Vikan


Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 17

Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 17
Þar var bílunum skipað út í strandferðaskipið Admiral von Tirpitz sem átti að flytja þá til Taku, hafnarborgar Tientsin. Félag- arnir fylgdu bílunum ekki eftir þá leið, heldur styttu sér leið til Nankin og þaðan með lest til Peking. Borghese prins hafði komið til Shanghai fjórum dögum á undan þeim ásamt konu sinni og vinkonu hennar og vélamanninum Guizzardi, og hélt beint áfram til Peking með Itöluna í kassa. Longoni hélt áfram með Océanien til Yokohama, þar sem hann átti störfum að gegna áður en leiðangurinn hæfist, og þar, í Japan, var annar blaðamaður, sem átti að fara með, Luigi Barzini, fréttaritari Corriere della Sera í Mílanó og Daily Telegraph í London. En í Kína átti leiðangurinn litlum vinsældum að fagna hjá keis- aranum og ráðuneyti hans. Þeir aðilar létu að því liggja, að þátttak- endur leiðangursins væru örugglega njósnarar og neituðu að leyfa hann. Þegar Frakkar mættu þessari mótstöðu, færðust þeir í auk- ana og fengu Rússa til fylgis við sig, en þeir voru ákaflega spenntir fyrir leiðangrinum. Þá voru Kínverjar vissir í sinni sök: Það var eitthvað óhreint í pokahorninu! Annað hvort beinar njósnir, eða lúmsk aðferð til að opna kínverskt og mongólskt yfirráðasvæði fyrir vestrænum áhrifum og verzlunarprangi. Rússar og Frakkar kröfðust skýringa á neituninni fyrir leiðangr- inum, og heimtuðu ástæðu tilgreinda. Eftir nokkurt japl linuðust Kínverjar svo, að þeir leyfðu för yfir Kína, en ekki Mongólíu, á þeirri forsendu að þar byggi herská þjóð og þeir, Kínverjar, gætu ekki stefnt leiðagurmönnum í þann voða að hleypa þeim þar í gegn. Eftir gífurlegt umstang fékk franski sendiherrann í París loks vega- bréf fyrir leiðangursmennina gegnum Mongólíu, en án allrar ábyrgð- ar — þeir mættu fara, en algerlega á eigin ábyrgð. Þegar hér var komið sögu, hafði svartsýnin aftur náð tökum á leiðangursmönnum, og þegar Longoni kom til Peking 3. júní, var honum sagt, að leið- angrinum hefði verið aflýst. Það var Cormier, sem lét hugfallast, og eins og venjulega fylgdi Collignon honum að málum, þótt Godard og Pons væru honum ekki eins fylgispakir. En nú komu fjárhagsmálin til sögunnar. Pons beið árangurslaust eftir peningasendingu, sem hann átti staðfastlega von á, og Godard lézt gera það líka, þótt sú sending hefði orðið að koma beint frá himnum. En ef de Dion dytti úr keppninni, myndu birgðirn- ar, sem dreift hafði verið með ökuleiðinni, verða sendar burtu eða ekki sendar á sína áætluðu staði, þær sem enn voru ófarnar, og þá Að ofan: Borghese prins á ítölunni — að neðan: til vinstri sér á Cantalinn, en síðan koma spijkerinn og annar de-Dioninn. gæti Godard ekki notað sér afganga de Dion. Svo Godard lét þetta gott heita til að byrja með, en hugsaði sér að koma Cormier á aðra skoðun þessa viku, sem var til stefnu. Fjármálin voru vægast sagt þung í skauti. í upphafi höfðu verið lagðir fram 2000 frankar sem trygging, þar við bættist svo kostnaður af birgðum og dreifingu þeirra meðfram væntanlegri leið — þessum lið sleppti Godard alveg — og 3000 franka flutningskostnaður fyrir bílana til Peking, plús ofurlítið meira í sambandi við burðarkarla- laun og þessháttar. Og nú kom þessi þvermóðska með fararleyfi yfir Mongólíu í ofanálag. Borghese prins hafði farið með konu sína og vinkonu hennar á hestum til að kanna fyrsta og erfiðasta hluta leiðarinnar, nágrenni 2. ðíluli Peking. Þau höfðu með sér bambusstengur af sömu lengd og Italan var breið. Þar sem hægt var að leggja stengurnar, myndi bíllinn komast. Víðast hvar var leiðin ófær en samt áleit Borghese að með góðum vilja væri hægt að brjótast fram, og snei’i við svo búið aftur heim til Peking. Þegar þangað kom, hittust leiðangursmenn og báru saman bækur sínar. Cormier hafði í fyrstu látið skína í þá skoðun, að bezt væri að fresta leiðangrinum í eitt ár, en tilkynnti nú, að vitur- legast væri að aflýsa honum með öllu. Hér er engan veginn hægt að geyma bílana í ár, svo öruggt sé, sagði hann, svo það er bezt að selja þá og fara heim. Þetta var ekki í síðasta sinn, sem hann var við það heygarðshornið að selja bílinn, því hann var í rauninni bíssnis- maður að eðlisfari. Framhald á bls. 33. mar: Peking - Paris 1907 46. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.