Vikan


Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 18

Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 18
FLOTTINN TIL OTTANS Framhaldssagan 8. hluti Eftir Uennifer Ames - Síðan ég kom hingað hef ég verið fyllt af eitur- efnum. Ég veit að þau láta þau í matinn, sem þau gefa mér. En ég veit aldrei í hvaða mat eða hve- nær, og ég neyðist til þess að borða eitthvað. — Þú mátt ekki halda frú Farnsworth of lengi á fótum. Maðurinn hennar verður hissa á því, af hverju hún kemur ekki í rúmið. Þar að auki held ég að þú hafir fengið nóg að drekka í kvöld. — Hver fjandinn ... sagði hann, en hætti svo við. Hann leit á Fay sem var orðin náföl. —Þú hefur sennilega rétt fyrir þér, Sheba, sagði hann og beygði sig eftir glasinu sínu. Hún brosti. — Ég þarf að tala við þig Charles. Og ég kæri mig ekki um að tala við þann, sem hefur drukkið of mikið. Góða nótt, Fay. Fay var þakklát fyrir að sleppa. En hún tók eftir augna- ráði Charles, þegar hún fór. Það var eins og hann væri að biðja hana að vera kyrr. Hún var viss um, að hvað sem Sheba og Char- les hefðu átt saman að sælda áður, var því öllu lokið nú, hvað Charles áhrærði. Og nú hafði Sheba hann aðeins vegna þess að hann var hræddur. Fay stóð óviss frammi í gang- inum, og velti því fyrir sér, hvort hún ætti að fara inn í herbergið eða hvort hún ætti að fara út og finna Alan. Það sem Charles hafði sagt, var svo uggvænlega nærri sannleikanum, og það gat verið áhættusamt fyrir þau, ef hann segði Shebu þetta sama. Hún varð að vara Alan við, en á einhvern hátt fann hún, að hún gat það ekki. f þessu bili heyrði hún háar raddir utan af veröndinni. Það var Sheba, sem sagði með kaldri, skærri röddu: — Vertu ekki svona mikið fífl, Charles. Ég hef séð um John, og hann vaknar ekki fyrst um sinn. Við höfum alla nóttina fyr- ir okkur sjálf. Fay gekk hratt út í nóttina. Hún hafði enga hugmynd um, hvar hún ætti að leita að Alan og Madeline og heldur ekki, hvort hún kærði sig nokkuð um að finna þau. En inni í húsinu vildi hún ekki vera. Hún gekk hratt niður stíginn. Trén stóðu svo þétt, að tunglsliósið náði tæplega niður á milli þeirra. Kyrrðin var þrúgandi. Þetta var næstum því eins og að fara í kirkju í myrkri. Allt í einu kom hún auga á þau. Þau stóðu und- ir einu trénu, og Madeline sneri baki að henni. Hún heyrði Made- line kreista upp óeðlilegan hlát- ur og segja: — Hugsaðu ekki um það. Ég skal komast yfir það. — Alan! kallaði Fay lágt. Þau sneru sér bæði við í flýti. Fay sá tárin glitra í augum Madeline. — Hvað er að, Fay? Hefur eitthvað gerzt? spurði hann fljót- mæltur. — Ég veit það ekki, en það er svolítið, sem ég verð að segja þér. Hann leit áhyggjufullur á hana. — Gat það ekki beðið? Rödd hans var næstum reiðileg. Hljómurinn snerti hana á sama hátt, og ef hann hefði rekið krepptan hnefann í bringu henn- ar. Hann kærði sig ekki um, að hún kæmi. Hann vildi ekki, að hún fyndi þau hér í einkasam- ræðum. Sízt nú, þegar Made- line var farin að gráta. Hann kom fram við hans eins og ó- kunnuga manneskju. Hún sagði hljómlausri röddu: — Jú, ætli það ekki. — Jú, það getur beðið. Hún snerist á hæl og fór, en hún hafði ekki geng- ið mörg skref, þegar Madeline sagði: — Vertu ekki svona heimskur, Alan. Hlauptu á eftir henni. Það gerir ekkert til, þótt hún hafi séð mig hrína. Mig langar til að segja henni frá systur henn- ar, og að ég treysti ekki þessu húsi. Veggirnir hafa eyru. Venjulega hefði Fay stanzað við að heyra systur sína nefnda, en ekki nú. Hún var óhamingju- söm og það án ástæðu. Hvernig stendur á þessari afbrýðisemi, sagði hún við sjálfa sig. Alan var sama um þær báðar tvær. Hann náði henni, og tók í hand- legginn á henni. — Heyrðu, Fay, komdu hing- að. Mad hefur svolítið að segja þér. Hún reyndi að ýta honum frá sér, en hann hélt henni fastri. — Það skiftir ekki máli. Ég get alltaf hlustað á það. — Það skiftir víst máli. Mad ætlar að segja þér svolítið um Eve. Þú hefur alltaf sagt, að Eve kæmi á undan öllu öðru. Hann var beiskur í bragði, en Fay tók ekki eftir því. Hún reyndi að hafa stjórn á sér og sagði: — Hefur hún séð Eve? Hef- ur eitthvað komið fyrir hana? Þau gengu aftur til Madeline. Hún tók í hönd Fay og þrýsti hana fast. — Hafðu ekki áhyggjur af Al- an, hann vildi ekki særa þig. Reiði Fay hvarf. Það var eitt- hvað svo stórt og aðlaðandi við Madeline. Það var ekki hægt annað en láta sér geðjast vel að henni. — Það gerir ekkert til. Ég hafði bara á tilfinningunni q|5 ég væri til óþæginda. Alan seg- ir, að þér hafið séð Eve. Mér þykir gott að heyra, að það hef- ur þó einhver séð hana. Töluðuð þér við hana? Madeline kinkaði kolli. — Já, svona var það: Hvorki ég né Charles vissum hvað við áttum að gera, kvöldið sem við komum til Singapore. Hann leigði bíl og sagðist ætla að sýna mér bæinn. Þegar við ókum nið- ur eftir götu, með stórfenglegum einbýlishúsum hvorum megin, sagði Charles allt í einu: — Hæ, það er ljós hjá Mantesafólkinu! Ég hélt að þau væru úti á plant- ekrunni, en þau hafa kannske 18 VIKAN 46 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.