Vikan - 12.05.1966, Blaðsíða 50
Barninu líður vel í húðinni!
Barnimi líður 'vel-þegar notað er Nivca babyfcin.
Hin reynda móðir veit bvers vegna bún velur
babyfein handa barni sínu: Þessar samstilltu fram-
leiðsluvörur - krem, olia, púður, sdþa - innihalda
allt, sem húðLeknirinn álítur nauðsynlegt hinni
viðkrvcemu húð barnsins. Börn, snyrt með babyfein,
fa hvörki scerindi, né rauða og bólgna húð.
HIYEA
fiafiyícút"
Melba STRETCH
melka
ER NÝJUNG
Sérstaklega mjúkur
FLIBBI - Þetta er
hin mjúka, þægilega
skyrta sem þrengir
hvergi að.
H E 1 7RADEII . D
i
Austurstræti 14, sími 12345 Laugavegi 95, sími 23862
fyrirtæki hafa leyft mér að borga . .
A borðinu fyrir framan lögreglu-
foringjann lógu vörurnar sem tekn-
ar höfðu verið af henni, rétt í því
að hún var að stíga upp í Cadillac
bíl vinar síns, sem beið eftir henni.
Þetta var sitt af hverju tagi: kjóll
fyrir ó að gizka 2000 krónur, brjóst-
nól, bikini-buxur, hólsfesti og ýmis-
legt smádót, samtals fyrir 4500
krónur.
Hedy Lamarr varð að vera í fang-
elsi í fimm klukkutíma þar til lög-
fræðingur hennar kom með trygg-
ingarfé, rúmar tuttugu þúsund krón-
ur.
Allt virtist klappað og klárt.
En strax um kvöldið var farið að
íhuga hvað hefði komið henni til
að fremja þennan ómerkilega þjófn-
að.
Gat það verið til að mótmæla
leiðindalífi í allsnægtum, löngun eft-
ir spennandi ævintýrum; það gat
líka verið einhver glæpahneigð, sál-
ræn vanheilsa eða vöntun á hæfi-
leikum til að greina á milli þess
sem rétt er eða rangt.
En það var eitt sem ekki var
hægt að ganga fram hjá, það var
dómurinn frá dómstólnum [ Los Ang-
eles. Þeir sem héldu að nú væri
málið útrætt, höfðu ekki reiknað
með stjörnunni í „Extas", sem nú
var komin á forsíður blaðanna. Hún
hafði fengið fólk til að gleyma í
einn dag fréttunum frá Vietnam,
kynþáttadeilum og þingræðu Lynd-
on B. Johnsons. Hún hugsaði sér
því að halda sig í sviðsljósinu.
Hún kallaði saman blaðamanna-
fund á veitingahúsi í Hollywood,
þrátt fyrir það að vinir hennar og
ráðamenn grátbændu hana um að
gera það ekki. Veitingahúsið var
troðfullt, þar var saman kominn
„rjóminn" af slúðurdálkahöfundum
Bandaríkjablaðanna, þegar leikkon-
an kom. Hún var klædd grænni
kápu yfir einföldum ullarkjól og lék
hlutverk sem kom nær öllum við-
stöddum ! mestu vandræði. Með yf-
irborðs kátínu sagði hún:
— Er kápan mín ekki falleg? Ég
keypti hana ( gær í verzlun hér (
borginni og borgaði fyrir hana. Ég
borgaði allt sem ég keypti í gær.
Það var reglulega skemmtilegt að
ganga í búðir í gær. En ég stal
engu. Ég hefi aldrei stolið neinu,
ég er ekki stelsjúk. Þetta voru allt
mistök. Ég gleymdi einfaldlega að
borga og þið vitið hvað sumt fólk
getur verið skilningslaust. . .
Einn blaðamaðurinn skaut inn f:
— En fröken Lamarr, þér sögðuð
sjálfar í gær að þér væruð vanar
að fá að borga, þegar þetta kæmi
fyrir yður í verzlunum.
— Sagði ég það? Ég get ekki
munað að ég hafi sagt það.
Dorothy Manners, sem er dálka-
höfundur hjá einu Hearst blaðanna,
skrifaði eftir þennan fund ( dálki
sínum:
— Hér eftir þarf Hedy Lamarr
vernd. Vernd gagnvart sjálfri sér.
Þó allir vinir hennar ráðlegðu henni
að hætta við þennan blaðamanna-
fund, svaraði hún: — Það er ekki
hægt, ég er búin að fá mér svo
fínan hatt í tilefni af því. . .
Dorothy Manners endar greinina
með því að segja að það eina sem
geti bjargað Hedy Lamarr sé að
hún fái tækifæri til að snúa sér
fyrir alvöru að þessu kvikmynda-
hlutverki sem bíði hennar.
Ástæðan fyrir þessum blaða-
mannafundi hefur einfaldlega ver-
ið sú, að hún þráði að komast aft-
ur í sviðsljósið, eftir 14 ára fjar-
veru, vildi vera miðdepill, sem all-
ir horfðu á. Hún fékk ósk sfna upp-
fyllta, en hún var dýru verði keypt.
Það að hún hélt stöðu sinni á
forsíðunum einn dag í viðbót, varð
orsök þess að fólk fór að rifja upp
allt slúðrið sem það hafði heyrt
um hana síðustu tíu árin.
Það var talað um taugaveiklun,
eiturlyf og fjárfúlgur sem hún varð
að láta af hendi til leynisala, milli-
liða og fjárkúgara. Um ofsalegar
sálarkvalir og reiðiköst sem hún
fékk æ oftar. Hún hafði reynt að
fremja sjálfsmorð með því að taka
inn svefnlyf, en var bjargað á síð-
ustu stundu. Svo var talað um á-
flog sem hún átti í við eiginmenn-
ina sex, sem hún ekki bar gæfu til
að halda í. Hún missti alla s(na
vini, hrakti alla frá sér, en hafði
samt orð fyrir ótrúlega vergirni,
sem leiddi til hálfsóðalegra ásta-
funda á ódýrum hótelum, og þar
af leiðandi varð hún líka stöðugt
fyrir fjárkúgunum. Svo voru það
veizluhöldin, sem voru svo geig-
vænleg að engin blöð í Bandaríkj-
unum þorðu að birta lýsingar af
þeim.
Það var sagt að hún væri drykkju-
sjúklingur, að hún hefði varla
handastjórn til að ná í fyrsta gin-
glasið á morgnana, að hún hefði
verið lögð inn á sjúkrahús, þar sem
hún fékk nokkurn bata fyrir ærna
peninga. Þetta var allt raunasaga
um kvikmyndastjörnu, sem syrgði
sína horfnu frægð.
Hún átti tvö börn í hjónabandi
sínu og Johns Loder, brezka leik-
arans. Það var sagt frá rifrildi
þeirra um börnin, ábyrgðarleysi í
uppeldi barnanna. Hún hafði ver-
ið tekin og sektuð fyrir ölvun við
akstur, en það hafði verið þaggað
niður með því að múta lögreglu-
þjónum.
En ekkert af þessu var fullyrt,
þetta voru eingöngu ágizkanir.
Þetta var svo sem ekkert meira en
Hollywoodstjarna á niðurleið getur
átt von á að lesa um sjálfa sig í
þessum slúðurdálkum.
Þetta Hollywoodhneyksli kom nú
fram í Ijósi myndavélanna frá sjón-
varpi og blöðum, sem lýstu misk-
unnarlaust á þessa einmana fimm-
tugu konu, tveggja barna móður
og eiginkonu sex manna. Hún sat
þarna og reyndi að gera gys að
sjálfri sér fyrir það að láta taka
sig fyrir auðvirðilegan þjófnað.
Það var þv( ekki undarlegt að
þeir sem höfðu fjárhagslegra hags-
muna að gæta viðvíkjandi ráðn-
ingu hennar, reyndu að stöðva
þennan blaðamannafund.
gQ VIKAN 19. tbl.