Vikan


Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 10

Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 10
Allt fram streymir endalaust ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust horfin sumarblíða. Kristján Fjallaskáld. Þar sem ég sit við gluggann minn í Skipholtinu blas- ir við tiltölulega ósnortinn reitur frá þessari menn- ingarmiðstöð sem Bílasmiðjan er nú orðin og allt vestur til Sigfúsar í Heklu. Einn morgun var hrím yfir öllu og heiðríkja. Klappimar sem ennþá standa þarna óáreittar voru gráar af hrími og punturinn hafði fengið þennan hörgula lit sem hann fær undir veturinn. Ég minnist þess ekki, að þetta útsýni hafi nokkru sinni verið eins fallegt eins og það var þenn- an morgun. Haustið á sína fegurð. Kannski er fegurð þess mik- ilfenglegust allra árstíða, að minnsta kosti er hún litríkust. Mig hefur oft furðað á því, hvað fegurð haustsins hefur lítið verið lofsungin í ljóðlistinni. tími til að vera bjartsýnn og yrkja. Þegar Tómas Guðmundsson hefur dásamað vor- ið í einu af ljóðum sínum og innt að því að mennirnir verði viðmótsþýðir, veröld- in hitni, óvihir beri byrðar hvers annars og bankarnir keppist um það að lána, þá fyllist hann bölmóði, þegar hann minnist á haustið í lok kvæðisins: En sumir halda að hausti aftur þá hætta telpur og grös að spretta, og mennirnir verða vondir að nýju, og víxlarnir falla og blöðin detta. Ekki veit ég hvort menn verða verri með haustinu en ella og víst er um það að víxlarnir falla allan ársins hring, jafnvel á fegurstu vordögum. Hitt er lögmál sem ekki er gott að ráða við, að blöðin falla af okkar fáu og fátæklegu trjám. En allt er þetta fegurst í fallinu ef svo mætti segja; víðirinn, lyngið, fjalldrapinn og laufið af birkikjarrinu. Það rúmast jafnvel í einni lyngkló eða föllnu haustlaufi heil litasinfónía um haustið. Einnig í því stóra allt um kring: Rauðbrúnar heiðar, hrím á mosa, fyrstu snjóar haustsins: Sumri hallar hausta fer heyrið snjallir ýtar: Hafa fjallahnjúkarnir húfur mjallahvítar. _____________________________________________/ En það er til skýring á því; skáldin hafa gjarnan lit- ið haustið táknrænum augum og fremur haft í huga hvað það boðar. Það má segja, að nútímaskáldin hafi þó gert þá uppgötvun, að haustið er ekki síður lyriskt viðfangsefni en vorið. Málararnir hafa aftur á móti manna bezt kunnað að meta þessa árstíð og kannske hafa þeir átt sinn þátt í því að opna augu fólksins fyr- ir þeirri sérstöku stemmningu í náttúrunni, sem aldr- ei verður nema á haustin. Ég held að skáld og fegurðardýrkendur fyrri tíma hafi litið öðrum augum á haustið en við gerum nú; kannski tóku menn ekki eftir fegurðinni vegna þess að vetrarkvíðinn blandaðist tilhugsuninni. f kveðskap íslendinga úir og grúir af vísum og ljóðum um vorið. Það virðist hafa átt yfir að búa þeirri fegurð, sem allir gátu verið sammála um eða var það vegna fyr- irheitsins um sumarið, að mönnum fannst vorið svona fallegt. Vorið góða grænt og hlýtt, hefur lengi sett menn í sérstaka stemmningu á íslandi, en þegar svif- ur að haustið og svalviðrið gnýr, var sannarlega ekki 10 VIKAN 46 tbl- Ég held að mér þyki þetta fallegra en sjálft vorið en nú ber þess að gæta, að við lítum á þetta nokkurnveginn hlutlaust, án vetrarkvíða ,nema náttúrlega þeir sem búa við hitaveituna. Þau fáu íslenzku skáld af eldri kynslóðinni, sem fannst það þess virði að gera haustið að yrkisefni, sáu þar lítið annað en ömurleikann uppmálaðan, dauða og dimmar nætur. Grímur Thomsen var að jafnaði ekki rómantískur lyrikker og þegar hann yrkir um haustið, þá heldur hann sínum kaldhamraða tóni, en þó er einhver viðkvæmur strengur í kvæðinu, sem er ekki venjulegur hjá Grími. Jafn- vel þótt hann byggi við betri húsakynni en alþýða manna gerði í þá daga, setur að honum hroll við tilhugsunina um haustið: Lengir nóttu, lúta höfði blóm laufið titrar fölt á háum reinum vindur hvíslar ömurlegum róm illri fregn að kvíðnum skógargreinum, greinar segja fugli og fuglinn þagnar. í brjósti mannsins haustar einnig að, upp af hrelldu hjarta gleðin flýgur, en vetrarmjöll í daggardropa stað á dökkan lokk og' mjúkan þögul hnígur og æsku blómin öll af kinnum deyja. Stefán frá Hvítadal er rómantískari en Grímur og honum lætur svo vel að yrkja um vorið, um sólþýða vinda sem blása, en þegar haustar þá kemur upp í honum kvíði bóndans sem óttast að heyin þrjóti og erfitt geti orðið að þreyja þorrann og góuna: Haustið nálgast, hríð og vetrar rosinn, senn er ekki sólarvon, senn er áin frosin. í allra bezta lagi gátu menn ort um haustið í tregablöndnum tón: Syngur lóa suðrí mó sætt um dáin blóm. — En Benedikt Gröndal var ekki bóndi, átti ekki afkomu sína undir harðindunum og gat leyft sér hlutleysi í skáldlegu mati sínu á haustinu. Sumir hafa tekið kuldan- um með karlmennsku og ort um hann sem hverja aðra staðreynd, án trega, án eft- irsjár eftir vori og sumri. Kuldinn bítur kinnar manns. Kólnar jarðar fræið. Ekki er heitur andinn hans eftir sólarlagið. Fæst gömlu skáldanna komu auga á fegurð haustsins, en haustið í Ijóðum þeirra er tákn- rænt fyrir myrkur og kulda, fallvaltleika og dauða. Yngri skáldin líta nokkuð öðrum augum á haust- ið og yrkja án bölsýni um kvaklausa kyrrð og lyng rautt af hausti. - Gísli Sigurðsson tók saman.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.