Vikan


Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 7

Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 7
jteniRiNN____ Fyrsta fflokks ffrá FONIXs ATLAS KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR K/ELING er aSferðln, þegar geyma á matvæll atuttan tima. I*etta vita allir og enginn vill vera án ksellakáps. FRYSTING, þ. e. djúpfrysting vlð a. m. k. 18 stiga frost, er auðveldasta og bezta aðferðin, þegar geyma & mat- væli langan tíma. Æ fieirl gera sér ljós þæglndln vi8 að elga frysti: fjölbreyttari, ódýrarl og betrl mat, mðgu- leikana á þvi að búa t haginn með matargerð og bakstri fram i timann, færri spor og skemmrl tima til innkaupa — því að „ég á það £ frystinum". VIS bjóðum yður S stærðlr ATLA8 kællskápa, 80— 180 cm háa. Allir, nema sá minnstl, hafa djúpfrystl- hólf, þrir með hlnni snjöllu „3ja þrepa froststllllngu", sem gerir það mögulegt að halda mlklu frostl i frystihólfinu, án þess að frjósl neðantll i skápnum; en einum er skipt i tvo hluta, sem hvor hefur sjálf- stæða ytri hurð, kæll að ofan mcð sér kuldastilllngu og alsjálfvirka þiðingu, en frysti að neðan með elgln froststilllngu. Eunfremur getið þér valið um 3 stærðir ATLAS frystlklsta og 2 stærðir ATLAS frystiskápa Loks má nefna hina glæsilegu ATLAS vlðar-kællskápa 1 herbcrgi og stofur. Þér getið vallð um viðartegundir og 2 stærðir, með eða án vinskáps. MuniS ATLAS einkennin: ☆ Glæsilegt og stílhreint, nýtízku útlit. "tr Fullkomin nýting geymslurýmisins með vand- aðri markvissri innréttingu. ☆ Innbyggingarmöguleikar með sérstökum Atl- asbúnaði. A Sambyggingarmöguieikar (kæliskópur ofan á frystiskáp), þegar gólfrými er litið. ■A Færanleg hurð fyrir hægri eða vinstri opnun. •fr Hljóð, létt og þétt segullæsing og möguleikar á fótopnun. ■6 5 ára ábyrgð á kerfi og traust þjónusta. eins og gengur höfum við eignazt eitt og annað og til dæmis hafa okkur áskotnazt nokkur málverk, sem okkur þykir mjög vænt um. Við vorum ákaflega hrifin af því í fyrstu, hvað íbúðin var björt, en það stafaði af því, að allur langveggur stofunnar og partur af öðrum vegg, voru ein- ungis gluggar. Við vildum líka hafa íbúðina opna og hún er það. En vandamálið er það, að vegg- pláss er ótrúlega lítið í svona stórri íbúð. Við eigum þó nokkuð af bókum og ýmsu, sem vegg- pláss þarf undir og nú er svo komið, að við höfum varla pláss fyrir þessar myndir okkar, hvað þá það, sem hlýtur að bætast við með árunum. Hvað er helzt hægt að gera í svona máli? Ein í Safamýrinni Það er kannski sitthvað hægt að gera, en eitt er bezt: Að flytja í íbúð, sem er betur útfærð að þessu leyti, eða byggja. Þetta er svo að segja almennur galli á . því sem arkitektar láta frá sér fara um þessar mundir. Það fara allir útveggir í glugga og þeim hefur einhvemveginn tekizt svo að útrýma innveggjum, að þeir eru naumast til heldur. Að visu er á bréfi þínu að skilja, að þið hafið sjálf óskað eftir því. En þetta er víðast sama sagan: Fólk er í hengjandi vandræðum með það sem það venjulega lætur á veggi, svo sem bækur og mál- verk. Einu sinni birtum við hér í þættinum um hús og húsbúnað, myndir af nýju einbýlishúsi, þar sem arkitektinn hafði verið lát- inn sjá og taka mál af öllu inn- búinu, þar á meðal málverkun- um. Hann varð að gera ráð fyrir því öllu og tókst það vel. Það er svo að sjá, að fáir séu svo forsjálir að gera ráð fyrir því, sem þeir eiga, hvað þá því sem alltaf bætist við eftir því sem árin líða. Ef þið endilega viljið halda ykkur við staðinn og vera áfram í þessari íbúð, þá er varla hugs- anlegt að gera neitt það við út- veggina eða öllu heldur glugg- ana, sem breytti þeim í vegg- pláss. Annað er með innvegg- ina, en um það er ekki hægt að segja ncma að sjá það og skulið þið fá einhvem innanhússarki- tekt til skrafs og ráðagerða um það. ÓHAMINGJUSÖM Kæri Póstur. Þú sem allt veizt og átt ráð við öllu. Ég er svo hræðilega óhamingjusöm, að ég veit ekkert hvað ég á að gera. Kannski get- ur þú gefið mér eitthvert ráð. Ég er tuttugu og tveggja ára og gift, og ég og maðurinn minn höfum búið saman síðan ég var sautján ára. Hann var fyrsti mað- urinn í mínu lífi og þá var ég of ung til að ég vissi nokkuð hvað ég var að gera. Og ég hef aldrei orðið virkilega ánægð í hjónabandinu. Fyrir hálfu ári kynntist ég öðrum manni, sem ég er orðin mjög ástfangin af, og ég er viss um að ég get orðið ham- ingjusöm með honum. En hann hefur aldrei minnzt á hjónaband. Ég veit ekkert hvað ég á að gera. Finnst þér að ég ætti að skilja? Ein í vafa. Sértu sannfærð um, að þið maðurinn þinn getið aldrei öðl- azt neina hamingju saman, þá er varla annað betra fyrir hendi en skilnaður. En í því tilfelli verð- urðu að vera við því búin að sjá um þig sjálf, því ekkert bend- ir til að „hinn maðurinn" hafi neinn áhuga á því að kvænast þér. HANN ER FEIMINN Kæra Vika. Ég er sextán ára og skotin í strák sem ég hitti fyrir milli- göngu vinkonu minnar og stráks sem hún er með. ,,Minn“ strákur er mjög feiminn ,og þegar vin- kona mín og „hennar“ strákur hættu að vera saman, þá hætti hann líka að hitta mig. Við sjá- um þá oft úti saman, en vinkona mín vill alls ekki tala við þá. Ég hef heyrt að „minn“ strákur hafi spurt eftir mér, og mig lang- ar til að tala við hann. Hvað á ég að gera? B. J. Á. Þú skalt bara gera eins og þig langar til, ávarpa drenginn og spyrja hvemig hann hafi það. Sé hann skotinn í þér .hlýtur það að hrífa. Sé það hinsvegar ekki eingöngu feimnin, sem heldur honum frá þér, er hætt við að þú verðir að sætta þig við það. Um allt þetta fáið þér frekari upplýs- ingar, með þvf að koma og skoða, skrifa eða útfylla úrklippuna, og mun- um við leggja okkur fram um góða af- greiðslu. — Sendum um allt land. FÖNIX SÍMI 24420. SUÐURGATA 10. RVlK. Sendið undirrit: ATLAS myndalista og nákvæmar upplýsingar. m.a. um verð og greiðsluskilmála. Nafn:.......................................................................... Helmilisfang: ................................................................ 46. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.