Alþýðublaðið - 12.02.1923, Page 1

Alþýðublaðið - 12.02.1923, Page 1
Gefið út af Alþýðuflokkumn 1923. Mánud*ginn 12. febrúar, 33. tölublað. Kaupmenn °g jafnaðarstefnan. Islenzkt smjðr nýkomið. Kanpfélanið, Laugaveg 43 Frá því, að hafið var að starfa fyrir framgangi jafnaðarstetnunar hér á laudi, hefir það þótt eftir- takanlegt, að kaupmenn hafa talið sér skylt að fylla flokka þá, sem barist hafa á móti henni og flokki þeim. er fyrir henni berst, Alþýðuflokknum. Þetta stafar sjálfsagt aðallega af því, að -kaupmenn standa hér yfirleitt á lágu menningarstigi, en það er eitt höfuðeinkonni slíkra manna að tylla sér á tá við þá, sem þeir álíta sér meiri, og annað að meta menn eftir fjárafla, en það er nokkurn veginn það óskynsamlegasta mat ámönn- um, sem hugsast getur. Nokkru kann líka að hafa ráðið, að ýmsir kaupmenn hafa talið sér skylt að vera á móti jafnaðarstefnunni af því, að þeir voru atvinnurekendur jafnframt, Og hinir síðan af hugsunarlausri hermihneigð étið það eftir. En hver sem ástæðan er,' þá getur hún alment séð ekki hgið í öðru ,en mentutiarleysi. Þetta er 'ekki sagt þeim til lasts, því að líklegt er um þá márga, að þeir hafi í æsku ekki átt kost á neinni mentun, og það er ekki þeim áð kenna, heldur hinu óhæfa þjóðfélagsskipu'ági. Þegar þeir eltust, hefir matarstritið og hversdagsáhyggjur tekið frá þeim tækifærið til að bæta sér upp það, sem þeir fóru rapglega á mis við í æsku. En þó að þetta, einmitt þetta, ætti að gera þá fúsa til andstöðu við skipulagið, þá er nú ekki því að heilsa, og það er ekkert óeðlilegt. Þegar menn eldast, stirðna þeir í móti aðstæðnanna. Til þess áð mýkja þá og móta upp, þarf heita viðburði og harðar aðstæður og breyttar. Nú er þetta að lagast. Eftir því, sem mentun kaup- mannastéttarinnar eykst, kemur það betur í ljós fyrir þeim, að þeir hafa eiginlega enga ástæðu til að vera á móti jafnaðarstefn- unni fremur hér en í öðrum löndum, þar sem fjöldi kaup- manna eru jafnaðarmenn og það, þótt auðmenn séu. Frá sjónar- miði hreinnar kaupmensku er þeim og sýnilegur hagur að ýmsum þeim umbótum, er jafn- aðarmenn berjast fyrir, svo sem bættum launakjörum hinna starf- andi stétta. Þverrandi kaupgjald verka- manna sökum lækkaðs kaup- gjalds hefir þegar fært ýmsum heim sanninn um þetta. Nú eru til menn meðal kaupmanna, sem fylgja jafnaðarmönnum, og margt er óspálegra en það, að það, sem nú er undantekning, verði áður en langt um líður regla, en hitt verði þá undantekning, að kaup- maður sé móti jafnaðarmönnum. Um ðaginn og veginn. Ósantilndi og Hklega vísvitandi, eru það í „Morgunblaðinu", að borin hafl verið upp á prentara- félagsfundi tillaga um að reka þá féíaga, sem „Alþýðublaðið" prenta. Slík tillaga kom aldrei fram, hvað þá, að hún væri borin upp. En skýrt var þar frá kröfu stjórnar F. í. P., að þeii væru reknir, og vildi vitanlega enginn maður sinna henni. Því, hvað Gutenberg segi, þarf ekki að svara. Hann er nú dáinn fyrir því nær 455 árum, karlinn, og var heldur ekki neitt hneigður til ósannsögii, svo menn viti; eru því engar líkur til, að hann væri á öðru máli en „Alþýðu- blaðið", þó hann lifði. Snjallar fjáraflaklær xeru Kjós- eu dafél ags-stj órnarlim irnir. Fegar ekkert annað fæst, taka þeir ríkis- stjórn og bankastjórnir og sýna þær almenningi fyrir krónu. Má búast við, að þeir sigli hráðum með þær til að afla út'ends gjald- eyris og bjarga með því genginu. Kári SiHmundarson kom í fyrra dag frá Englandi og fer í dag út á ísflski — náttúrlega í banni. í Sandgerði gátu bátar alment róið 2 daga fyrir helgina og flsk- uðu allvel. Fulltrúaráðsfundur er í kvöld kl. 8 í Alþýðuhúsinu. Ólafur Friðriksson talaði á laugardagskvöldið 3. þ. m. í Menta- skólanum. Yar hið mesta fjöl- menni skólapilta viðstatt. Sagðist ræðumanni mjög vel, og fengu skólapiltar alt aðra hugmynd um Ólaf en þá, sem þeir hafa hingafi til fengifi af auðvaldsblöðunum. Viðstaddiir. ísfiskssalu. Nýb ga hafa selt afla sinn í Englandi Belgaum fyrir 1710, Þórólfur, fyrir 1435, Hilmir fyrir 1653 sterlingspund, I

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.