Vikan


Vikan - 17.11.1966, Side 14

Vikan - 17.11.1966, Side 14
'IEFTIR MiD Andrés Indríöason Nú synour hann sálma Billy Graham og Cliff Richard. CJiff Richard hefur gerzt trú- hneigffur ú sfðustu árum — og liefur hann ckki farið dult með það í blaðaviðtölum að undan- förnu. Sl. vor talaði hann á úti- fundi í Earls Court í London ásamt bandaríska trúboðanum Billy Gra- ham. Söng hann þá um leið nokkra sálma og vakti það að vonum mikla hrifningu meðan hinna 25 þúsund áheyrenda. Félagar Cliffs í hljómsveit hans, The Shadows, eru einnig alvar- lega þenkjandi, ungir menn. Tveir þeirra hafa látið skírast í trú- flokkinn „Vottar Jehóva“. En svo fær Gunnar að spreyta sig. — Hann leikur nokkur lög með hljómsveit- inni og það líður ekki ó löngu, þar til öllum verður Ijóst, að hann hefur gersigr- að keppinauta sína um trommarasætið í hljómsveit- inni. En þá kemur vandamál til sögunnar. Gunnar hefur ekki atvinnuleyfi, en það verða allir útlendingar að hafa. Auk þess er hann aðeins 17 ára gamall, en atvinnuleyfi er aðeins veitt þeim, sem orðnir eru 18 ára. Um síðir er þessu þó kippt í liðinn fyrir milligöngu góðviljaðra aðila, og fær Gunnar sérstaka und- anþágu til þess að geta leik- ið með hljómsveitinni. Piltarnir ( „Syni" höfðu leikið inn á hljómplötu, þeg- ar Gunnar kom til sögunnar, en platan var ekki enn kom- in á markaðinn. Ákváðu þeir að draga plötuna til baka og leika lagið aftur með Gunnari við trommurnar. Margir þekktir lagasmiðir hafa samið lög fyrir þá, m.a. Holland og Dozier, sem sam- ið hafa mörg þekkt lög fyrir The Hollies og The Supremes, m.a. lagið Baby Love. Hin nýja plata þeirra var vænt- anleg á markaðinn um líkt leyti og þetta var skrifað — í lok september. Fróðir menn og glöggir í London telja „Syn" eiga bjarta framtíð fyrir sér. Hljómsveitin hefur oftsinnis komið fram ( hinum vinsæla þætti Kenny Evrett í Radio London, svo og í Marquee Clubb í London, sem er þekkt- asti „Beat" klúbbur í heims- borginni — og hefur á und- anförnum árum verið nokkurs konar stökkpallur fyrir áður óþekktar hljómsveitir upp á I>ctta er hljómsveitin „Syn“. Gunnar Jökull Hákonarson er lengst til hægri. Gunnar «lökull Hákonarson í London Lék í samkvæmi hiálSoffíi Loren í marzmánuði s.l. héldu tveir ungir hljóðfæraleikarar, Gunnar Jökull Hákonarson og Sigurður Árnason, til London. Raunar er slíkt ekki í frásögur færandi — en mörgum þótti harla merkilegt, er þeir sögðu, að erindið væri að „stúdera hljómsveitir og föt". Nú er Sigurður kominn aft- ur til landsins reynslunni ríkari, en Gunnar er ennþá úti í London og unir þar sínum hag hið bezta. Hann hefur fengið atvinnúleyfi aðeins 17 ára gamall og leikur með hljómsveit, sem heitir „Syn". Fundum Gunnars og hinna piltanna í „Syn" bar sam- an með einkennilegum hætti. Gunnar var á leiðinni í bæ- inn utan af flugvelli, en þangað hafði hann farið til að sækja trommusettið sitt, sem honum hafði verið sent að heiman. Á leiðinni staldraði hann við í hljóðfæraverzlun. ( verzluninni voru nokkrir ungir menn og svo æxlaðist til að þeir tóku Gunnar tali. Þeim finnst það ( senn ótrúlegt og broslegt, að hann sé trommuleikari ofan af íslandi, en Gunnar bendir þeim á trommusettið f bílnum. Piltarnir reka upp stór augu, þegar þeir sjá allan útbúnaðinn — gera sér lítið fyrir og kippa öllu dótinu út á götu! Jú, þetta er víst alvörutrommusett, segja þeir — og svo segja þeir Gunnari, að þeir séu á höttunum eftir trommara. — Viltu ekki koma á æfingu til okkar á morgun. Okkur langar til að heyra, hvað þú getur. Daginn eftir fer Gunnar á æfingu hjá piltunum. Þar eru einnig mættir tveir aðrir kandidatar um trommusætið í hljómsveitinni. — Hvað ætli þessi litli pjakkur geti, hugsa þeir með sjálfum sér, staðráðnir í að sýna eskimóanum hvernig eigi að leika á trommur. stjörnuhimininn. Margar þekktar hljómsveitir hafa byrjað frægðarferil sinn í Marquee Club og má þar nefna Spencer Davies Group, The Who, The Troggs og Small Faces. Þegar þeir félagar komu fyrst fram í Marquee Club, vakti leikur Gunnars sérstaka athygli — hann lék m.a. ein- leik á trommurnar ( 6 mín. Þótti eiganda klúbbsins mik- ið til leiks Gunnars koma og var hann kynntur sérstaklega. 14 VIKAN 46-tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.