Vikan


Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 2

Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 2
í fullri alvöru: Byrði sem velt er FRAMHJÓLADRIF, sem skapar óvið- jafnanlega aksturseiginleika. Aukið rými fyj'ir farþega þar sem gólf er slétt V—4 VÉLAR 63, 75 og 80 hestafla. Diskahemlar að framan. Fullkomið hitunar- og loftræstikerfi (FlowAway) TVEGGJA OG FJÖGURRA dyra, COUPÉ og STATION. TIL SÝNIS DAGLEGA <07*l KH. KRISTJÁNHSBN H.F B 0 fl Ifl SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 AIAAJORIÆGA NÝR TAVNVS 12M ogISM MYMI ÞÆGINÐI FEGUUÐ yfir á heimilin. Nú er af sú tíð, að feður og mæður þurfi að liggja tímunum saman yfir börnum sínum til þess að kenna þeim margföld- unartöfluna, boðorðin tíu, og að draga sómasamlega til stafs. Eða er það ekki? Hefur ekki verið létt óhemju- legri byrði af heimilunum á þennan hátt auk þess sem börn- in hljóta að ná margföldum ár- angri hjá fólki, sem kann vís- indalegar aðferðir. Hljómar þetta eitthvað ekki nógu sannfærandi? Sennilega ekki. Að minnsta kosti hefur flestallt fólk, sem ég hef rætt við um þessi mál, ýmislegt við þetta að athuga. Aukinni sérmenntun virðist ekki fylgja vaxandi áhugi á starfinu og sá sem ekki hefur áhuga, getur heldur ekki skapað áhuga hjá öðrum. Að vísu eru Ijón á veginum: Kennarar eru of fáir og það nær vitaskuld ekki nokk- urri átt að hafa þrjátíu börn saman í bekk. Árangurinn verð- ur eftir því. Samt hafa kenn- arar svo bágborin laun, að þeir geta varla dregið fram lífjg ^ þeim, og dellan er kórónuð nieð því að bæta fríi ofan á frí. Hvergi þekkist eins langt sumarleyfj j skólum og hér en auk þess fá barnaskólakennarar og börn- jn — jafnlangt jólaleyfi Qg venjulegir menn fá sumarlgyfj Um páska er langt leyfi og fyrjr utan alla helgidaga er svo sér- stakt mánaðarfrí, einn dagnr j mánuði. Nú notast þessi frí vafalansf fremur illa fyrir kennara 0'g væri nær að greiða þeim skárra kaup og sjá svo um að e;n_ hver mynd væri á kennslurini. Sannleikurinn er sá, að vinnn_ brögðin í barnaskólunum virg_ ast vera langt of slöpp; gifur_ legri vinnu er velt yfir á heiír,- ilin, því það er auglióslega þægilegt að segja: Krakkar mínir, þið lærið þetta bara heima. Fjölda fólks hef ég heyrt halda því fram, að skólatímarn- ir virðist einungis vera meira og minna dauðar yfirheyrslur á því, sem troðið var í krakkana heima. Og það sem kannski er ennþá verra: Þrátt fyrir öll vís- indin, hefur ekki tekizt að auka áhuga barnanna fyrir efninu. Hvernig væri að láta kennara vinna eins og aðra menn og borga þeim lífvænlegt kaup? Hvernig væri að kenna lengur í skólunum og kenna í stað þess að yfirheyra og sjá svo um að krakkagreyin geti átt frí og leik- ið sér, þegar þau koma heim? G.S. 2 VIKAN 4fi-tb'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.