Vikan


Vikan - 12.05.1966, Side 49

Vikan - 12.05.1966, Side 49
notuðu það. Þótt það hafi lengi verið ófrávíkjanleg venja, að höfundar þeir, er sent hafa frá sér bækur það árið, sem úthlut- unin tekur til, séu teknir í lægsta launaflokk að minnsta kosti, svo sem í viðurkenningarskyni, þá var nú brugðið út af þeirri venju að ráði meirihluta úthlutunar- nefndar, sem menn eru, sem kunnugt er, skipaðir í eftir póli- tík. Hvorugur þeirra Ingimars eða Jóhannesar fékk krónu. Hér í blaðinu birtist, til frek- ari upplýsingar á málinu, viðtal við Ingimar Erlend Sigurðsson, þann rithöfund íslenzkan, er hvað umdeildastur hefur verið undan- farna mánuði, auk umsagna nokkurra viðurkenndra rithöf- unda og bókmenntamanna, sem Vikan hefur leitað álits hjá varð- andi þau skáld og þær bækur, sem ómótmælanlega hafa verið mest á dagskrá hjá okkur upp á síðkastið. dþ. í J iflÉll' LILJJU LILUU LILUU LILUU Vilhjálmur S. LILJU BINDI Vilhjálmsson__________ ERU BETRI Framhald af bls. 13. BORGARLÍF. Þetta er mikil skóld- saga, stíllinn er næmur til áhrifa, litirnir aðeins tveir: hvítt og svart. Skaphitinn er mikill og hrokinn ó- skaplegur. Hefndin er sæt fyrir suma. Ég trúi því ekki, aS Borgarlíf valdi neinum straumhvörfum. For- vitni er nokkur fyrir hendi um efni þessarar bókar og fyrst og fremst vegna þess aS hún er talin „lykil- róman". Fólk langar til að lesa Ijótt um aðra og þá fyrst og fremst þá, sem þaS veit einhver deili á. SVÖRT MESSA. Halldór Laxness var milli tvítugs og þrítugs, glaður og fagnandi á degi hverjum, hann kom dansandi og brosandi móti manni hvar sem fundum bar sam- an. Hann var sundurgerðarmaður og klæddist stundum skrítilega og þá mest þegar hann hafði ráð á því. Stíll hans var léttur en losara- legur, en sýnir hans miklar og marg- víslegar og tilsvör hans leiftrandi af gáfum. — Jóhannes Helgi er stórvaxinn, lokkurinn svartur, and- litsvöðvar strengdir, augun hörð, al- varan þung og sterk. Hryggð og varnarstaða. Hann hirðir lítið um klæðaburð eða útlit, greiðir sér jafn- vel ekki. Stíll hans er sterkur og mótaður, höggvinn til og boðunin situr föst, hverfur ekki að sinni. Hann hefur svo mikið að segja, að hann gætir ekki hófs. Þér ber að hlusta. Þér ber að lesa. Svört messa ber öll þennan svip, nema hvað samúðin með persónu bregst næst- um aldrei — og það er góður drátt- ur. Hugmyndin er stórkostleg: Lítil eyja og mannfélag hennar, ótrú- lega samanþjappað mannfélag með nær öllum skinum og skuggum þjóSfélagsins. Sagan er of löng. Hún hefði batnað við úrfellingar al- veg eins og Vefari Halldórs. Þessi skáldsaga er þrekvirki og ber vott Fást í næstu búð LOXENE - og flasan ffer um frábæra hæfileika og mikiS þor. Ég trúi því að hún valdi straum- hvörfum. Ef Jóhannes Helgi beitir sjálfan sig þeim aga, sem Halldór gerði og hefur alltaf gert, þá er ég ekki í nokkrum vafa um að hann kemst ekki skemur en hann. ViS hann mun ég segja ef ég hitti hann einhverntíma: ElskaSu aðra meira en sjálfan þig. — En elskaSu sjálfan þig samt.. . Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. Dæmd fyrir kjörbúða- þjófnað Framhald af bls. 15. sig seka um svona ómerkilegan þjófnað? Hún á lúxusvillu í Goldwater Canyon hverfinu, þetta hús eitt stendur ekki í minna en fjórum milljónum króna. Hún býr þarna ein, án þjónustufólks, en á þann hátt að það er ómögulegt að setja hana í samband við peningavand- ræði. Hún ekur rjómagulum Ford Thunderbird, með svartri leðurinn- réttingu, og ef hún verður þreytt á honum, er annar bfll, Buick Stat- ion tilbúinn í bílskúrnum. A gras- fletinum fyrir framan dagstofu- gluggana glitrar á sundlaugina og hún á mjög mikið af vinum, þekktu fólki ( kvikmyndabænum. Fyrir fimm árum skildi hún við fimmta eiginmann sinn, olíumilljón- arann J. Howard Lee frá Texas. Hann greiddi henni 26 milljónir (fsl.) króna, til að losna við þras, eins og hann sagði. Varla getur hún verið búin að eyða því öllu. Sérstaklega ekki þar sem hún í þrjú ár hefur fengið framfærslupen- inga frá sjötta manni sínum, Lewis Boise Jt. frá Californiu, sem er þekktur lögfræðingur, að vfsu ekki milljónaeigandi, en samt ekki beint fátæklingur. En það sem þó er athyglisverð- ast er það að hún var búin að fá tilboð og samninga úr kvikmynda- verinu. Hversvegna gerði hún þetta, sem gat haft áhrif á ráðningu henn- ar? Það var Paramount sem bauð henni þetta hlutverk og hún átti að leika á móti Don Ameche (í „Picture Mammy Dead"). Hedy Lamarr átti að leika hlutverk konu sem brennd er til dauða. Þegar hún var tekin föst, hafði hún t töskunni, fyrir utan 650 krónur f peningum, tvær ávísanir frá kvikmyndafélag- inu, sem hún hvenær sem var gat breytt f 700 þúsund krónur f pen- ingum. Hversvegna stal hún? Fyrsta setningin f lögregluskýrsl- unni benti til þess að hún játaði á sig sökina. í fylgd með lögreglu- þjóni, kvenlögreglu og forstjóra verzlunarhússins og sínum eigin við- skiptaráðunaut stóð hún fyrir fram- an lögregluforingjann á stöðinni og hvízlaði: — Hversvegna get ég ekki feng- ið að borga þessar vörur? Onnur Fjarlægið nagla- böndin á auðveldan hátt Hinn sjálffyllti Cutipen gefur mýkj- andi lanolínblandaðan snyrtilög, einn dropa í einu, sem mýkir og eyðir óprýðandi naglaböndum. Cutipen er eins og fallegur, óbrjótandi sjálfblekungur sérstaklega gerður til snyrtingar. Hinn sérstæði oddur hans snyrtir og lagfærir naglaböndin svo að neglur yðar njóti sín. Engra pinna eða bómullar er þörf. Cutipen er algerlega þéttur, svo að geyma má hann í handtösku. fæst í öllum snyrtivöruverzlunum. Handhægar áfyllingar. Fyrir stökkar neglur hiöjið um Nutrinail, vítamínblandaðan naglaáburð, sem seldur er í pennum, jafn handhæg- um í notkun og Cutipen. Eignist nýja vini! Pennavinir frá 100 löndum óska eftir bréfaskriftum viS yður. Upp- lýsingar ásamt 150 myndum verða send til yðar án endur- gjalds. HERMES Berlfn 11, Box 17/1 Germany.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.