Vikan


Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 9

Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 9
Hægt er að fá ISronkó með þriggja manna sófa frammi í, en flestir munu fórna einum rassi og taka liann með körfusætum, sem eru prýðileg. að setja í annan þegar hann hefur rétt hreyfzt af stað í fyrsta gír, og halda öðrum upp í svo sem 50 km hraða. Sé ekið hægar en 50 í þriðja gír, finnst að minnsta kosti manni óvönum Bronkó að bíllinn lóti ( Ijósi ótvíræða óónægju með akst- urslagið. Þetta finnst mér galli að því leyti, að þegar komið er ó 40 km hraða í öðrum gír er snúnings- hraði vélarinnar orðinn töluverður og verður óþægilega mikill þar fyrir ofan. Þetta er einkum galli í innanbæjarakstri, þar sem Bronkó- inn væri annars skemmtilegri held- ur en ó þjóðvegunum, því hann er kvikur og röskur í hreyfingum og leggur afburða vel á. Af fjöðruninni er það að segja, að hún er í betra lagi af bíl þessarar gerðar að vera, en nokkuð eru hreyfingarnar sriögg- ar og hörkulegar í samanburði við amerískan fólksbíl — sem ekki er nema von. því fjöðrun á bil, sem á að fara um torfærur, má ekki vera of mjúk, það myndi koma niður á getu hans í ójöfnu landslagi. Hins vegar gæti ég nefnt hastari bíla af svipuðu tagi. Yfirleitt má segja, að bíllinn sé brúklegur sem fólksbíll, en verulega skemmti- legur er hann aðeins utan veg- ar — og því skemmtilegri, sem erfiðari óvegur er valinn. íslendingar hafa haldið þeim sið, frá því að þeir keyptu fyrstu jeppana af Sölunefnd setuliðseigna um árið, að byggja yfir þá að eig- in geðþótta, eða, ef einhver sæmi- leg hús hafa verið fáqnleg með þeim erlendis frá, að innrétta þau eftir eigin höfði. Enda hafa þau hús oftast verið harla snauð innan og innrétting nánast engin. Bronkó hefur hús frá verksmiðju, en af því er fátt merkiiegt nema hurð- irnar, sem minna á fólksbíl, eins og fyrr segir. En hér hefur risið upp þó nokkuð blómlegur innréttinga- iðnaður fyrir Bronkó, og það þyk- ir harla plebeiískt ef hann er ekki þegar nýr klæddur í hólf og gólf og sett í hann dúnmjúkt aftursæti. Svo er líka afar æskilegt að setja varadekkið út fyrir, annað svort aftan á ellegar upp á topp og fínt að stækkq hliðargluggana aftari, þótt þeir séu svo stórir fyrir, að ekki sé nema um fáeina sentimetra að ræða. Að öllu þessu fengnu er bíllinn sannarlega vistlegur og að- laðandi fyrir augað, en kvenfólk verður að fara upp í hann með lagi, ef pilsin eiga að haldast innan vel- sæmistakmarka. Roskið fólk myndi að líkindum ekki eiga alltof auð- velt með að stíga inn og út, sér- staklega ef förinni er heitið í eða úr aftursætinu. Hins vegar fer ekki illa um mann aftur í, þegar þang- a ðer komið, og körfusætin að fram- an eru mjög góð. Okustelling er prýðileg og öll stjórntæki liggja vel við. Af mælum er rafmagnsmælir fram yfir þetta venjulega, og hann sýnir hegðun altenatorsins — hann er að ryðja sér allstaðar til rúms í staðinn fyrir gömlu rafalana. Yzt til hægri í mælaborðinu er Ijósa- rofi, rúðusprauta (rafknúin) og inn- sog, þar niður undan handfang til að losa ,,stígið-á-stöðubremsuna" ameríkanar nota fremur en ,,togið- í-handbremsuna", sem Evrópumenn láta sér duga. Beint fram af stýr- isleggnum, sem auk stýrisins held- ur uppi stefnuljósarofanum og gír- stönginni, — eru mælarnir, allir ( einni, kringlóttri skífu, aðeins hraðamælirinn greinlegur aflestrar, þegar litið er snöggt á. Þá kemur næst rofi, sem bifreiðaeftirlitið hér bannaði, því hann vann þannig, að þegar tekið var í hann, tóku öll Ijós bílsins að blikka í sífellu, að fram- an og aftan. Ætlazt var til, að þessi Ijósagangur yrði kveiktur, ef. stöðva þyrfti bílinn á vegum úti í dimmu, til að fyrirbyggja slys, sem oft verða af völdum myrkvaðra b(la. Þetta má ekki hér. Hins veg- ar hef ég séð til sölu í bílahluta- búðum rautt Ijós sem snýst í sífellu og menn eiga að hafa með sér til að setja ofan á bílana undir sömu kringumstæðum. Það má. Niður af þessum rofa er svo sígarettukveikj- ari, en fyrir miðju borði eru mið- stöðvarstillingar (þrír hnappar) og öskubakki. Yzt til hægri er loks hanzkahólf, þokkalegt að stærð. Að ofan er mælaborðið bólstrað, og það vekur athygli fyrst í stað, að þurrkurnar vinna ofan frá. Það er óalgengt nú orðið, en stendur í Framhald á bls. 39. Modess* BLUE SHIELD BLUE SHIELD — örþunn blá himna úr plastefni, falin undir mjúku yfirborði sérhvers nýs MODESS bindis, býður yður áður óþekkt öryggi. Bláa himnan er rakaþétt og heldur MODESS bindinu öruggu að neðan og á hliðunum. Jafnframt þessu heldur nýja MODESS betur í sér raka, vegna þess, að bláa himnan, undir mjúku yfirborði bindisins, gerir fulla nýtingu rakapúðans mögulega. MODESS BLUE SHIELD hefur nýja lögun— V-myndaða lögun, sem gerir það svo auðvelt og þægilegt í notkun. Aldrei áður hefur bindi verið gert svo öruggt og þægilegt. ÓKEYPIS MODESS BELTI í hverjum pakka. SKRASETT VORUMERKI EINKAUMBOO GLÓBUS HF. 46. tbt. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.