum eins húss höfuðborgar- innar; líf þeirra í eitt dægur er tekið sem þverskurður af lífi þeirra og þúsunda annarra borg- arbúa í heild. Ekki skal það last- að að skrifað sé um stórkostlega hluti, en engu minna afrek er að skrifa þannig um smávægi- leika hversdagsleikans, að unun sé að lesa. Þetta virðist Jakob- ína geta. Manni verður á að furða sig á hinum mildu strengj- um j hörpu þessarar skáldkonu, sem sagt var að hefði verið langt komin með að kveða brezka flot- ann í kaf á tímum þorskastríðs- ins. Eins og fyrr er nefnt, hefur það vakið mesta athygli og deil- ur í sambándi við þá Ingimar og Jóhannes, að menn þykjast glögglega kenna margar þekkt- ustu núlifandi persónur af ýms- um sviðum þjóðlífsins í sögum þeirra. Kvað sumum vera lýst svo samvizkusamlega, að ekki sé sleppt neinum andlitsdrætti eða smáatriði í sambandi við limaburð. Hefur sumum þótt þessháttar hlutlægni óviður- kvæmileg, en benda má á, að sumir þeir rithöfundar, sem stjórnmálamenn og gagnrýnend- ur eiga nú engin orð nógu sterk til að lofa, kváðu hafa gert eitt- hvað svipað í sumum sinna nú háttlofuðustu verka — og fengið lítið hrós fyrir á sínum tíma. Sem sagt — af hálfu þeirra manna, er hafa atvinnu af að skrifa í blöð á þeim forsendum, að bókmenntavit þeirra sé með meira móti, hlutu hinar nýju skáldsögur nokkuð takmarkað lof. Einn höfundanna var þá svo ómyrkur í máli að láta hafa eftir sér á prenti, að þar hefðu gagn- rýnendur ekki skrifað samkvæmt eigin viti og samvizku, heldur öllu fremur eftir boðum og bönn- um þeirra máttarvalda, sem hvað harðast er vegið að í bókunum, og nefndir gagnrýnendur eru vel að merkja launamenn hjá. Ekkert skal hér sagt um sannleiksgildi þessarar fullyrðingar, en á hinn bóginn er engin ástæða til að bókmenntagagnrýnendur séu hafnir yfir gagnrýni frekar en aðrir, sem skrifa fyrir fólk. Og það átti líka eftir að sýna sig, að nefndum máttarvöldum stóð hreint ekki á sama um bæk- ur þeirra Ingimars og Jóhannes- ar. Þau fengu tækifæri til að koma því áliti áleiðis við síðustu úthlutun listamannalauna, og Notið réttaf oiiusður C. A. V. siur ávalit fyrirliygjandi VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.